Reykjavík með slökkt ljós í tilefni Jarðarstundar Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 27. mars 2014 13:02 Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn með ýmsu móti, jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum og hvetur hann unga fólkið til að taka þátt. VÍSIR/AFP/REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg mun ekki kveikja götuljós borgarinnar fyrr en klukkan 21.30 næstkomandi laugardagskvöld í tilefni Jarðarstundar (e. Earth Hour). Stundin hefst í Nýja Sjáandi á staðartíma klukkan 20.30 á laugardaginn og breiðist síðan út yfir tímabelti jarðarkringlunnar. Jarðarstundin stendur því yfir frá klukkan 20:30 til 21:30 hér á landi. Jarðarstund er alþjóðlegur umhverfisviðburður sjálfboðaliðasamtakanna World Wildlife Fund. 7 þúsund borgir í 150 löndum munu taka þátt í viðburðinum. „Margir hafa hugann við hlýnun jarðar af mannavöldum og þau áhrif sem meðal annars birtast í náttúruhamförum eins og ofsaveðri,“ segir á vef borgarinnar. Margar borgir taka þátt í viðburðinum með því að slökkva ljós sem lýsa upp frægar byggingar. Í París verður slökkt á ljósunum sem lýsa upp Eiffel turninn og slökkt verður á ljósunum sem lýsa upp Óperuhúsið í Sydney.Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn Kóngulóarmaðurinn hefur gengið til liðs Jarðarstundasamtökin sem einskonar alþjóðlegur sendiherra samtakanna í ár. Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn með ýmsu móti, jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum og hvetur hann unga fólkið til að taka þátt.Hvatning fyrir hvern og einn að huga að eigin umgengniReykjavíkborg hvetur alla sem hafa forræði yfir upplýstum byggingum í borginni til að slökkva á lýsingunni þessa klukkustund sem Jarðarstundin er. Ráðhúsið í Reykjavík, Perlan í Öskjuhlíð og aðalbygging Háskóla Íslands eru meðal þeirra bygginga sem þegar hefur verið ákveðið að slökkva á lýsingu á. Reykjavíkurborg bendir á að þetta sé kjörið tækifæri fyrir hverfi borgarinnar til að leggja málefninu lið. Hvetur borgin fjölskyldur til að taka þátt með því að ræða saman við kertaljós um hvernig hver og einn geti lagt Jörðinni lið með breyttri hegðun. Til dæmis með breyttum samgönguvenjum og bættri flokkun við endurvinnslu. Einnig hvernig draga megi úr notkun umbúða og auka sparneytni í orkumálum. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndbönd fyrir Jarðarstundina á laugardaginn. Loftslagsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Reykjavíkurborg mun ekki kveikja götuljós borgarinnar fyrr en klukkan 21.30 næstkomandi laugardagskvöld í tilefni Jarðarstundar (e. Earth Hour). Stundin hefst í Nýja Sjáandi á staðartíma klukkan 20.30 á laugardaginn og breiðist síðan út yfir tímabelti jarðarkringlunnar. Jarðarstundin stendur því yfir frá klukkan 20:30 til 21:30 hér á landi. Jarðarstund er alþjóðlegur umhverfisviðburður sjálfboðaliðasamtakanna World Wildlife Fund. 7 þúsund borgir í 150 löndum munu taka þátt í viðburðinum. „Margir hafa hugann við hlýnun jarðar af mannavöldum og þau áhrif sem meðal annars birtast í náttúruhamförum eins og ofsaveðri,“ segir á vef borgarinnar. Margar borgir taka þátt í viðburðinum með því að slökkva ljós sem lýsa upp frægar byggingar. Í París verður slökkt á ljósunum sem lýsa upp Eiffel turninn og slökkt verður á ljósunum sem lýsa upp Óperuhúsið í Sydney.Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn Kóngulóarmaðurinn hefur gengið til liðs Jarðarstundasamtökin sem einskonar alþjóðlegur sendiherra samtakanna í ár. Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn með ýmsu móti, jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum og hvetur hann unga fólkið til að taka þátt.Hvatning fyrir hvern og einn að huga að eigin umgengniReykjavíkborg hvetur alla sem hafa forræði yfir upplýstum byggingum í borginni til að slökkva á lýsingunni þessa klukkustund sem Jarðarstundin er. Ráðhúsið í Reykjavík, Perlan í Öskjuhlíð og aðalbygging Háskóla Íslands eru meðal þeirra bygginga sem þegar hefur verið ákveðið að slökkva á lýsingu á. Reykjavíkurborg bendir á að þetta sé kjörið tækifæri fyrir hverfi borgarinnar til að leggja málefninu lið. Hvetur borgin fjölskyldur til að taka þátt með því að ræða saman við kertaljós um hvernig hver og einn geti lagt Jörðinni lið með breyttri hegðun. Til dæmis með breyttum samgönguvenjum og bættri flokkun við endurvinnslu. Einnig hvernig draga megi úr notkun umbúða og auka sparneytni í orkumálum. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndbönd fyrir Jarðarstundina á laugardaginn.
Loftslagsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira