Allur ágóði WOW Cyclothon hjólreiðakeppninnar mun fara til styrktar tækjakaupa fyrir bæklunarskurðdeild Landspítalans. Markmiðið er að safna 10ö milljónum, því mikill skortur hefur verið á tækjum og þörf er á endurnýjun þeirra.
„Þessi deild hefur ekki fengið gjafir né styrkveitingar í langan tíma og ríkir því mikil gleði á meðal starfsmanna bæklunarskurðdeildar,“ segir í tilkynningu.
„Færanleg skyggnutæki eru nauðsynleg vinnutól í ýmsum sérgreinum,“ segir Björn Pétur Sigurðsson, sérfræðilæknir í bæklunaraðgerðum á höndum. Um er að ræða flókna hátæknivöru, en þróunin á henni hefur verið hröð undanfarin ár og sérhæfing hefur aukist.
Sjúkrahúsið fékk nýlega tæki til stórra aðgerða en vatnar tilfinnanlega tæki til að tryggja bestu niðurstöðuna hjá þeim sem brotna á höndum eða fótum.
„Slíkt tæki yrði sterkur burðarás fyrir sjúkrahúsið og myndi tvímælalaust stuðla að því, að áfram verði hægt að veita slösuðum meðferð í fremstu röð,“ segir Björn.
Hjólreiðakeppnin verður haldin í þriðja sinn dagana 24. – 27. júní. Hjólað verður með boðsveitaformi hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1.332 kílómetra á innan við 72 klukkustundum.
Samkvæmt tilkynningu er áætlað að um 400 manns muni taka þátt.
Aðstandendur WOW Cyclothon vonast því eftir að sem flest lið skrái sig í keppnina og að allir landsmenn láti þetta málefni sig varða og taki þátt í áheitasöfnunni á vefsíðu keppninnar, www.wowcyclothon.is. Þar er einnig hægt að sjá frekari upplýsingar um keppnina.
Í ár verður sú nýjung á að einn flokkur verður einstaklingsflokkur þar sem einn hjólreiðamaður hjólar alla 1.332 kílómetrana einn síns liðs og hefur til þess 84 klukkustundir.
Hjóla hringinn fyrir bæklunarskurðdeild Landspítalans
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið



Banaslys varð í Vík í Mýrdal
Innlent



Hvernig skiptast fylkingarnar?
Innlent



„Við gefumst ekki upp á ykkur“
Innlent
