NBA í nótt: Einu tapi frá versta árangri sögunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2014 09:09 San Antonio Spurs heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni en liðið vann í nótt sinn fjórtánda sigur í röð. San Antonio, sem er með bestan árangur allra liða í deildinni, vann Philadelphia, 113-91, sem tapaði þar með sínum 25. leik í röð. Ef Philadelphia tapar fyrir Houston á fimmtudaginn jafnar liðið NBA-met Cleveland Cavaliers fyrir lengstu taphrinuna. Philadelphia er þó ekki með versta árangur allra liða en Milwaukee hefur unnið fæstu leikina til þessa á tímabilinu.Austin Daye var með 22 stig fyrir San Antonio í nótt og Tim Duncan nítján. San Antonio gat þar að auki leyft sér að hvíla Tony Parker, Tiago Splitter og Danny Green. San Antonio er í efsta sæti vesturdeildarinnar með 54 sigra í 70 leikjum. Oklahoma City kemur svo næst með 52 sigra en liðið vann Denver í nótt, 117-96. Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Thunder.LA Clippers er svo í þriðja sætinu en liðið vann áðurnefnt Milwaukee, 106-98, í nótt. Blake Griffin var með 27 stig og fjórtán fráköst fyrir Clippers. Það dró svo til tíðinda í toppbaráttu austurdeildarinnar. Meistarar Miami Heat færðu sér tap Indiana gegn Chicago í nyt með því að vinna Portland, 93-91,LeBron James var með 32 stig, þar af sigurkörfuna þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir. Chris Bosh varði svo skot frá Damien Lillard á lokasekúndunum og tryggði þar með sigurinn endanlega. Bosh, sem var með fimmtán stig, hélt upp á 30 ára afmælið sitt í gær. Lillard var stigahæstur í liði Portland með nítján stig en nýtti aðeins þrjú af fimmtán skotum sínum í leiknum. Mo Williams var með sautján stig.Indiana tapaði fyrir Chicago, 89-77, þar sem Taj Gibson fór fyrir Bulls-mönnum með 23 stig. Chicago kom með sigrinum í veg fyrir að Indiana næði að tryggja sér sigurinn í sínum riðli. Indiana er þó enn í efsta sæti austurdeildarinnar, þremur sigurleikjum á undan Miami en þessi tvö lið eru með afgerandi forystu á önnur lið í deildinni. Toronto og Chicago koma svo næst.Memphis og Phoenix unnu svo mikilvæga sigra í sínum leikjum í nótt og eru í 7. og 8. sæti vesturdeildarinnar. Dallas fylgir þó fast á hæla þeirra og er útlit fyrir spennandi baráttu þeirra um síðustu sætin í úrslitakeppninni á lokaspretti tímabilsins.Úrslit næturinnar: Charlotte - Houston 89-100 Atlanta - Phoenix 95-102 Miami - Portland 93-91 Chicago - Indiana 89-77 Memphis - Minnesota 109-92 New Orleans - Brooklyn 109-104 Oklahoma City - Denver 117-96 San Antonio - Philadelphia 113-91 Utah - Detroit 94-114 LA Clippers - Milwaukee 106-98 NBA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
San Antonio Spurs heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni en liðið vann í nótt sinn fjórtánda sigur í röð. San Antonio, sem er með bestan árangur allra liða í deildinni, vann Philadelphia, 113-91, sem tapaði þar með sínum 25. leik í röð. Ef Philadelphia tapar fyrir Houston á fimmtudaginn jafnar liðið NBA-met Cleveland Cavaliers fyrir lengstu taphrinuna. Philadelphia er þó ekki með versta árangur allra liða en Milwaukee hefur unnið fæstu leikina til þessa á tímabilinu.Austin Daye var með 22 stig fyrir San Antonio í nótt og Tim Duncan nítján. San Antonio gat þar að auki leyft sér að hvíla Tony Parker, Tiago Splitter og Danny Green. San Antonio er í efsta sæti vesturdeildarinnar með 54 sigra í 70 leikjum. Oklahoma City kemur svo næst með 52 sigra en liðið vann Denver í nótt, 117-96. Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Thunder.LA Clippers er svo í þriðja sætinu en liðið vann áðurnefnt Milwaukee, 106-98, í nótt. Blake Griffin var með 27 stig og fjórtán fráköst fyrir Clippers. Það dró svo til tíðinda í toppbaráttu austurdeildarinnar. Meistarar Miami Heat færðu sér tap Indiana gegn Chicago í nyt með því að vinna Portland, 93-91,LeBron James var með 32 stig, þar af sigurkörfuna þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir. Chris Bosh varði svo skot frá Damien Lillard á lokasekúndunum og tryggði þar með sigurinn endanlega. Bosh, sem var með fimmtán stig, hélt upp á 30 ára afmælið sitt í gær. Lillard var stigahæstur í liði Portland með nítján stig en nýtti aðeins þrjú af fimmtán skotum sínum í leiknum. Mo Williams var með sautján stig.Indiana tapaði fyrir Chicago, 89-77, þar sem Taj Gibson fór fyrir Bulls-mönnum með 23 stig. Chicago kom með sigrinum í veg fyrir að Indiana næði að tryggja sér sigurinn í sínum riðli. Indiana er þó enn í efsta sæti austurdeildarinnar, þremur sigurleikjum á undan Miami en þessi tvö lið eru með afgerandi forystu á önnur lið í deildinni. Toronto og Chicago koma svo næst.Memphis og Phoenix unnu svo mikilvæga sigra í sínum leikjum í nótt og eru í 7. og 8. sæti vesturdeildarinnar. Dallas fylgir þó fast á hæla þeirra og er útlit fyrir spennandi baráttu þeirra um síðustu sætin í úrslitakeppninni á lokaspretti tímabilsins.Úrslit næturinnar: Charlotte - Houston 89-100 Atlanta - Phoenix 95-102 Miami - Portland 93-91 Chicago - Indiana 89-77 Memphis - Minnesota 109-92 New Orleans - Brooklyn 109-104 Oklahoma City - Denver 117-96 San Antonio - Philadelphia 113-91 Utah - Detroit 94-114 LA Clippers - Milwaukee 106-98
NBA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira