NBA í nótt: Cleveland stöðvaði New York Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2014 09:00 New York missti af upplögðu tækifæri til að styrkja stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.Cleveland vann New York á útivelli, 106-100, þar sem Jarret Jack skoraði 31 stig og var óstöðvandi undir lok leiksins. Að sama skapi gekk ekkert upp hjá Knicks-mönnum og þá sérstaklega Carmelo Anthony sem klikkaði á síðustu fimm skotum sínum í leiknum. Fyrr um kvöldið hafði Atlanta tapað fyrir Toronto og hefði því sigur fært New York enn nær sæti í úrslitakeppninni. En Atlanta, sem er í áttunda sæti austurdeildarinnar, er enn með tveggja sigurleikja forystu á Knicks. Toronto vann tíu stiga sigur á Atlanta, 96-86, þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum undir í fjórða leikhluta. Kyle Lowry skoraði 25 stig fyrir Toronto en þetta var annað tap Atlanta í röð eftir fimm sigurleiki í röð. Spennan er ekki síður mikil vestanmegin um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Phoenix er nú í mikilli baráttu við Memphis og Dallas um síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni eftir frábæra endurkomu gegn Minnesota í nótt. Phoenix vann, 127-120, en var mest 22 stigum undir í fyrri hálfleik. Kevin Love var með 36 stig og fjórtán fráköst fyrir Minnesota en Phoenix skaut frábærlega í síðari hálfleik og tryggði sér sigur á lokamínútunum eftir að staðan var jöfn, 118-118.Dallas tapaði hins vegar fyrir Brooklyn, 107-104, í framlengdum leik þar sem Joe Johnson var allt í öllu. Hann skoraði 22 stig fyrir Nets, tryggði liðinu framlengingu og setti niður þrist í lok framlengingarinnar sem fór langt með að tryggja sigurinn. Brooklyn er í góðri stöðu í fimmta sæti austurdeildarinnar en þjálfari liðsins er Jason Kidd, fyrrum leikmaður Dallas. Hann hélt upp á 41 árs afmæli sitt í gær.Úrslit næturinnar: Toronto - Atlanta 96-86 Minnesota - Phoenix 120-127 Denver - Washington 105-102 Sacramento - Milwaukee 124-107 Dallas - Brooklyn 104-107 New York - Cleveland 100-106 LA Lakers - Orlando 103-94 NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
New York missti af upplögðu tækifæri til að styrkja stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.Cleveland vann New York á útivelli, 106-100, þar sem Jarret Jack skoraði 31 stig og var óstöðvandi undir lok leiksins. Að sama skapi gekk ekkert upp hjá Knicks-mönnum og þá sérstaklega Carmelo Anthony sem klikkaði á síðustu fimm skotum sínum í leiknum. Fyrr um kvöldið hafði Atlanta tapað fyrir Toronto og hefði því sigur fært New York enn nær sæti í úrslitakeppninni. En Atlanta, sem er í áttunda sæti austurdeildarinnar, er enn með tveggja sigurleikja forystu á Knicks. Toronto vann tíu stiga sigur á Atlanta, 96-86, þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum undir í fjórða leikhluta. Kyle Lowry skoraði 25 stig fyrir Toronto en þetta var annað tap Atlanta í röð eftir fimm sigurleiki í röð. Spennan er ekki síður mikil vestanmegin um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Phoenix er nú í mikilli baráttu við Memphis og Dallas um síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni eftir frábæra endurkomu gegn Minnesota í nótt. Phoenix vann, 127-120, en var mest 22 stigum undir í fyrri hálfleik. Kevin Love var með 36 stig og fjórtán fráköst fyrir Minnesota en Phoenix skaut frábærlega í síðari hálfleik og tryggði sér sigur á lokamínútunum eftir að staðan var jöfn, 118-118.Dallas tapaði hins vegar fyrir Brooklyn, 107-104, í framlengdum leik þar sem Joe Johnson var allt í öllu. Hann skoraði 22 stig fyrir Nets, tryggði liðinu framlengingu og setti niður þrist í lok framlengingarinnar sem fór langt með að tryggja sigurinn. Brooklyn er í góðri stöðu í fimmta sæti austurdeildarinnar en þjálfari liðsins er Jason Kidd, fyrrum leikmaður Dallas. Hann hélt upp á 41 árs afmæli sitt í gær.Úrslit næturinnar: Toronto - Atlanta 96-86 Minnesota - Phoenix 120-127 Denver - Washington 105-102 Sacramento - Milwaukee 124-107 Dallas - Brooklyn 104-107 New York - Cleveland 100-106 LA Lakers - Orlando 103-94
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira