Engar innkallanir á Chevrolet Cruze á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2014 13:33 Chevrolet Cruze Einsog fram hefur komið hér á vísir.is hefur bandaríski bílaframleiðandinn General Motors kallað inn 2,6 milljón bíla vegna bilunar í kveikjulás. Eigendur Chevrolet á Íslandi þurfa þó ekki að örvænta því fram kemur í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Chevrolet á Íslandi, að þessi galli eigi ekki við um neina bíla sem eru seldir hér á landi. „Þetta eru aðallega bílar sem eru framleiddir og seldir í Bandaríkjunum, en bílarnir okkar eru framleiddir í Suður-Kóreu“, segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri bílasviðs hjá Bílabúð Benna. „Þetta snertir því ekki viðskiptavini okkar á nokkurn hátt.“ Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent
Einsog fram hefur komið hér á vísir.is hefur bandaríski bílaframleiðandinn General Motors kallað inn 2,6 milljón bíla vegna bilunar í kveikjulás. Eigendur Chevrolet á Íslandi þurfa þó ekki að örvænta því fram kemur í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Chevrolet á Íslandi, að þessi galli eigi ekki við um neina bíla sem eru seldir hér á landi. „Þetta eru aðallega bílar sem eru framleiddir og seldir í Bandaríkjunum, en bílarnir okkar eru framleiddir í Suður-Kóreu“, segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri bílasviðs hjá Bílabúð Benna. „Þetta snertir því ekki viðskiptavini okkar á nokkurn hátt.“
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent