Nýr Peugeot í Peking Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 10:15 Peugeot Exalt tilraunabíllinn. Margir bílaframleiðendur velja sér það þessa dagana að kynna nýja bíla sína í Kína. Það ætlar einmitt Peugeot að gera á bílasýningunni í Peking sem hefst síðar í þessum mánuði. Þessi flotti bíll frá Peugeot er fullvaxinn fjögurra dyra lúxusbíll með krafta í kögglum og tvinnbíll að auki. Hann hefur fengið nafnið Exalt og er 335 hestöfl. 266 þeirra koma frá hefðbundinni 1,6 lítra brunavél sem einnig er í Peugeot RCZ R bílnum, en restin kemur frá 50 kW rafmótor sem knýr afturhjólin. Aflið fer í gegnum 6 gíra beinskiptingu. Yfirbygging bílsins er úr ómáluðu stáli, en afturhluti bílsins er þakinn yfirborði sem Peugeot-menn kalla „hákarlaskinn“, hvort sem því ber að taka bókstaflega eða ekki. Af myndinni af bílnum að dæma virðist þarna kominn bíll sem kominn er af tilraunastiginu og tilbúinn til framleiðslu. Vonandi er það svo, þar sem hann er með fallegri bílum sem frá Peugeot hefur komið. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent
Margir bílaframleiðendur velja sér það þessa dagana að kynna nýja bíla sína í Kína. Það ætlar einmitt Peugeot að gera á bílasýningunni í Peking sem hefst síðar í þessum mánuði. Þessi flotti bíll frá Peugeot er fullvaxinn fjögurra dyra lúxusbíll með krafta í kögglum og tvinnbíll að auki. Hann hefur fengið nafnið Exalt og er 335 hestöfl. 266 þeirra koma frá hefðbundinni 1,6 lítra brunavél sem einnig er í Peugeot RCZ R bílnum, en restin kemur frá 50 kW rafmótor sem knýr afturhjólin. Aflið fer í gegnum 6 gíra beinskiptingu. Yfirbygging bílsins er úr ómáluðu stáli, en afturhluti bílsins er þakinn yfirborði sem Peugeot-menn kalla „hákarlaskinn“, hvort sem því ber að taka bókstaflega eða ekki. Af myndinni af bílnum að dæma virðist þarna kominn bíll sem kominn er af tilraunastiginu og tilbúinn til framleiðslu. Vonandi er það svo, þar sem hann er með fallegri bílum sem frá Peugeot hefur komið.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent