Range Rover Sport RS er 550 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2014 13:30 Við prófanir á Range Rover Sport RS. Það dugar ekki sumum að hafa 510 hestöfl í húddinu, en þannig má bæði fá Range Rover og minni bróður hans Range Rover Sport í dag. Því hefur Jaguar/Land Rover bætt um betur og sett 550 hestafla vél í Range Rover Sport, en það er sama vél og fæst nú í Jaguar XKR-S, Jaguar XFR-S og Jaguar F-Type R. Ekki er nóg að auka afl vélarinnar án þess að bæta bremsurnar og það hefur einmitt verið gert við þennan kraftaköggul, sem ætti að hafa hröðun á við vænsta sportbíl. Þessi vél þarf líka að anda meira en aðrir vélakostir í Range Rover Sport og því eru stærri loftinntök að framan og að aftan eru myndarleg fjögur pústop. Ekki er ljóst hvar Jaguar/Land Rover ætlar að kynna þennan bíl, en ekki er talið ólíklegt að það verði á bílasýningunni í New York sem hefst um miðjan apríl. Þó gæti hann fyrst sést á bílasýningunni í Peking í enda apríl, enda eru margir vænlegir kaupendur bílsins þar. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent
Það dugar ekki sumum að hafa 510 hestöfl í húddinu, en þannig má bæði fá Range Rover og minni bróður hans Range Rover Sport í dag. Því hefur Jaguar/Land Rover bætt um betur og sett 550 hestafla vél í Range Rover Sport, en það er sama vél og fæst nú í Jaguar XKR-S, Jaguar XFR-S og Jaguar F-Type R. Ekki er nóg að auka afl vélarinnar án þess að bæta bremsurnar og það hefur einmitt verið gert við þennan kraftaköggul, sem ætti að hafa hröðun á við vænsta sportbíl. Þessi vél þarf líka að anda meira en aðrir vélakostir í Range Rover Sport og því eru stærri loftinntök að framan og að aftan eru myndarleg fjögur pústop. Ekki er ljóst hvar Jaguar/Land Rover ætlar að kynna þennan bíl, en ekki er talið ólíklegt að það verði á bílasýningunni í New York sem hefst um miðjan apríl. Þó gæti hann fyrst sést á bílasýningunni í Peking í enda apríl, enda eru margir vænlegir kaupendur bílsins þar.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent