Volkswagen Golf R langbakur Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2014 12:45 Langbaksgerð Volkswagen Golf R. Volkswagen Golf bílar eru til í ótrúlega mörgum útfærslum og með meira úrvali véla en gengur og gerist með flestar bílgerðir. Kraftaútgáfur Golf eru nú þegar orðnar nokkrar, þ.e. GTI, GTD dísilbíll, GTE tvinnbíll og sá allra öflugasti Golf R, auk þess sem til eru blæjuútgáfur GTI og Golf R. Þar með er ekki öll sagan sögð því Volkswagen virðist einnig ætla að bjóða Golf R í langbaksútfærslu. Sést hefur til prófana á þannig bíl. Hann verður þá væntanlega með sömu 300 hestafla, 2,0 lítra vélinni með forþjöppu sem er í venjulegum Golf R. Hann ætti því að sameina sportbílaeiginleika með miklu notagildi. Er þá kominn bíll með ekki ósvipað DNA og Audi RS4, sem reyndar fæst aðeins í langbaksútfærslu, en þessi ætti bara að verða miklu ódýrari. Hekla, umboðsaðili Volkswagen á Íslandi hefur nú fengið fyrsta bílinn af hefðbundinni gerð Golf R og má nú berja hann augum í sýningarsal Heklu á Laugavegi. Er þar á ferð mikið augnayndi, en að sögn Heklumanna hafa 2 slíkir bílar selst nú þegar og því líklegt að fleiri séu á leiðinni. Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent
Volkswagen Golf bílar eru til í ótrúlega mörgum útfærslum og með meira úrvali véla en gengur og gerist með flestar bílgerðir. Kraftaútgáfur Golf eru nú þegar orðnar nokkrar, þ.e. GTI, GTD dísilbíll, GTE tvinnbíll og sá allra öflugasti Golf R, auk þess sem til eru blæjuútgáfur GTI og Golf R. Þar með er ekki öll sagan sögð því Volkswagen virðist einnig ætla að bjóða Golf R í langbaksútfærslu. Sést hefur til prófana á þannig bíl. Hann verður þá væntanlega með sömu 300 hestafla, 2,0 lítra vélinni með forþjöppu sem er í venjulegum Golf R. Hann ætti því að sameina sportbílaeiginleika með miklu notagildi. Er þá kominn bíll með ekki ósvipað DNA og Audi RS4, sem reyndar fæst aðeins í langbaksútfærslu, en þessi ætti bara að verða miklu ódýrari. Hekla, umboðsaðili Volkswagen á Íslandi hefur nú fengið fyrsta bílinn af hefðbundinni gerð Golf R og má nú berja hann augum í sýningarsal Heklu á Laugavegi. Er þar á ferð mikið augnayndi, en að sögn Heklumanna hafa 2 slíkir bílar selst nú þegar og því líklegt að fleiri séu á leiðinni.
Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent