Rafmagnsbílar spara 171 milljón lítra eldsneytis á ári í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2014 14:45 Tesla Model S fyrir utan höfuðstöðvar Tesla í Kaliforníu. Hreinræktaðum rafmagnsbílum og Plug-In-Hybrid bílum fer mjög fjölgandi vestanhafs eins og í öðrum heimshlutum. Þeir spara eigendum þeirra stórar upphæðir í eldsneytiskostnaði og reiknað hefur verið út að hann nemi 171 milljón lítra eldsneytis sem kostað hefði þá 11,3 milljarða króna. Það eru nú um 200.000 slíkir bílar á bandarískum vegum. Flestir þeirra eru í Kaliforníufylki og eru 46% Plug-In-Hybrid bíla Bandaríkjanna þar og hafa þeir sparað eigendum þeirra 4,5 milljónir dollara í eldsneytikostnaði. Nokkuð jöfn skipting er á milli hreinræktaðra rafmagnsbíla og Plug-In-Hybrid bíla, eða um 100.000 af hvorri gerð. Bílarnir Chevrolet Volt, Nissan Leaf og Tesla bílar telja um tvo þriðju af öllum þessum flota. Nissan Leaf bílar seldust helmingi meira í fyrra en árið áður en sala Tesla bíla áttfaldaðist milli ára. Þessi sparnaður eigenda rafmagnsbíla mun einungis fara vaxandi á næstu árum og minnka þörfina fyrir jarðefnaeldsneytisnotkun Bandaríkjamanna. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent
Hreinræktaðum rafmagnsbílum og Plug-In-Hybrid bílum fer mjög fjölgandi vestanhafs eins og í öðrum heimshlutum. Þeir spara eigendum þeirra stórar upphæðir í eldsneytiskostnaði og reiknað hefur verið út að hann nemi 171 milljón lítra eldsneytis sem kostað hefði þá 11,3 milljarða króna. Það eru nú um 200.000 slíkir bílar á bandarískum vegum. Flestir þeirra eru í Kaliforníufylki og eru 46% Plug-In-Hybrid bíla Bandaríkjanna þar og hafa þeir sparað eigendum þeirra 4,5 milljónir dollara í eldsneytikostnaði. Nokkuð jöfn skipting er á milli hreinræktaðra rafmagnsbíla og Plug-In-Hybrid bíla, eða um 100.000 af hvorri gerð. Bílarnir Chevrolet Volt, Nissan Leaf og Tesla bílar telja um tvo þriðju af öllum þessum flota. Nissan Leaf bílar seldust helmingi meira í fyrra en árið áður en sala Tesla bíla áttfaldaðist milli ára. Þessi sparnaður eigenda rafmagnsbíla mun einungis fara vaxandi á næstu árum og minnka þörfina fyrir jarðefnaeldsneytisnotkun Bandaríkjamanna.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent