Hibbert settur á bekkinn eftir níu mínútur: "Ég hef ekkert að segja" Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 12:45 Roy Hibbert skoraði ekki stig í gær. Vísir/EPA Yfirlýst markmið Indiana Pacers fyrir tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta var að vinna austrið til að vera með heimaleikjaréttinn í úrslitum austurdeildarinnar færi svo að liðið kæmist þangað. Það var á góðri leið með að ná markmiðum sínum lengi vel á tímabilinu en Indiana er nú búið að tapa sjö af síðustu tíu leikjum sínum og er búið að missa efsta sætið til meistara Miami Heat eins og greint var frá í morgun. Indiana-liðið hefur spilað hræðilega undanfarið og munar mikið um að stóri maðurinn undir körfunni, miðherjinn Roy Hibbert, hefur verið sérstaklega slakur og hreinlega ekki líkur sjálfum sér í síðustu leikjum. Þessi 218cm hávaxni leikmaður hefur spilað 30,2 mínútur að meðaltali í leik á tímabilinu sem er það mesta á hans ferli. Mínútufjöldinn hefur haft áhrif á frammistöðu hans en Hibbert er að skora færri stig, taka færri fráköst og gefa færri stoðsendingar en áður.Erfiðir dagar hjá Hibbert undanfarið.Vísir/EPABotninum var náð í tapi gegn arfaslöku liði Atlanta Hawks í nótt. Eftir níu mínútur án þess að skora stig, taka svo mikið sem eitt frákast eða gefa eina stoðsendingu fannst Frank Vogel, þjálfara Indiana, nóg komið og tók Hibbert af velli. Hann kom ekki meira við sögu. „Ég íhugaði fyrir leikinn að hvíla Hibbert því hann virðist bara algjörlega úr sér genginn. Hann er 218cm hár og hefur spilað hvern einasta leik á tímabilinu. Það er sjaldgæft. Fyrir mér lítur hann út fyrir að vera alveg búinn á því. Hann leggur sig allan fram en hann er alveg búinn,“ sagði Frank Vogel eftir leikinn. Sjálfur vildi Hibbert ekkert ræða málið við fréttamenn eftir leik. „Ég hef ekkert að segja,“ var það eina sem stóri maðurinn lét hafa eftir sér. Samherjar Hibberts reyndu að koma honum til varnar og sögðu ástæðuna fyrir því að hann var settur á bekkinn vera að Hibbert gat illa varist Paul Millsap og PeroAntic, leikmönnum Atlanta. „Þetta kom mér á óvart því þetta gerist aldrei,“ sagði Paul George, stórstjarna Indiana, eftir leikinn. „Hann passaði illa á móti Atlanta eins og það var að spila í leiknum. Það vildi bara skjóta fyrir utan þannig Roy, sem er frábær að verja körfuna, var að verjast of framarlega.“ Indiana er búið að vinna 53 leiki og tapa 25 á tímabilinu. Það er nú einum leik á eftir Miami í baráttunni um efsta sætið. Liðið á fjóra leiki eftir, þar af leik á móti Miami sem gæti verið úrslitaleikur um toppsætið. NBA Tengdar fréttir Durant komst fram úr Jordan í tapleik | Myndband Oklahoma City Thunder tapaði fyrir Phoenix og Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni eftir hörmulegt gengi að undanförnu. 7. apríl 2014 09:06 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Yfirlýst markmið Indiana Pacers fyrir tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta var að vinna austrið til að vera með heimaleikjaréttinn í úrslitum austurdeildarinnar færi svo að liðið kæmist þangað. Það var á góðri leið með að ná markmiðum sínum lengi vel á tímabilinu en Indiana er nú búið að tapa sjö af síðustu tíu leikjum sínum og er búið að missa efsta sætið til meistara Miami Heat eins og greint var frá í morgun. Indiana-liðið hefur spilað hræðilega undanfarið og munar mikið um að stóri maðurinn undir körfunni, miðherjinn Roy Hibbert, hefur verið sérstaklega slakur og hreinlega ekki líkur sjálfum sér í síðustu leikjum. Þessi 218cm hávaxni leikmaður hefur spilað 30,2 mínútur að meðaltali í leik á tímabilinu sem er það mesta á hans ferli. Mínútufjöldinn hefur haft áhrif á frammistöðu hans en Hibbert er að skora færri stig, taka færri fráköst og gefa færri stoðsendingar en áður.Erfiðir dagar hjá Hibbert undanfarið.Vísir/EPABotninum var náð í tapi gegn arfaslöku liði Atlanta Hawks í nótt. Eftir níu mínútur án þess að skora stig, taka svo mikið sem eitt frákast eða gefa eina stoðsendingu fannst Frank Vogel, þjálfara Indiana, nóg komið og tók Hibbert af velli. Hann kom ekki meira við sögu. „Ég íhugaði fyrir leikinn að hvíla Hibbert því hann virðist bara algjörlega úr sér genginn. Hann er 218cm hár og hefur spilað hvern einasta leik á tímabilinu. Það er sjaldgæft. Fyrir mér lítur hann út fyrir að vera alveg búinn á því. Hann leggur sig allan fram en hann er alveg búinn,“ sagði Frank Vogel eftir leikinn. Sjálfur vildi Hibbert ekkert ræða málið við fréttamenn eftir leik. „Ég hef ekkert að segja,“ var það eina sem stóri maðurinn lét hafa eftir sér. Samherjar Hibberts reyndu að koma honum til varnar og sögðu ástæðuna fyrir því að hann var settur á bekkinn vera að Hibbert gat illa varist Paul Millsap og PeroAntic, leikmönnum Atlanta. „Þetta kom mér á óvart því þetta gerist aldrei,“ sagði Paul George, stórstjarna Indiana, eftir leikinn. „Hann passaði illa á móti Atlanta eins og það var að spila í leiknum. Það vildi bara skjóta fyrir utan þannig Roy, sem er frábær að verja körfuna, var að verjast of framarlega.“ Indiana er búið að vinna 53 leiki og tapa 25 á tímabilinu. Það er nú einum leik á eftir Miami í baráttunni um efsta sætið. Liðið á fjóra leiki eftir, þar af leik á móti Miami sem gæti verið úrslitaleikur um toppsætið.
NBA Tengdar fréttir Durant komst fram úr Jordan í tapleik | Myndband Oklahoma City Thunder tapaði fyrir Phoenix og Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni eftir hörmulegt gengi að undanförnu. 7. apríl 2014 09:06 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Durant komst fram úr Jordan í tapleik | Myndband Oklahoma City Thunder tapaði fyrir Phoenix og Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni eftir hörmulegt gengi að undanförnu. 7. apríl 2014 09:06