Ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit Stefán Árni Pálsson skrifar 7. apríl 2014 10:40 visir/Getty/KJ Auðvelt ætti að reynast að hefja viðræður að nýju við Evrópusambandið, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka en þetta er mat viðmælenda í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við ESB sem birt var á vef stofnunarinnar í morgun. Það sé í raun ekkert sem reki á eftir Íslendingum að taka ákvarðanir um framhald viðræðnanna nú þegar samninganefndirnar hafi verið leystar upp og vinnu hafi verið hætt hjá báðum samningsaðilum. Hins vegar, ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit. Nýjar aðildarviðræður myndu krefjast þess að leita þyrfti aftur samþykkis allra aðildarríkjanna, kalla þyrfti saman nýja ríkjaráðstefnu og veita framkvæmdastjórninni nýtt samningsumboð. Síðan þyrfti að endurtaka öll fyrri skref viðræðuferlisins eins og segir í skýrslunni. Háttsettur embættismaður hjá stækkunardeild ESB benti skýrsluhöfundum á að fordæmi væri fyrir því að nýjar grundvallarreglur væru skrifaðar inn í aðildarsamning til að leysa erfið mál í aðildarviðræðum. Hann bendir einnig á að ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit. Hann bendir einnig á að vel væri mögulegt að sníða lausnir sem skiluðu því sem Ísland sæktist eftir ef þær færu ekki gegn grundvallarreglum ESB. Fram kemur í skýrslunni að mótun slíkra sérlausna taki aftur á móti tíma í samningaviðræðum. Af viðtölum skýrsluhöfunda að dæma var ESB þegar tilbúið að hefja viðræður í fimm af þeim sex köflum sem ekki höfðu verið opnaðir þegar hlé var gert á viðræðunum, þ.e.a.s. í eftirfarandi köflum: • í kafla 3 um staðfesturétt og þjónustufrelsi • í kafla 4 um frjálsa fjármagnsflutninga • í kafla 11 um landbúnað og dreifbýlisþróun • í kafla 12 um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði • í kafla 24 um dóms- og innanríkismál Af þessum fimm köflum var vilji hjá báðum aðilum til að hefja viðræður í fjórum þeirra á fyrri hluta árs 2013. ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Auðvelt ætti að reynast að hefja viðræður að nýju við Evrópusambandið, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka en þetta er mat viðmælenda í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við ESB sem birt var á vef stofnunarinnar í morgun. Það sé í raun ekkert sem reki á eftir Íslendingum að taka ákvarðanir um framhald viðræðnanna nú þegar samninganefndirnar hafi verið leystar upp og vinnu hafi verið hætt hjá báðum samningsaðilum. Hins vegar, ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit. Nýjar aðildarviðræður myndu krefjast þess að leita þyrfti aftur samþykkis allra aðildarríkjanna, kalla þyrfti saman nýja ríkjaráðstefnu og veita framkvæmdastjórninni nýtt samningsumboð. Síðan þyrfti að endurtaka öll fyrri skref viðræðuferlisins eins og segir í skýrslunni. Háttsettur embættismaður hjá stækkunardeild ESB benti skýrsluhöfundum á að fordæmi væri fyrir því að nýjar grundvallarreglur væru skrifaðar inn í aðildarsamning til að leysa erfið mál í aðildarviðræðum. Hann bendir einnig á að ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit. Hann bendir einnig á að vel væri mögulegt að sníða lausnir sem skiluðu því sem Ísland sæktist eftir ef þær færu ekki gegn grundvallarreglum ESB. Fram kemur í skýrslunni að mótun slíkra sérlausna taki aftur á móti tíma í samningaviðræðum. Af viðtölum skýrsluhöfunda að dæma var ESB þegar tilbúið að hefja viðræður í fimm af þeim sex köflum sem ekki höfðu verið opnaðir þegar hlé var gert á viðræðunum, þ.e.a.s. í eftirfarandi köflum: • í kafla 3 um staðfesturétt og þjónustufrelsi • í kafla 4 um frjálsa fjármagnsflutninga • í kafla 11 um landbúnað og dreifbýlisþróun • í kafla 12 um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði • í kafla 24 um dóms- og innanríkismál Af þessum fimm köflum var vilji hjá báðum aðilum til að hefja viðræður í fjórum þeirra á fyrri hluta árs 2013.
ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15
Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27
Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49
Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04