Mercedes Benz aldrei selt fleiri bíla á mánuði Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2014 15:00 Mercedes Benz E-Class Betterparts Í nýliðnum mars seldi Mercedes Benz fleiri bíla en fyrirtækið hefur nokkurntíma gert. Fjöldi seldra bíla í mars var 158.523 og á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur Mercedes Benz aldrei afhent fleiri bíla en nú, eða 15% fleiri en í fyrra. Mikil sala hefur verið í E-Class línunni, en einnig hefur góð sala í GLA-, CLA-, B- og A-Class bílum Mercedes Benz. Þessi mikla söluaukning kemur í kjölfar mjög góðs árs hjá Mercedes Benz í fyrra. Vöxtur Mercedes Benz er á öllum þeim mörkuðum sem bílar fyrirtækisins eru seldir. Þó ber söluaukningin í Kína hæst, sem var 34% og er það söluhæsti markaður fyrir bíla Mercedes Benz. Í Bandaríkjunum var 11% aukning og 8% í Evrópu, en aðeins varð 1% aukning í sölu í heimalandinu Þýskalandi. Salan hjá undirmerki Benz, Smart dalaði um 9% og seldust aðeins 9.555 bílar í þeim mánuði. Mercedes Benz hefur uppi áætlanir að fara fram úr bæði BMW og Audi í sölu bíla við enda þessa áratugar og ætlar í því augnamiði að kynna 30 nýjar bílgerðir fram til ársins 2020 og munu 12 þeirra ekki eiga neinn forvera. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent
Í nýliðnum mars seldi Mercedes Benz fleiri bíla en fyrirtækið hefur nokkurntíma gert. Fjöldi seldra bíla í mars var 158.523 og á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur Mercedes Benz aldrei afhent fleiri bíla en nú, eða 15% fleiri en í fyrra. Mikil sala hefur verið í E-Class línunni, en einnig hefur góð sala í GLA-, CLA-, B- og A-Class bílum Mercedes Benz. Þessi mikla söluaukning kemur í kjölfar mjög góðs árs hjá Mercedes Benz í fyrra. Vöxtur Mercedes Benz er á öllum þeim mörkuðum sem bílar fyrirtækisins eru seldir. Þó ber söluaukningin í Kína hæst, sem var 34% og er það söluhæsti markaður fyrir bíla Mercedes Benz. Í Bandaríkjunum var 11% aukning og 8% í Evrópu, en aðeins varð 1% aukning í sölu í heimalandinu Þýskalandi. Salan hjá undirmerki Benz, Smart dalaði um 9% og seldust aðeins 9.555 bílar í þeim mánuði. Mercedes Benz hefur uppi áætlanir að fara fram úr bæði BMW og Audi í sölu bíla við enda þessa áratugar og ætlar í því augnamiði að kynna 30 nýjar bílgerðir fram til ársins 2020 og munu 12 þeirra ekki eiga neinn forvera.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent