Óskar Bergsson dregur sig í hlé Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2014 16:05 Óskar Bergsson: "Réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.“ vísir/pjetur Í nýrri tilkynningu kemur fram að Óskar Bergsson mun ekki leiða Framsóknarmenn í komandi borgarstjórnarkosningum. Óskar Bergsson, leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík, var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann muni draga sig í hlé. Hann segir að fyrir liggi þrátt fyrir stefnumál sem eru alls góðs makleg eigi þau ekki hljómgrunn meðal almennings. Málstaðurinn nái ekki í gegn. „Sem oddviti framboðsins ber ég ábyrgð gengi flokksins í höfuðborginni og staðan sem við horfum á nú er grafalvarleg,“ segir Óskar: „Það er því mitt mat til þess að snúa taflinu við, þá sé réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.“Tilkynning Óskars í heild sinni:„Í dag eru tæpir tveir mánuðir til borgarstjórnarkosninga. Þótt kosningabaráttan hafi farið rólega af stað höfum við sett fjölmörg mál á dagsskrá sem við teljum eiga erindi við borgarbúa. Við höfum gagnrýnt núverandi borgarstjórn fyrir miklar gjaldskrárhækkanir, hallarekstur á borgarsjóði og óábyrgar framkvæmdir við Hofsvallagötu, Borgartún og víðar. Við höfum mótmælt áformum um að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni, að Sundabraut sé slegið á frest og að hætt sé við metnaðarfullt hverfi í Úlfarsárdal, þar sem er möguleiki á að úthluta lóðum á verði sem almenningur ræður við. Við höfum bent á að til stendur að byggja íbúðir í miðborginni sem gera ráð fyrir einu bílastæði fyrir hverjar fimm íbúðir sem þýðir að borgin er að bjóða upp á bílastæði í boði nágrannanna. Til að koma til móts við kröfuna um þéttingu byggðar höfum við bent á uppbyggingarreiti sem eru mun betur til þess fallnir að þétta byggð heldur en Vatnsmýrin. Við viljum sjá ný atvinnusvæði austar í borginni og færa þannig atvinnutækifæri nær fólkinu sem þar býr. Við höfum líst áhyggjum okkar vegna tilburða borgarstjórnar um að tala niður úthverfin sem hefur leitt af sér meiri mun á fasteignaverði innan Reykjavíkur en áður hefur sést. Við viljum að unglingar í borginni fá vinnu allt sumarið við fegrun og viðhald borgarlandsins. Við viljum að flugvöllurinn sem er lífæð höfuðborgar og landsbyggðar verði áfram í Vatnsmýrinni.Þrátt fyrir þessi stefnumál, sem ég tel að eigi hljómgrunn meðal almennings, hefur málstaður okkar ekki náð í gegn. Sem oddviti framboðsins ber ég ábyrgð gengi flokksins í höfuðborginni og staðan sem við horfum á nú er grafalvarleg. Bóndi sem ekki uppsker úr jarðvegi sínum hefur aðeins um tvo kosti að velja. Það er að bregða búi eða leita annarra leiða til njóta ávaxta erfiðis síns. Þar sem tæpir tveir mánuðir eru til kosninga er enn möguleiki á því að snúa vörn í sókn. Það er því mitt mat til þess að snúa taflinu við, þá sé réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Í mínum huga er það algjört forgangsmál að skipt verði um meirihluta í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og borgin nái aftur því forystuhlutverki sem hún hafði og á að hafa. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa lagt mér lið, fyrir stuðning og vináttu sem ég mun ekki gleyma.“ Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Í nýrri tilkynningu kemur fram að Óskar Bergsson mun ekki leiða Framsóknarmenn í komandi borgarstjórnarkosningum. Óskar Bergsson, leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík, var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann muni draga sig í hlé. Hann segir að fyrir liggi þrátt fyrir stefnumál sem eru alls góðs makleg eigi þau ekki hljómgrunn meðal almennings. Málstaðurinn nái ekki í gegn. „Sem oddviti framboðsins ber ég ábyrgð gengi flokksins í höfuðborginni og staðan sem við horfum á nú er grafalvarleg,“ segir Óskar: „Það er því mitt mat til þess að snúa taflinu við, þá sé réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.“Tilkynning Óskars í heild sinni:„Í dag eru tæpir tveir mánuðir til borgarstjórnarkosninga. Þótt kosningabaráttan hafi farið rólega af stað höfum við sett fjölmörg mál á dagsskrá sem við teljum eiga erindi við borgarbúa. Við höfum gagnrýnt núverandi borgarstjórn fyrir miklar gjaldskrárhækkanir, hallarekstur á borgarsjóði og óábyrgar framkvæmdir við Hofsvallagötu, Borgartún og víðar. Við höfum mótmælt áformum um að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni, að Sundabraut sé slegið á frest og að hætt sé við metnaðarfullt hverfi í Úlfarsárdal, þar sem er möguleiki á að úthluta lóðum á verði sem almenningur ræður við. Við höfum bent á að til stendur að byggja íbúðir í miðborginni sem gera ráð fyrir einu bílastæði fyrir hverjar fimm íbúðir sem þýðir að borgin er að bjóða upp á bílastæði í boði nágrannanna. Til að koma til móts við kröfuna um þéttingu byggðar höfum við bent á uppbyggingarreiti sem eru mun betur til þess fallnir að þétta byggð heldur en Vatnsmýrin. Við viljum sjá ný atvinnusvæði austar í borginni og færa þannig atvinnutækifæri nær fólkinu sem þar býr. Við höfum líst áhyggjum okkar vegna tilburða borgarstjórnar um að tala niður úthverfin sem hefur leitt af sér meiri mun á fasteignaverði innan Reykjavíkur en áður hefur sést. Við viljum að unglingar í borginni fá vinnu allt sumarið við fegrun og viðhald borgarlandsins. Við viljum að flugvöllurinn sem er lífæð höfuðborgar og landsbyggðar verði áfram í Vatnsmýrinni.Þrátt fyrir þessi stefnumál, sem ég tel að eigi hljómgrunn meðal almennings, hefur málstaður okkar ekki náð í gegn. Sem oddviti framboðsins ber ég ábyrgð gengi flokksins í höfuðborginni og staðan sem við horfum á nú er grafalvarleg. Bóndi sem ekki uppsker úr jarðvegi sínum hefur aðeins um tvo kosti að velja. Það er að bregða búi eða leita annarra leiða til njóta ávaxta erfiðis síns. Þar sem tæpir tveir mánuðir eru til kosninga er enn möguleiki á því að snúa vörn í sókn. Það er því mitt mat til þess að snúa taflinu við, þá sé réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Í mínum huga er það algjört forgangsmál að skipt verði um meirihluta í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og borgin nái aftur því forystuhlutverki sem hún hafði og á að hafa. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa lagt mér lið, fyrir stuðning og vináttu sem ég mun ekki gleyma.“
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira