Viðburðaríkur fyrsti apríl Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 2. apríl 2014 09:00 Sirkusbjörninn í sóttkví sinni. Vísir/Stefán Iðulega birta fyrirtæki, sambönd og stofnanir gabbfréttir á fyrsta apríl. Hér fyrir neðan er samantekt á helstu aprílgöbbum gærdagsins. Vísir.is og feministavefurinn Knúz.is birtu í sameiningu gabb sem fjallaði um að boðað hafi verið til leikfangabrennu í Hagkaupum Kringlunni í gær. Hafi markmiðið verið að útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað. Sirkus Íslands sagði á Vísi.is að á hringferð sinni um landið í sumar yrði með í för sirkusbjörn, sá fyrsti sinnar tegundar hérlendis. Björninn væri í sóttkví en gestir í Húsdýragarðinum gætu borið hann augum að endurgjaldslausu. Raftækjaverslunin Elko birti upplýsingar um nýjan tölvuleik sem ber nafnið Herjólfur Simulator 2014. Leikurinn snýst um að sjá um siglingar skipsins sem og fyrirtækið sjálft. Helstu þrautir og viðfangsefni eru meðal annars ónýtar hafnir, verkföll, óánægðir farþegar og uppreisnir skipverja. Vefsíða Ríkisútvarpsins kynnti skráningarsíðu þar sem hinn almenni Íslendingur getur sótt um að vera Eurovision-kynnir Íslendinga í ár. Starfið felur í sér að lesa upp stigagjöf Íslendinga til annarra landa í Eurovision-söngkeppninni. DV birti frétt þess efnis að Harry Styles, meðlimur poppsveitarinnar heimsfrægu One Direction væri staddur hérlendis. DV sagði Styles hafa greint frá því að hann væri „bara að slæpast“ á Íslandi á Twitter-síðu sinni. Gisti hann þá í lúxusþakíbúð Black Pearl við Tryggvagötu. Smartland Mörtu Maríu sagði frá því að Ágústa Johnson framkvæmdastjóri heilsumiðstöðvarinnar Hreyfingar hefði áhuga á því að opna fyrir nektar-yoga iðkun hérlendis. Elva Rut Guðlaugsdóttir yogakennari hafi verið nýkomin frá New York, en þar hafi hún kynnt sér þessa vinsælu stefnu. Mbl.is sagði frá því að fótknattleiksstjarnan David Beckham væri stödd á landinu. Væri Beckham hérlendis því hann hefði áhuga á að flytja út hamborgarastaðinn íslenska Hamborgarabúlluna til Kaliforníuríkis, eftir að hafa smakkað búlluborgara í London. Knattspyrnusamband Íslands birti frétt um að sérákvæði hefði verið samþykkt meðal stjórnar sambandsins. Ákvæðið hljóði svo að knattspyrnuleikir í Pepsi-deildum karla og kvenna og einnig 1. deildar karla megi ekki fara fram á náttúrulegu grasi í maímánuði 2014. Allir leikir verði því á gervigrasi. Er nemendur við Háskóla Íslands skráðu sig inn á Uglu, sérhannaðan innrivef Háskólans, blasti við þeim tilkynning þess efnis að í stað Uglu væri svokallað „Skólakerfi“ að taka við, en það hafi reynst vel í nokkrum grunnskólum á Jótlandi. CERN, vísindarannsóknarstofnun sem er best þekkt fyrir tilraunir sínar með feikilangan hringlaga kjarneindahraðal lýsti því yfir að í tilefni 60 ára afmælis stofnunarinnar ætti að skipta allri leturgerð heimasíðu þeirra út fyrir leturgerðina Comic Sans. Skessuhorn, fréttaveita vesturlands, sagði frá því á vefsíðu sinni að stökkbreyttur háhyrningur hefði sést við Grundarfjarðarhöfn. Hafi háhyrningurinn verið frábrugðinn öðrum hvað lit varðar, en hinir venjulegu hvítu og svörtu litir hafi víxlast. Skáksamband Íslands bauð skákmönnum að gefa félaginu Aurora-krónur í skiptum fyrir taflstig í næstu keppni. Jafngildi þá ein Aurora-króna einu taflstigi. Sé átakið til styrktar ungmennastarfs sambandsins. Plain Vanilla, fyrirtækið á bak við spurningaleikinn vinsæla QuizUp bætti við nýjum spurningaflokk í leikinn, svokallaðar þvæluspurningar. Spilari fékk þá ruglspurningar og valmöguleika um ruglsvör. Eurovision Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Iðulega birta fyrirtæki, sambönd og stofnanir gabbfréttir á fyrsta apríl. Hér fyrir neðan er samantekt á helstu aprílgöbbum gærdagsins. Vísir.is og feministavefurinn Knúz.is birtu í sameiningu gabb sem fjallaði um að boðað hafi verið til leikfangabrennu í Hagkaupum Kringlunni í gær. Hafi markmiðið verið að útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað. Sirkus Íslands sagði á Vísi.is að á hringferð sinni um landið í sumar yrði með í för sirkusbjörn, sá fyrsti sinnar tegundar hérlendis. Björninn væri í sóttkví en gestir í Húsdýragarðinum gætu borið hann augum að endurgjaldslausu. Raftækjaverslunin Elko birti upplýsingar um nýjan tölvuleik sem ber nafnið Herjólfur Simulator 2014. Leikurinn snýst um að sjá um siglingar skipsins sem og fyrirtækið sjálft. Helstu þrautir og viðfangsefni eru meðal annars ónýtar hafnir, verkföll, óánægðir farþegar og uppreisnir skipverja. Vefsíða Ríkisútvarpsins kynnti skráningarsíðu þar sem hinn almenni Íslendingur getur sótt um að vera Eurovision-kynnir Íslendinga í ár. Starfið felur í sér að lesa upp stigagjöf Íslendinga til annarra landa í Eurovision-söngkeppninni. DV birti frétt þess efnis að Harry Styles, meðlimur poppsveitarinnar heimsfrægu One Direction væri staddur hérlendis. DV sagði Styles hafa greint frá því að hann væri „bara að slæpast“ á Íslandi á Twitter-síðu sinni. Gisti hann þá í lúxusþakíbúð Black Pearl við Tryggvagötu. Smartland Mörtu Maríu sagði frá því að Ágústa Johnson framkvæmdastjóri heilsumiðstöðvarinnar Hreyfingar hefði áhuga á því að opna fyrir nektar-yoga iðkun hérlendis. Elva Rut Guðlaugsdóttir yogakennari hafi verið nýkomin frá New York, en þar hafi hún kynnt sér þessa vinsælu stefnu. Mbl.is sagði frá því að fótknattleiksstjarnan David Beckham væri stödd á landinu. Væri Beckham hérlendis því hann hefði áhuga á að flytja út hamborgarastaðinn íslenska Hamborgarabúlluna til Kaliforníuríkis, eftir að hafa smakkað búlluborgara í London. Knattspyrnusamband Íslands birti frétt um að sérákvæði hefði verið samþykkt meðal stjórnar sambandsins. Ákvæðið hljóði svo að knattspyrnuleikir í Pepsi-deildum karla og kvenna og einnig 1. deildar karla megi ekki fara fram á náttúrulegu grasi í maímánuði 2014. Allir leikir verði því á gervigrasi. Er nemendur við Háskóla Íslands skráðu sig inn á Uglu, sérhannaðan innrivef Háskólans, blasti við þeim tilkynning þess efnis að í stað Uglu væri svokallað „Skólakerfi“ að taka við, en það hafi reynst vel í nokkrum grunnskólum á Jótlandi. CERN, vísindarannsóknarstofnun sem er best þekkt fyrir tilraunir sínar með feikilangan hringlaga kjarneindahraðal lýsti því yfir að í tilefni 60 ára afmælis stofnunarinnar ætti að skipta allri leturgerð heimasíðu þeirra út fyrir leturgerðina Comic Sans. Skessuhorn, fréttaveita vesturlands, sagði frá því á vefsíðu sinni að stökkbreyttur háhyrningur hefði sést við Grundarfjarðarhöfn. Hafi háhyrningurinn verið frábrugðinn öðrum hvað lit varðar, en hinir venjulegu hvítu og svörtu litir hafi víxlast. Skáksamband Íslands bauð skákmönnum að gefa félaginu Aurora-krónur í skiptum fyrir taflstig í næstu keppni. Jafngildi þá ein Aurora-króna einu taflstigi. Sé átakið til styrktar ungmennastarfs sambandsins. Plain Vanilla, fyrirtækið á bak við spurningaleikinn vinsæla QuizUp bætti við nýjum spurningaflokk í leikinn, svokallaðar þvæluspurningar. Spilari fékk þá ruglspurningar og valmöguleika um ruglsvör.
Eurovision Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira