Tónlist

Tónleikaferðalagið heldur áfram í maí

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hljómsveitin Rolling Stones hefur gefið frá sér tilkynningu þess efnis að hún muni halda áfram tónleikaferðalagi sínu um heiminn í maí.

Rokksveitin stígur á svið í Osló, höfuðborg Noregs, þann 26. maí og mun spila á þrettán tónleikum í kjölfarið í Evrópu.

Bandið aflýsti sjö tónleikum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eftir að fatahönnuðurinn L'Wren Scott, kærasta söngvarans Mick Jagger, framdi sjálfsmorð þann 17. mars.


Tengdar fréttir

Rolling Stones á Hróarskeldu

Ein vinsælasta hljómveit allra tíma ætlar að skemmta fólki á Hróarskeldu-hátíðinni í sumar.

Rolling Stones fresta sjö tónleikum

Í tilkynningu segir að sveitin harmi það innilega að hluta tónleikaferðalagsins, 14 ON FIRE verðir frestað um óákveðinn tíma

Rolling Stones aflýsa tónleikum vegna andláts L'Wren Scott

Öldungarnir í Rolling Stones hafa ákveðið að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum í Perth í Ástralíu sem halda átti á miðvikudag. Ástæðan er andlát kærustu söngvarans Mick Jagger, L'Wren Scott, en hún fannst á heimili sínu í New York í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×