Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Hjörtur Hjartarson skrifar 19. apríl 2014 19:30 Þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna Ágústsson vel til þess fallinn að leiða lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sæti listans segist hins vegar betri kostur í oddvitasætið. Leit hefur staðið að nýjum oddvita síðan Óskar Bergsson vék úr sæti fyrir nokkrum vikum. Landbúnaðarráðherrann fyrrverandi, Guðni Ágústsson þykir líklegur kandídat þó fleiri hafi verið nefndir til sögunnar. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna góðan kost fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Ég held að það yrði mikill styrkur fyrir Framsóknarflokkinn ef Guðni Ágústsson gefur kost á sér. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á ýmsum málum og hann hefur mikla reynslu sem ég held að muni nýtast flokknum mjög vel“, segir Karl.Guðrún Bryndís KarlsdóttirGuðrún Bryndís Karlsdóttir skipar annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Forystumenn í flokknum hafa ekki komið að máli við hana um að leiða listann. Sjálf telur hún sig betri kost en Guðna. „Já, persónulega finnst mér það en síðan er það kjörstjórnin sem velur þann sem þeim þykir bestur. Ég hef raunverulega þekkingu á skipulagi borga og öllum þessum grunnstoðum borgarkerfisins. Það er því spurning hvort menn séu að sækjast eftir raunverulegri faglegri þekkingu á borgarmálum eða er verið að sækjast eftir pólitík í borgarmál,“ segir Guðrún Bryndís. Karl segir að Guðrún Bryndís sé mörgum kostum gædd og ekki ætti að útiloka þann möguleika að hún leiði listann í komandi kosningum. „Hún er mjög öflugur kostur fyrir flokkinn líka. Hún hefur mikla þekkingu á ýmsum málum, til að mynda á skipulagsmálum sem myndi nýtast flokknum mjög vel í borgarstjórn“, segir Karl. „En væri þá ekki eðlilegast að færa Guðrúnu upp og hafa þar með sterka konu í fyrsta sæti listans?“ „Ef þú ýtir listanum upp, mun það breyta einhverju varðandi fylgi flokksins? Ég er ekkert viss um það. Ef þú ætlar að fara hina leiðina, að stokka upp, þá geturðu það ekki nema vera með sterka kandídata í fyrstu sætið. Þannig að þetta er mjög erfið staða sem flokkurinn er í“, segir Karl. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna Ágústsson vel til þess fallinn að leiða lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sæti listans segist hins vegar betri kostur í oddvitasætið. Leit hefur staðið að nýjum oddvita síðan Óskar Bergsson vék úr sæti fyrir nokkrum vikum. Landbúnaðarráðherrann fyrrverandi, Guðni Ágústsson þykir líklegur kandídat þó fleiri hafi verið nefndir til sögunnar. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna góðan kost fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Ég held að það yrði mikill styrkur fyrir Framsóknarflokkinn ef Guðni Ágústsson gefur kost á sér. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á ýmsum málum og hann hefur mikla reynslu sem ég held að muni nýtast flokknum mjög vel“, segir Karl.Guðrún Bryndís KarlsdóttirGuðrún Bryndís Karlsdóttir skipar annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Forystumenn í flokknum hafa ekki komið að máli við hana um að leiða listann. Sjálf telur hún sig betri kost en Guðna. „Já, persónulega finnst mér það en síðan er það kjörstjórnin sem velur þann sem þeim þykir bestur. Ég hef raunverulega þekkingu á skipulagi borga og öllum þessum grunnstoðum borgarkerfisins. Það er því spurning hvort menn séu að sækjast eftir raunverulegri faglegri þekkingu á borgarmálum eða er verið að sækjast eftir pólitík í borgarmál,“ segir Guðrún Bryndís. Karl segir að Guðrún Bryndís sé mörgum kostum gædd og ekki ætti að útiloka þann möguleika að hún leiði listann í komandi kosningum. „Hún er mjög öflugur kostur fyrir flokkinn líka. Hún hefur mikla þekkingu á ýmsum málum, til að mynda á skipulagsmálum sem myndi nýtast flokknum mjög vel í borgarstjórn“, segir Karl. „En væri þá ekki eðlilegast að færa Guðrúnu upp og hafa þar með sterka konu í fyrsta sæti listans?“ „Ef þú ýtir listanum upp, mun það breyta einhverju varðandi fylgi flokksins? Ég er ekkert viss um það. Ef þú ætlar að fara hina leiðina, að stokka upp, þá geturðu það ekki nema vera með sterka kandídata í fyrstu sætið. Þannig að þetta er mjög erfið staða sem flokkurinn er í“, segir Karl.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira