Guðni útilokar ekki framboð í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2014 20:00 Þrýst er á Guðna Ágústsson fyrrverandi formann Framsóknarflokksins að setjast í oddvitasæti flokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.Óskar Bergsson tilkynnti fyrir rúmri viku að hann væri hættur við að leiða lista Framsóknarmanna í Reykjavík en flokkurinnn hefur mælast afar illa í könnunum undanfarna mánuði og samkvæmt þeim er hann ekki að ná inn borgarfulltrúa. Kjördæmissamband flokksins leitar að nýjum oddvita sem getur lyft flokknum í lágdeyðunni. Ekki hafa verið nefnd mörg nöfn í því sambandi en Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður flokksins og ráðherra hefur verið nefndur sem mögulegur oddviti flokksins í Reykjavík. Guðni er vinsæll í flokknum og býr í Reykjavík. Í samtali við fréttastofu kannast hann við það að til hans hafi margir leitað vegna þessa máls og hann hljóti því að hugsa málin. Hins vegar sé engin niðurstaða komin og hann vilji því ekkert segja um það á þessu stigi hvort hann stígi aftur inn á völl stjórnmálanna eftir að hafa setið á friðarstóli frá því hann hætti á Alþingi árið 2009. Þá kemur auðvitað til greina að hækka Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur sem skipar nú annað sætið upp í oddvitasætið.Magnús Scheving var nefndur hjá sumum heimildum fréttastofu, en maður sem stendur honum nærri taldi hins vegar afar ólíklegt að Magnús væri á leið í stjórnmál. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Þrýst er á Guðna Ágústsson fyrrverandi formann Framsóknarflokksins að setjast í oddvitasæti flokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.Óskar Bergsson tilkynnti fyrir rúmri viku að hann væri hættur við að leiða lista Framsóknarmanna í Reykjavík en flokkurinnn hefur mælast afar illa í könnunum undanfarna mánuði og samkvæmt þeim er hann ekki að ná inn borgarfulltrúa. Kjördæmissamband flokksins leitar að nýjum oddvita sem getur lyft flokknum í lágdeyðunni. Ekki hafa verið nefnd mörg nöfn í því sambandi en Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður flokksins og ráðherra hefur verið nefndur sem mögulegur oddviti flokksins í Reykjavík. Guðni er vinsæll í flokknum og býr í Reykjavík. Í samtali við fréttastofu kannast hann við það að til hans hafi margir leitað vegna þessa máls og hann hljóti því að hugsa málin. Hins vegar sé engin niðurstaða komin og hann vilji því ekkert segja um það á þessu stigi hvort hann stígi aftur inn á völl stjórnmálanna eftir að hafa setið á friðarstóli frá því hann hætti á Alþingi árið 2009. Þá kemur auðvitað til greina að hækka Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur sem skipar nú annað sætið upp í oddvitasætið.Magnús Scheving var nefndur hjá sumum heimildum fréttastofu, en maður sem stendur honum nærri taldi hins vegar afar ólíklegt að Magnús væri á leið í stjórnmál.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira