Næsti Discovery Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2014 09:30 Land Rover Discovery bíllinn sem sýndur verður á bílasýningunni í New York. Land Rover hefur undanfarinn mánuð strítt bílaáhugamönnum með takmörkuðum svipmyndum af hugmyndabíl næstu gerðar Land Rover Discovery. Nú er Land Rover hinsvegar búið að birta mynda af bílnum í öllu sínu veldi. Afar stutt er í að þessi bíll verði sýndur almenningi, þ.e. á bílasýningunni í New York sem opnar á morgun, 16. apríl. Land Rover ítrekar að þessi bíll sé enn aðeins hugmyndabíll, hann gefi engu að síður til kynna framtíðarútlit Discovery, en ennfremur gætu orðið til nokkrar gerðir af Discovery. Þessi nýi Discovery getur tekið allt að 7 manns í sæti og hann verður hlaðinn nýjustu tækni, svo sem lazer-aðalljósum og „gegnsæu húddi“ þar sem ökumaður sér veginn undir framenda bílsins með aðstoð myndavéla, svo fátt eitt sé nefnt. Afturhurð bílsins opnast að framanverðu og er slíkt hurðafyrirkomulag oft kallað "suicide doors". Hurðirnar eru án handfanga, en ólíklegt er að endanlegur framleiðslubíll verði þannig. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent
Land Rover hefur undanfarinn mánuð strítt bílaáhugamönnum með takmörkuðum svipmyndum af hugmyndabíl næstu gerðar Land Rover Discovery. Nú er Land Rover hinsvegar búið að birta mynda af bílnum í öllu sínu veldi. Afar stutt er í að þessi bíll verði sýndur almenningi, þ.e. á bílasýningunni í New York sem opnar á morgun, 16. apríl. Land Rover ítrekar að þessi bíll sé enn aðeins hugmyndabíll, hann gefi engu að síður til kynna framtíðarútlit Discovery, en ennfremur gætu orðið til nokkrar gerðir af Discovery. Þessi nýi Discovery getur tekið allt að 7 manns í sæti og hann verður hlaðinn nýjustu tækni, svo sem lazer-aðalljósum og „gegnsæu húddi“ þar sem ökumaður sér veginn undir framenda bílsins með aðstoð myndavéla, svo fátt eitt sé nefnt. Afturhurð bílsins opnast að framanverðu og er slíkt hurðafyrirkomulag oft kallað "suicide doors". Hurðirnar eru án handfanga, en ólíklegt er að endanlegur framleiðslubíll verði þannig.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent