Peugeot-Citroën mun fækka bílgerðum Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2014 15:29 Carlos Tavares forstjóri Peugeot-Citroën. Það er líklega ekki gott að tapa 1.125 milljörðum króna, en það hefur bílaframleiðandinn Peugeot-Citroën gert á síðastliðnum 2 árum. Því hefur fyrirtækið upplýst um viðreisnaráætlun sem felur meðal annars í sér fækkun bílgerða fyrirtæksins úr 45 í 26 fram til ársins 2020. Peugeot-Citroën hefur trú á því að bílar þeirra verði betri ef þeim fækkar þar sem allur fókus og þróunarkostnaður beinist að færri afurðum. Peugeot-Citroën ætlar að leggja mikla áherslu á Kínamarkað og Asíu almennt, en eins og kunnugt er keypti kínverski bílaframleiðandinn Dongfeng 7% í Peugeot-Citroën nýverið. Einnig verður herjað af meiri krafti en áður á Rússlandsmarkað og S-Ameríku. Í viðreisnaráætlun Peugeot-Citroën er gert ráð fyrir að taprekstri fyrirtækisins muni ljúka árið 2016. Vonandi gengur það eftir en viðbrögð markaðarins, bæði við uppgjöri Peugeot-Citroën og viðreisnaráætluninni, voru þau að hlutabréf í Peugeot-Citroën lækkuðu um 4,5%. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent
Það er líklega ekki gott að tapa 1.125 milljörðum króna, en það hefur bílaframleiðandinn Peugeot-Citroën gert á síðastliðnum 2 árum. Því hefur fyrirtækið upplýst um viðreisnaráætlun sem felur meðal annars í sér fækkun bílgerða fyrirtæksins úr 45 í 26 fram til ársins 2020. Peugeot-Citroën hefur trú á því að bílar þeirra verði betri ef þeim fækkar þar sem allur fókus og þróunarkostnaður beinist að færri afurðum. Peugeot-Citroën ætlar að leggja mikla áherslu á Kínamarkað og Asíu almennt, en eins og kunnugt er keypti kínverski bílaframleiðandinn Dongfeng 7% í Peugeot-Citroën nýverið. Einnig verður herjað af meiri krafti en áður á Rússlandsmarkað og S-Ameríku. Í viðreisnaráætlun Peugeot-Citroën er gert ráð fyrir að taprekstri fyrirtækisins muni ljúka árið 2016. Vonandi gengur það eftir en viðbrögð markaðarins, bæði við uppgjöri Peugeot-Citroën og viðreisnaráætluninni, voru þau að hlutabréf í Peugeot-Citroën lækkuðu um 4,5%.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent