BMW X5 sem tvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2014 10:00 BMW X5 eDrive. Jeppar eru jafnan þyngri en aðrir bílar og því nokkuð eyðslufrekir. Því hlýtur það að teljast skiljanleg ráðstöfun bílaframleiðenda að útbúa þá, eins og svo margan bílinn nú til dags, með rafmagnsmótorum til aðstoðar hefðbundinni brunavél, svo ná megi niður eyðslu þeirra. Það er einmitt það sem BMW ætlar að gera með X5 jeppa sinn og bjóða hann sem tvinnbíl. Hann mun fá heitið BMW X5 eDrive og eigendur bílsins geta hlaðið á rafgeymi bílsins heima hjá sér. Þessi útgáfa bílsins verður með 2,0 lítra forþjöppudrifna bensínsvél sem er 245 hestöfl og rafmagnsmótorar bæta við 95 hestöflum og því verður hann alls 340 hestöfl. Hægt verður að aka jeppanum fyrstu 30 kílómetrana á rafmagninu einu saman og upp að 120 kílómetra hraða, en ef farið er upp fyrir það kemur bensínvélin til aðstoðar. Uppgefin eyðsla bílsins er litlir 3,8 lítrar á hverja hundrað kílómetra, en það er eyðslutala sem ekki er algengt að sjá meðal jeppa. Þessi nýja útgáfa X5 jeppans, sem kynnt verður á bílasýningunni í New York sem hefst seinna í mánuðinum, er með þessum búnaði sneggri en 2,5 lítra dísilútgáfa bílsins og næstum jafnoki 3,0 lítra dísilútgáfunnar. Hann er aðeins 7 sekúndur sléttar að henda jeppanum stóra á 100 kílómetra hraða. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent
Jeppar eru jafnan þyngri en aðrir bílar og því nokkuð eyðslufrekir. Því hlýtur það að teljast skiljanleg ráðstöfun bílaframleiðenda að útbúa þá, eins og svo margan bílinn nú til dags, með rafmagnsmótorum til aðstoðar hefðbundinni brunavél, svo ná megi niður eyðslu þeirra. Það er einmitt það sem BMW ætlar að gera með X5 jeppa sinn og bjóða hann sem tvinnbíl. Hann mun fá heitið BMW X5 eDrive og eigendur bílsins geta hlaðið á rafgeymi bílsins heima hjá sér. Þessi útgáfa bílsins verður með 2,0 lítra forþjöppudrifna bensínsvél sem er 245 hestöfl og rafmagnsmótorar bæta við 95 hestöflum og því verður hann alls 340 hestöfl. Hægt verður að aka jeppanum fyrstu 30 kílómetrana á rafmagninu einu saman og upp að 120 kílómetra hraða, en ef farið er upp fyrir það kemur bensínvélin til aðstoðar. Uppgefin eyðsla bílsins er litlir 3,8 lítrar á hverja hundrað kílómetra, en það er eyðslutala sem ekki er algengt að sjá meðal jeppa. Þessi nýja útgáfa X5 jeppans, sem kynnt verður á bílasýningunni í New York sem hefst seinna í mánuðinum, er með þessum búnaði sneggri en 2,5 lítra dísilútgáfa bílsins og næstum jafnoki 3,0 lítra dísilútgáfunnar. Hann er aðeins 7 sekúndur sléttar að henda jeppanum stóra á 100 kílómetra hraða.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent