Jónsi Birgisson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar, mættu á frumsýningu seríunnar í Lincoln Center í New York um miðjan mars eins og Fréttablaðið sagði frá. Eftir frumsýninguna röbbuðu þeir við George R.R. Martin, höfund bókanna sem sjónvarpsþættirnir eru byggðir á.
Þremenningarnir fóru til Króatíu á síðasta ári vegna gerð þáttanna en höfundur Game of Thrones, David Benioff og Dan Weiss, eru miklir aðdáendur Sigur Rósar.