Hnefaleikaáhugamenn hafa ekki gleymt hneykslinu er Timothy Bradley var dæmdur sigur á Manny Pacquiao fyrir tveim árum síðan. Það þarf að leita lengi til að finna einhvern sem var sammála þeim úrskurði.
Bradley náði ekki beint að njóta sigursins því hann var áreittur á ýmsan hátt. Það hafði mjög slæm áhrif á sálarástand hans.
"Ég íhugaði sjálfsvíg. Ég vildi ekki berjast aftur og hreinlega vildi ekki lifa lengur," sagði Bradley en hann berst aftur við Pacquiao á morgun. Hinn þrítugi Bradley hefur aldrei tapað í 32 bardögum.
Hann fékk líflátshótanir í pósti, á netinu og svo var ráðist að honum út á götu.
"Ég áttaði mig fljótlega á því hvað það væri sem skipti máli í lifinu. Þetta truflar mig ekki lengur. Ég veit hver ég er. Ég er frábær hnefaleikmaður."
Ég íhugaði sjálfsvíg

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti



Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



Sjáðu þrennu Karólínu Leu
Fótbolti