Bílum rigndi af himnum ofan Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2014 17:15 Fellibylirnir sem gengu yfir suður- og miðvesturríki Bandaríkjanna skildu eftir sig slóð eyðileggingar og nú er orðið ljóst að minnsta kosti 28 manns týndu lífi í þeim. Byljirnir eirðu fáu og hús og bílar tókust í loft upp og dreifðust yfir stórt svæði. Í þessu myndskeiði frá Louisville í Kentucky má sjá þar sem húshlutar í tætlum hreinlega snjóa af himnum ofan og sundurkramdir bílar liggja á víðavangi. Ljóst má vera af útliti þeirra að þeir hafa flogið hátt og endað margir hverjir sem hálfgerðar pönnukökur. Á litlu svæði sjást 11 bílar afar illa útleiknir og forvitnilegt væri að vita hvað þeir ferðuðustu langt áður en þeim rigndi þarna niður. Dæmi eru reyndar um að fellibyljir hafi þeytt 18 hjóla trukkum í loft upp, svo þessir bílar hafa verið eins og leikfangabílar í höndum þeirra. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent
Fellibylirnir sem gengu yfir suður- og miðvesturríki Bandaríkjanna skildu eftir sig slóð eyðileggingar og nú er orðið ljóst að minnsta kosti 28 manns týndu lífi í þeim. Byljirnir eirðu fáu og hús og bílar tókust í loft upp og dreifðust yfir stórt svæði. Í þessu myndskeiði frá Louisville í Kentucky má sjá þar sem húshlutar í tætlum hreinlega snjóa af himnum ofan og sundurkramdir bílar liggja á víðavangi. Ljóst má vera af útliti þeirra að þeir hafa flogið hátt og endað margir hverjir sem hálfgerðar pönnukökur. Á litlu svæði sjást 11 bílar afar illa útleiknir og forvitnilegt væri að vita hvað þeir ferðuðustu langt áður en þeim rigndi þarna niður. Dæmi eru reyndar um að fellibyljir hafi þeytt 18 hjóla trukkum í loft upp, svo þessir bílar hafa verið eins og leikfangabílar í höndum þeirra.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent