„Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. apríl 2014 11:28 "Ég tek mig geta sinnt því vel og verkefni sem ég tek að mér ég hef metnað til að leysa þau vel,“ segir Guðrún Bryndís. „Mín staða er auðvitað í lausu lofti og örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs sem stillir upp listanum,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem er í öðru sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, í viðtali í morgunþætti Bylgjunnar Í bítið. Yfirleitt sé það þannig að sá sem er í öðru sæti færist upp þegar sá sem er í fyrsta sæti víkur af lista. „Ég hef talað um það allan tímann að ég skorast ekki undan ábyrgð,“ segir Guðrún Bryndís. Í byrjun apríl tilkynnti Óskar Bergsson að hann hygðist ekki leiða Framsóknarmenn í komandi kosningum. Í kjölfarið var skorað á Guðna Ágústsson, fyrrum ráðherra flokksins á Alþingi, að taka að sér að leiða listann. Í yfirlýsingu frá Guðna í gær sagðist hann hins vegar hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða listann. Það sagðist hann gera að „vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína.Hefur bæði reynslu og menntun í leiðtogahlutverkið Guðrún Bryndís segist bera fulla virðingu fyrir þeirri ákvörðun sem að flokkurinn tekur um hverja þeir vilji bjóða kjósendum upp á. Hún er með meistaragráðu í umhverfis- og byggingafræði. Guðrún var sett í annað sætið á sínum tíma af uppstillinganefndinni sem ákveðið mótvægi við Óskar að sögn Guðrúnar. Þar hafi átt að mætast ákveðin þekking á borgarmálum annars vegar og hinsvegar mikil reynsla af borgarmálum. „En þegar hann fór þá breyttist þetta allt,“ segir hún. Hennar sérsvið er sjúkrahússkipulag og fyrir það sérsvið hóf hún fyrst að starfa á vegum Framsóknarflokksins. „Ég var beðin um að hjálpa og hafa áhrif á mótun stefnu framsóknar i heilbrigðismálum og ég hlýddi því kalli,“ segir Guðrún Bryndís. „Ég tek mig geta sinnt því vel og verkefni sem ég tek að mér ég hef metnað til að leysa þau vel,“ segir Guðrún Bryndís, um það hvort hún hafi áhuga og vilja til þess að leitt flokkinn. „Ég hef bæði reynslu og menntun í að taka þetta hlutverk.“ Uppstillinganefndin hefur engu svarað um hvort hún fái að taka sætið. „Ég er að gera þetta í fyrsta skipti, þannig að ég veit ekki hvernig stjórnmál virka,“ segir hún. „Það getur vel verið að það sé verið að sýna mér tillitsemi með því að vera ekki að blanda mér í þessa ólgu sem virðist vera og það er bara virðingavert.“ Ákvörðun Guðna kom á óvart Guðrún Bryndís segir það hafa komið sér mjög á óvart að Guðni skyldi ekki taka slaginn. „En það þarf mikið hugrekki til að taka svona ákvörðun og ég ber virðingu fyrir því. Hann er mjög öflugur stjórnmálamaður þannig að hann hefur tekið ákvörðun sem byggir á hans reynslu,“ segir hún. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Mín staða er auðvitað í lausu lofti og örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs sem stillir upp listanum,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem er í öðru sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, í viðtali í morgunþætti Bylgjunnar Í bítið. Yfirleitt sé það þannig að sá sem er í öðru sæti færist upp þegar sá sem er í fyrsta sæti víkur af lista. „Ég hef talað um það allan tímann að ég skorast ekki undan ábyrgð,“ segir Guðrún Bryndís. Í byrjun apríl tilkynnti Óskar Bergsson að hann hygðist ekki leiða Framsóknarmenn í komandi kosningum. Í kjölfarið var skorað á Guðna Ágústsson, fyrrum ráðherra flokksins á Alþingi, að taka að sér að leiða listann. Í yfirlýsingu frá Guðna í gær sagðist hann hins vegar hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða listann. Það sagðist hann gera að „vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína.Hefur bæði reynslu og menntun í leiðtogahlutverkið Guðrún Bryndís segist bera fulla virðingu fyrir þeirri ákvörðun sem að flokkurinn tekur um hverja þeir vilji bjóða kjósendum upp á. Hún er með meistaragráðu í umhverfis- og byggingafræði. Guðrún var sett í annað sætið á sínum tíma af uppstillinganefndinni sem ákveðið mótvægi við Óskar að sögn Guðrúnar. Þar hafi átt að mætast ákveðin þekking á borgarmálum annars vegar og hinsvegar mikil reynsla af borgarmálum. „En þegar hann fór þá breyttist þetta allt,“ segir hún. Hennar sérsvið er sjúkrahússkipulag og fyrir það sérsvið hóf hún fyrst að starfa á vegum Framsóknarflokksins. „Ég var beðin um að hjálpa og hafa áhrif á mótun stefnu framsóknar i heilbrigðismálum og ég hlýddi því kalli,“ segir Guðrún Bryndís. „Ég tek mig geta sinnt því vel og verkefni sem ég tek að mér ég hef metnað til að leysa þau vel,“ segir Guðrún Bryndís, um það hvort hún hafi áhuga og vilja til þess að leitt flokkinn. „Ég hef bæði reynslu og menntun í að taka þetta hlutverk.“ Uppstillinganefndin hefur engu svarað um hvort hún fái að taka sætið. „Ég er að gera þetta í fyrsta skipti, þannig að ég veit ekki hvernig stjórnmál virka,“ segir hún. „Það getur vel verið að það sé verið að sýna mér tillitsemi með því að vera ekki að blanda mér í þessa ólgu sem virðist vera og það er bara virðingavert.“ Ákvörðun Guðna kom á óvart Guðrún Bryndís segir það hafa komið sér mjög á óvart að Guðni skyldi ekki taka slaginn. „En það þarf mikið hugrekki til að taka svona ákvörðun og ég ber virðingu fyrir því. Hann er mjög öflugur stjórnmálamaður þannig að hann hefur tekið ákvörðun sem byggir á hans reynslu,“ segir hún.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira