„Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. apríl 2014 11:28 "Ég tek mig geta sinnt því vel og verkefni sem ég tek að mér ég hef metnað til að leysa þau vel,“ segir Guðrún Bryndís. „Mín staða er auðvitað í lausu lofti og örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs sem stillir upp listanum,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem er í öðru sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, í viðtali í morgunþætti Bylgjunnar Í bítið. Yfirleitt sé það þannig að sá sem er í öðru sæti færist upp þegar sá sem er í fyrsta sæti víkur af lista. „Ég hef talað um það allan tímann að ég skorast ekki undan ábyrgð,“ segir Guðrún Bryndís. Í byrjun apríl tilkynnti Óskar Bergsson að hann hygðist ekki leiða Framsóknarmenn í komandi kosningum. Í kjölfarið var skorað á Guðna Ágústsson, fyrrum ráðherra flokksins á Alþingi, að taka að sér að leiða listann. Í yfirlýsingu frá Guðna í gær sagðist hann hins vegar hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða listann. Það sagðist hann gera að „vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína.Hefur bæði reynslu og menntun í leiðtogahlutverkið Guðrún Bryndís segist bera fulla virðingu fyrir þeirri ákvörðun sem að flokkurinn tekur um hverja þeir vilji bjóða kjósendum upp á. Hún er með meistaragráðu í umhverfis- og byggingafræði. Guðrún var sett í annað sætið á sínum tíma af uppstillinganefndinni sem ákveðið mótvægi við Óskar að sögn Guðrúnar. Þar hafi átt að mætast ákveðin þekking á borgarmálum annars vegar og hinsvegar mikil reynsla af borgarmálum. „En þegar hann fór þá breyttist þetta allt,“ segir hún. Hennar sérsvið er sjúkrahússkipulag og fyrir það sérsvið hóf hún fyrst að starfa á vegum Framsóknarflokksins. „Ég var beðin um að hjálpa og hafa áhrif á mótun stefnu framsóknar i heilbrigðismálum og ég hlýddi því kalli,“ segir Guðrún Bryndís. „Ég tek mig geta sinnt því vel og verkefni sem ég tek að mér ég hef metnað til að leysa þau vel,“ segir Guðrún Bryndís, um það hvort hún hafi áhuga og vilja til þess að leitt flokkinn. „Ég hef bæði reynslu og menntun í að taka þetta hlutverk.“ Uppstillinganefndin hefur engu svarað um hvort hún fái að taka sætið. „Ég er að gera þetta í fyrsta skipti, þannig að ég veit ekki hvernig stjórnmál virka,“ segir hún. „Það getur vel verið að það sé verið að sýna mér tillitsemi með því að vera ekki að blanda mér í þessa ólgu sem virðist vera og það er bara virðingavert.“ Ákvörðun Guðna kom á óvart Guðrún Bryndís segir það hafa komið sér mjög á óvart að Guðni skyldi ekki taka slaginn. „En það þarf mikið hugrekki til að taka svona ákvörðun og ég ber virðingu fyrir því. Hann er mjög öflugur stjórnmálamaður þannig að hann hefur tekið ákvörðun sem byggir á hans reynslu,“ segir hún. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
„Mín staða er auðvitað í lausu lofti og örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs sem stillir upp listanum,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem er í öðru sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, í viðtali í morgunþætti Bylgjunnar Í bítið. Yfirleitt sé það þannig að sá sem er í öðru sæti færist upp þegar sá sem er í fyrsta sæti víkur af lista. „Ég hef talað um það allan tímann að ég skorast ekki undan ábyrgð,“ segir Guðrún Bryndís. Í byrjun apríl tilkynnti Óskar Bergsson að hann hygðist ekki leiða Framsóknarmenn í komandi kosningum. Í kjölfarið var skorað á Guðna Ágústsson, fyrrum ráðherra flokksins á Alþingi, að taka að sér að leiða listann. Í yfirlýsingu frá Guðna í gær sagðist hann hins vegar hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða listann. Það sagðist hann gera að „vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína.Hefur bæði reynslu og menntun í leiðtogahlutverkið Guðrún Bryndís segist bera fulla virðingu fyrir þeirri ákvörðun sem að flokkurinn tekur um hverja þeir vilji bjóða kjósendum upp á. Hún er með meistaragráðu í umhverfis- og byggingafræði. Guðrún var sett í annað sætið á sínum tíma af uppstillinganefndinni sem ákveðið mótvægi við Óskar að sögn Guðrúnar. Þar hafi átt að mætast ákveðin þekking á borgarmálum annars vegar og hinsvegar mikil reynsla af borgarmálum. „En þegar hann fór þá breyttist þetta allt,“ segir hún. Hennar sérsvið er sjúkrahússkipulag og fyrir það sérsvið hóf hún fyrst að starfa á vegum Framsóknarflokksins. „Ég var beðin um að hjálpa og hafa áhrif á mótun stefnu framsóknar i heilbrigðismálum og ég hlýddi því kalli,“ segir Guðrún Bryndís. „Ég tek mig geta sinnt því vel og verkefni sem ég tek að mér ég hef metnað til að leysa þau vel,“ segir Guðrún Bryndís, um það hvort hún hafi áhuga og vilja til þess að leitt flokkinn. „Ég hef bæði reynslu og menntun í að taka þetta hlutverk.“ Uppstillinganefndin hefur engu svarað um hvort hún fái að taka sætið. „Ég er að gera þetta í fyrsta skipti, þannig að ég veit ekki hvernig stjórnmál virka,“ segir hún. „Það getur vel verið að það sé verið að sýna mér tillitsemi með því að vera ekki að blanda mér í þessa ólgu sem virðist vera og það er bara virðingavert.“ Ákvörðun Guðna kom á óvart Guðrún Bryndís segir það hafa komið sér mjög á óvart að Guðni skyldi ekki taka slaginn. „En það þarf mikið hugrekki til að taka svona ákvörðun og ég ber virðingu fyrir því. Hann er mjög öflugur stjórnmálamaður þannig að hann hefur tekið ákvörðun sem byggir á hans reynslu,“ segir hún.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira