„Ég var ófermd og bara krakki“ - Myndirnar enn í drefingu á netinu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 23. apríl 2014 16:00 Rétt nýorðin þrettán ára gömul, haustið 2005, tók ung stúlka, Tinna Ingólfsdóttir, af sér nektarmyndir og sendi til manna sem hún taldi vini sína á internetinu. „Ég var ófermd og bara krakki,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Tinna er 21 árs í dag og stundar nám við Háskóla Íslands í bókmenntafræði. Hún skrifaði pistil á vefsíðuna Freyjur í dag sem hefur vakið talsverða athygli í netheimum. Þar segir hún frá reynslu sinni í kjölfar þess að hafa sem ung stúlka sent nektarmyndir af sér sem síðan hafa verið í dreifingu á netinu. Hún hafði verið vöruð við því að senda slíkar myndir af sér. „Ég vissi alveg að ég ætti ekki að senda strákum á internetinu nektarmyndir af mér,“ segir Tinna. En á þessum tíma hafi hún viljað gera hvað sem er fyrir jákvæða athygli. Hún var lögð í einelti í skólanum. Fyrir myndirnar hafi hún fengið hrós og fengið að heyra að hún væri æðisleg og frábær. Hún hafi aldrei áður fengið slík hrós frá jafnöldrum sínum. Myndirnar taldi hún sig vera að senda til vina sinna á sínum aldri. „Ég trúði því svo blindandi að þessir strákar, sem í ljós kom að voru ekki alltaf strákar, heldur líka fullorðnir menn, væru vinir mínir, að ég meira að segja hjálpaði einum þeirra að læra fyrir stærðfræðipróf oftar en einu sinni,“ skrifar hún.Ætlaði að fleygja sér í sjóinn Hún fór beint úr 9. bekk grunnskólans í Menntaskólann á Akureyri. Hún segir það hafa verið mikinn létti fyrir sig að losna úr grunnskólanum og undan eineltinu. Á svipuðum tíma kynntist hún strák sem hún var með í tvö ár. Á þessum tíma komust sumar þeirra mynda sem Tinna hafði sent í dreifingu á netinu. Það segir Tinna að hafi verið henni mjög erfitt. Kærastinn hennar hafi þó stutt hana og haldið með henni og hann er enn þann dag í dag góður vinur hennar. Viðbrögð skólafélaganna voru oft leiðinleg. „Ég fékk að heyra athugsemdir eins og „gaman að sjá þig í fötum!” nánast daglega, þó auðvitað hafi flestir séð sér sóma í því að vera ekki að nudda mér upp úr þessu,“ skrifar Tinna. Hún var á þessum tíma dauðhrædd um að foreldrar hennar kæmust að þessu og sú varð raunin þegar einhver sendi þeim útprentaðar myndir í umslagi sumarið 2008. Þá var Tinna 16 ára gömul. „Mamma mín tók þessar myndir upp úr umslaginu og sýndi mér. Ég hljóp bara beint út og ætlaði fleygja mér í sjóinn. En pabbi hljóp á eftir mér og náði mér,“ segir Tinna. „Þau voru auðvitað mjög leið yfir þessu,“ segir Tinna og segir foreldra sína að sjálfsögðu hafa stutt hana.Ráðleggur öðrum krökkum í sömu stöðu að tala við foreldra sína „Við aðra krakka sem hafa lent í þessu vil ég bara segja að þau verða að tala við foreldra sína eða einhvern fullorðinn sem þau treysta. Foreldrum þykir auðvitað vænt um börnin sín og geta og vilja hjálpa þeim.“ Tinna fær enn í dag skilaboð um að myndir af henni sé að finna hér og þar á netinu. Eflaust sé fólk að meina vel þegar það lætur hana vita. „Ég lendi líka í því að vera úti á meðal fólks og einhver dregur mig afsíðis til að spyrja hvort ég sé „þessi stelpa”. Það er ekki það versta. Það versta, er þegar fólk skellir allri ábyrgðinni á mig,“ skrifar Tinna. Fyrir ári síðan hafi mamma hennar sagt við hana: „Þú varðst fyrir misnotkun Tinna.” „Mér hafði aldrei nokkurn tímann dottið í hug að ég hefði orðið fyrir einhvers konar misnotkun. Ég tók bara vondar ákvarðanir og var hálfviti,“ skrifar Tinna.Ég var bara barn „En sannleikurinn er sá að ég varð fyrir misnotkun.“ „Ég var barn. Allar nektarmyndirnar sem eru til af mér á netinu eru teknar og sendar áður en ég varð 15 ára. Ég var einmana unglingsstelpa, sem þráði fátt meira en að vera venjuleg, vinsæl og að vera stelpa sem strákarnir yrðu skotnir í. Þó svo að ég vissi að þetta ætti ég ekki að gera, þá var þráin og löngunin í vináttu og viðurkenningu of sterk, svo ekki sé minnst á öll hvatningarorðin frá „vinum” mínum á netinu. Ég gaf engum þessara manna leyfi til að áframsenda þessar myndir, eða setja þær fyrir allra augu á internetið. Ég hélt að ég væri að gera þeim persónulegan greiða, því að þeir væru svo ofboðslega hrifnir af mér, en í rauninni var ég að framleiða fyrir þá barnaklám á kostnað geðheilsu minnar. Það var brotið á mér og minni friðhelgi með því að opinbera þessar myndir, burtséð frá því hvort ég sendi þær í fyrsta lagi. Það er það sem ég vil minna á. Þeir sem hafa lent í því að nektarmyndir af þeim eru opinberaðar á netinu án þeirra samþykkis eru þolendur. Við þurfum nefnilega ekki bara að kenna fólki að senda ekki af sér nektarmyndir, við þurfum líka að kenna fólki að ef það fær slíkar myndir í hendurnar þá ber það ábyrgð á því að þær séu ekki misnotaðar.“ „Ég kenni sjálfri mér samt enn mikið um þetta. En ég veit núna að ég átti ekki allan þátt i þessu og þetta er ekki gjörsamlega mér að kenna. Maður verður að fatta að það er verið að spila með mann þegar maður er fenginn í svona,“ segir Tinna. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Rétt nýorðin þrettán ára gömul, haustið 2005, tók ung stúlka, Tinna Ingólfsdóttir, af sér nektarmyndir og sendi til manna sem hún taldi vini sína á internetinu. „Ég var ófermd og bara krakki,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Tinna er 21 árs í dag og stundar nám við Háskóla Íslands í bókmenntafræði. Hún skrifaði pistil á vefsíðuna Freyjur í dag sem hefur vakið talsverða athygli í netheimum. Þar segir hún frá reynslu sinni í kjölfar þess að hafa sem ung stúlka sent nektarmyndir af sér sem síðan hafa verið í dreifingu á netinu. Hún hafði verið vöruð við því að senda slíkar myndir af sér. „Ég vissi alveg að ég ætti ekki að senda strákum á internetinu nektarmyndir af mér,“ segir Tinna. En á þessum tíma hafi hún viljað gera hvað sem er fyrir jákvæða athygli. Hún var lögð í einelti í skólanum. Fyrir myndirnar hafi hún fengið hrós og fengið að heyra að hún væri æðisleg og frábær. Hún hafi aldrei áður fengið slík hrós frá jafnöldrum sínum. Myndirnar taldi hún sig vera að senda til vina sinna á sínum aldri. „Ég trúði því svo blindandi að þessir strákar, sem í ljós kom að voru ekki alltaf strákar, heldur líka fullorðnir menn, væru vinir mínir, að ég meira að segja hjálpaði einum þeirra að læra fyrir stærðfræðipróf oftar en einu sinni,“ skrifar hún.Ætlaði að fleygja sér í sjóinn Hún fór beint úr 9. bekk grunnskólans í Menntaskólann á Akureyri. Hún segir það hafa verið mikinn létti fyrir sig að losna úr grunnskólanum og undan eineltinu. Á svipuðum tíma kynntist hún strák sem hún var með í tvö ár. Á þessum tíma komust sumar þeirra mynda sem Tinna hafði sent í dreifingu á netinu. Það segir Tinna að hafi verið henni mjög erfitt. Kærastinn hennar hafi þó stutt hana og haldið með henni og hann er enn þann dag í dag góður vinur hennar. Viðbrögð skólafélaganna voru oft leiðinleg. „Ég fékk að heyra athugsemdir eins og „gaman að sjá þig í fötum!” nánast daglega, þó auðvitað hafi flestir séð sér sóma í því að vera ekki að nudda mér upp úr þessu,“ skrifar Tinna. Hún var á þessum tíma dauðhrædd um að foreldrar hennar kæmust að þessu og sú varð raunin þegar einhver sendi þeim útprentaðar myndir í umslagi sumarið 2008. Þá var Tinna 16 ára gömul. „Mamma mín tók þessar myndir upp úr umslaginu og sýndi mér. Ég hljóp bara beint út og ætlaði fleygja mér í sjóinn. En pabbi hljóp á eftir mér og náði mér,“ segir Tinna. „Þau voru auðvitað mjög leið yfir þessu,“ segir Tinna og segir foreldra sína að sjálfsögðu hafa stutt hana.Ráðleggur öðrum krökkum í sömu stöðu að tala við foreldra sína „Við aðra krakka sem hafa lent í þessu vil ég bara segja að þau verða að tala við foreldra sína eða einhvern fullorðinn sem þau treysta. Foreldrum þykir auðvitað vænt um börnin sín og geta og vilja hjálpa þeim.“ Tinna fær enn í dag skilaboð um að myndir af henni sé að finna hér og þar á netinu. Eflaust sé fólk að meina vel þegar það lætur hana vita. „Ég lendi líka í því að vera úti á meðal fólks og einhver dregur mig afsíðis til að spyrja hvort ég sé „þessi stelpa”. Það er ekki það versta. Það versta, er þegar fólk skellir allri ábyrgðinni á mig,“ skrifar Tinna. Fyrir ári síðan hafi mamma hennar sagt við hana: „Þú varðst fyrir misnotkun Tinna.” „Mér hafði aldrei nokkurn tímann dottið í hug að ég hefði orðið fyrir einhvers konar misnotkun. Ég tók bara vondar ákvarðanir og var hálfviti,“ skrifar Tinna.Ég var bara barn „En sannleikurinn er sá að ég varð fyrir misnotkun.“ „Ég var barn. Allar nektarmyndirnar sem eru til af mér á netinu eru teknar og sendar áður en ég varð 15 ára. Ég var einmana unglingsstelpa, sem þráði fátt meira en að vera venjuleg, vinsæl og að vera stelpa sem strákarnir yrðu skotnir í. Þó svo að ég vissi að þetta ætti ég ekki að gera, þá var þráin og löngunin í vináttu og viðurkenningu of sterk, svo ekki sé minnst á öll hvatningarorðin frá „vinum” mínum á netinu. Ég gaf engum þessara manna leyfi til að áframsenda þessar myndir, eða setja þær fyrir allra augu á internetið. Ég hélt að ég væri að gera þeim persónulegan greiða, því að þeir væru svo ofboðslega hrifnir af mér, en í rauninni var ég að framleiða fyrir þá barnaklám á kostnað geðheilsu minnar. Það var brotið á mér og minni friðhelgi með því að opinbera þessar myndir, burtséð frá því hvort ég sendi þær í fyrsta lagi. Það er það sem ég vil minna á. Þeir sem hafa lent í því að nektarmyndir af þeim eru opinberaðar á netinu án þeirra samþykkis eru þolendur. Við þurfum nefnilega ekki bara að kenna fólki að senda ekki af sér nektarmyndir, við þurfum líka að kenna fólki að ef það fær slíkar myndir í hendurnar þá ber það ábyrgð á því að þær séu ekki misnotaðar.“ „Ég kenni sjálfri mér samt enn mikið um þetta. En ég veit núna að ég átti ekki allan þátt i þessu og þetta er ekki gjörsamlega mér að kenna. Maður verður að fatta að það er verið að spila með mann þegar maður er fenginn í svona,“ segir Tinna.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira