„Ég er algjörlega á móti því að Reykjavíkurborg gefi lóðir fyrir trúfélög“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. apríl 2014 15:13 vísir/vilhelm/daníel „Ég er algjörlega á móti því að Reykjavíkurborg gefi lóðir fyrir trúfélög,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon. Þá segir hann að það sé eitthvað sem eigi ekki heima í nútímanum og vill hann sjá þessu breytt. Úthlutun lóðarinnar í Sogamýri var síðasti áfangi Reykjavíkurborgar í að útvega fjórum trúfélögum lóðir undir tilbeiðsluhús sín en nú þegar hafa farið fram lóðaúthlutanir til Ásatrúarfélagsins, Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og búddista. Tillagan um uppbyggingu mosku var samþykkt samhljóða í skipulagsráði og borgarráði á síðasta ári, en í rúm þrettán ár hafa múslimar á Íslandi falast eftir lóð í Reykjavík. Halldóri finnst staðsetning moskunnar í Sogamýri óheppileg. „Mér fyndist að þetta svæði ætti að vera tekið frá fyrir annað. Það er hjúkrunarheimili þarna rétt hjá og þetta er í íbúðabyggð.“ Þá telur hann að þrátt fyrir að trúfrelsi ríki samkvæmt stjórnarskrá þá dugi það ekki til að réttlæta það að Reykjavíkurborg gefi lóðir á þeim forsendum. Í september í fyrra óskuðu borgarfulltrúar í borgarráði eftir því að Alþingi endurskoði ákvæði í lögum sem kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undirskilja þær gatnagerðarlandi. Lögin hafi verið sett á þeim tíma þegar trúarlíf þjóðarinnar var almennara og einsleitara og meiri sátt ríkti um þátttöku opinberra aðila í rekstri trúfélaga, á þeim forsendum mátti færa rök fyrir því að eðlilegt væri að Reykjavíkurborg léti frá sér, án endurgjalds, lóðir undir kirkjur. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
„Ég er algjörlega á móti því að Reykjavíkurborg gefi lóðir fyrir trúfélög,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon. Þá segir hann að það sé eitthvað sem eigi ekki heima í nútímanum og vill hann sjá þessu breytt. Úthlutun lóðarinnar í Sogamýri var síðasti áfangi Reykjavíkurborgar í að útvega fjórum trúfélögum lóðir undir tilbeiðsluhús sín en nú þegar hafa farið fram lóðaúthlutanir til Ásatrúarfélagsins, Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og búddista. Tillagan um uppbyggingu mosku var samþykkt samhljóða í skipulagsráði og borgarráði á síðasta ári, en í rúm þrettán ár hafa múslimar á Íslandi falast eftir lóð í Reykjavík. Halldóri finnst staðsetning moskunnar í Sogamýri óheppileg. „Mér fyndist að þetta svæði ætti að vera tekið frá fyrir annað. Það er hjúkrunarheimili þarna rétt hjá og þetta er í íbúðabyggð.“ Þá telur hann að þrátt fyrir að trúfrelsi ríki samkvæmt stjórnarskrá þá dugi það ekki til að réttlæta það að Reykjavíkurborg gefi lóðir á þeim forsendum. Í september í fyrra óskuðu borgarfulltrúar í borgarráði eftir því að Alþingi endurskoði ákvæði í lögum sem kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undirskilja þær gatnagerðarlandi. Lögin hafi verið sett á þeim tíma þegar trúarlíf þjóðarinnar var almennara og einsleitara og meiri sátt ríkti um þátttöku opinberra aðila í rekstri trúfélaga, á þeim forsendum mátti færa rök fyrir því að eðlilegt væri að Reykjavíkurborg léti frá sér, án endurgjalds, lóðir undir kirkjur.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira