Sniðganga lög og reglur til að koma Guðna í oddvitasætið Höskuldur Kári Schram skrifar 22. apríl 2014 12:53 Guðrún Bryndís Karlsdóttir Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið á lista framsóknarmanna í Reykjavík segir að lítill hópur innan flokksins hafi ákveðið að sniðganga lög og reglur til að fá Guðna Ágústsson í oddvitasætið. Hún segir að ítrekað hafi verið þrýst á sig að hætta og segir að sá listi sem sé í undirbúningi snúist um gamaldags stjórmál og þrönga hagsmuni. „Þetta er eitthvað framboð sem er framhjá í raun og veru öllum samþykktum flokksins og þetta er eitthvað sem hefur gerst á bak við tjöldin,“ segir Guðrún.Ertu þá að segja að þetta sé ekki í samræmi við lög og reglur flokksins? „Mér skilst það á öllum sem hafa haft samband við mig. Ég var kosin í annað sætið sem er sæti staðgengils oddvita og þannig hefði vinnan átt að halda áfram í samráði við mig. Það hefur ekki verið haft samband við mig síðan Óskar axlaði ábyrgð.“ Guðrún segir að sá listi sem sé í undirbúningi snúist ekki um hagsmuni borgarbúa. „Mér sýnist hann vera gamaldags stjórnmál. Það eru þessi samningasambönd, þessar klíkumyndanir og loðin samskipti eða engin samskipti og óljóst hvað er um að vera. Það er verið að sníða reglurnar til þess að ná fram einhverju markmiði sem er ekki endilega fyrir borgarbúa heldur eiginhagsmuni.“ Guðrún segir að ítrekað hafi verið þrýst á hana að hætta og draga framboð sitt til baka. Hún vill þó ekki segja hverjir það eru en segir að meðal annars hafi verið vísað í reynsluleysi hennar í stjórnmálum og henni sagt að hún falli ekki inn í hópinn. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið á lista framsóknarmanna í Reykjavík segir að lítill hópur innan flokksins hafi ákveðið að sniðganga lög og reglur til að fá Guðna Ágústsson í oddvitasætið. Hún segir að ítrekað hafi verið þrýst á sig að hætta og segir að sá listi sem sé í undirbúningi snúist um gamaldags stjórmál og þrönga hagsmuni. „Þetta er eitthvað framboð sem er framhjá í raun og veru öllum samþykktum flokksins og þetta er eitthvað sem hefur gerst á bak við tjöldin,“ segir Guðrún.Ertu þá að segja að þetta sé ekki í samræmi við lög og reglur flokksins? „Mér skilst það á öllum sem hafa haft samband við mig. Ég var kosin í annað sætið sem er sæti staðgengils oddvita og þannig hefði vinnan átt að halda áfram í samráði við mig. Það hefur ekki verið haft samband við mig síðan Óskar axlaði ábyrgð.“ Guðrún segir að sá listi sem sé í undirbúningi snúist ekki um hagsmuni borgarbúa. „Mér sýnist hann vera gamaldags stjórnmál. Það eru þessi samningasambönd, þessar klíkumyndanir og loðin samskipti eða engin samskipti og óljóst hvað er um að vera. Það er verið að sníða reglurnar til þess að ná fram einhverju markmiði sem er ekki endilega fyrir borgarbúa heldur eiginhagsmuni.“ Guðrún segir að ítrekað hafi verið þrýst á hana að hætta og draga framboð sitt til baka. Hún vill þó ekki segja hverjir það eru en segir að meðal annars hafi verið vísað í reynsluleysi hennar í stjórnmálum og henni sagt að hún falli ekki inn í hópinn.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira