Gerbreytt landslag í stjórnmálunum Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2014 12:35 Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sýnir að nýr evrópusinnaður hægriflokkur tæki mikið fylgi af Samfylkingunni og Bjartri framríð. Gerbreytt landslag segir formaður Bjartrar framtíðar. vísir/daníel Formaður Bjartrar framtíðar segir að landslagið í íslenskum stjórnmálum hafi verið að breytast mikið frá hruni og fylgi við evrópusinnaðan hægriflokk sé til marks um það. Björt framtíð hræðist ekki stofnun slíks flokks enda hafi hún nær tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum samkvæmt könnunum. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö kusu 34 prósent þeirra sem nú segja mjög eða frekar líklegt að þeir myndu kjósa evrópusinnaðan hægriflokk Samfylkinguna í síðustu kosningum og 28,6 prósent kusu Bjarta framtíð. Fimmtán komma sjö prósent segjast hins vegar hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Það er því ljóst að Samfylkingin og Björt framtíð yrðu í harðri samkeppni við kjósendur evrópusinnaðs hægriflokks. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segist fagna slíkri samkeppni. „Ég held að það sé augljóst að fólk sem er hlynnt því að skoða ESB aðild og minnsta kosti ljúka samningunum, kaus frekar Bjarta framtíð eða Samfylkinguna í síðustu kosningum,“ segir Guðmundur. Því sé ekki óeðlilegt að nýr flokkur með sömu áherslur taki mögulega fylgi frá þeim tveimur flokkum sem haft hafi það á stefnuskránni að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og ganga í sambandið náist góður samningur. Það sé því ekki ólíklegt að flokkarnir höfði að hluta til sömu kjósenda. „Ég hugsa það. Fyrir mjög mörgum eru evrópumálin mjög mikilvæg og það er þá eðlilegt að þeir kjósi þá flokka sem leggja áherslu á þau,“ segir Guðmundur. Ljóst er af könnunum að ef stofnaður yrði evrópusinnaður flokkur til hægri í íslenskum stjórnmálum og hann næði að halda því fylgi sem kannanir hafa verið að sýna að undanförnu að hið pólitíska landslag yrði allt annað í næstu alþingiskosningum en það var í fyrravor. „Landslagið sakvæmt könnun sem þið voruð t.d. að birta um helgina er gjörbreytt. Landslagið hefur verið að breytast á mjög áhugaverðan hátt finnst mér, ekki bara á undanförnu ári heldur líklega alveg frá hruni. Þannig að við, samkvæmt mörgum könnunum, höfum verið að um það bil tvöfalda fylgið okkar frá kosningum. Hvað okkur varðar er það gjörbreytt landslag. Þannig að þetta eru allt mjög spennandi tímar,“ segir Guðmundur. Alþingi kemur saman næst komandi mánudag en þá eru tæpar þrjár vikur til þingloka. Ekkert samkomulag er um afgreiðslu mála, þeirra á meðal evrópumálanna. „Því miður hefur sá ósiður grafið um sig í þinginu varðandi þingstörf að það er aldrei neitt samkomulag gert fyrr en í tímaþröng alveg í lokin. Ætli það verði ekki eins nú,“ segir Guðmundur. En Björt framtíð hafi verið að reyna að beita sér fyrir því að þessum vinnubrögðum verði breytt. ESB-málið Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar segir að landslagið í íslenskum stjórnmálum hafi verið að breytast mikið frá hruni og fylgi við evrópusinnaðan hægriflokk sé til marks um það. Björt framtíð hræðist ekki stofnun slíks flokks enda hafi hún nær tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum samkvæmt könnunum. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö kusu 34 prósent þeirra sem nú segja mjög eða frekar líklegt að þeir myndu kjósa evrópusinnaðan hægriflokk Samfylkinguna í síðustu kosningum og 28,6 prósent kusu Bjarta framtíð. Fimmtán komma sjö prósent segjast hins vegar hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Það er því ljóst að Samfylkingin og Björt framtíð yrðu í harðri samkeppni við kjósendur evrópusinnaðs hægriflokks. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segist fagna slíkri samkeppni. „Ég held að það sé augljóst að fólk sem er hlynnt því að skoða ESB aðild og minnsta kosti ljúka samningunum, kaus frekar Bjarta framtíð eða Samfylkinguna í síðustu kosningum,“ segir Guðmundur. Því sé ekki óeðlilegt að nýr flokkur með sömu áherslur taki mögulega fylgi frá þeim tveimur flokkum sem haft hafi það á stefnuskránni að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og ganga í sambandið náist góður samningur. Það sé því ekki ólíklegt að flokkarnir höfði að hluta til sömu kjósenda. „Ég hugsa það. Fyrir mjög mörgum eru evrópumálin mjög mikilvæg og það er þá eðlilegt að þeir kjósi þá flokka sem leggja áherslu á þau,“ segir Guðmundur. Ljóst er af könnunum að ef stofnaður yrði evrópusinnaður flokkur til hægri í íslenskum stjórnmálum og hann næði að halda því fylgi sem kannanir hafa verið að sýna að undanförnu að hið pólitíska landslag yrði allt annað í næstu alþingiskosningum en það var í fyrravor. „Landslagið sakvæmt könnun sem þið voruð t.d. að birta um helgina er gjörbreytt. Landslagið hefur verið að breytast á mjög áhugaverðan hátt finnst mér, ekki bara á undanförnu ári heldur líklega alveg frá hruni. Þannig að við, samkvæmt mörgum könnunum, höfum verið að um það bil tvöfalda fylgið okkar frá kosningum. Hvað okkur varðar er það gjörbreytt landslag. Þannig að þetta eru allt mjög spennandi tímar,“ segir Guðmundur. Alþingi kemur saman næst komandi mánudag en þá eru tæpar þrjár vikur til þingloka. Ekkert samkomulag er um afgreiðslu mála, þeirra á meðal evrópumálanna. „Því miður hefur sá ósiður grafið um sig í þinginu varðandi þingstörf að það er aldrei neitt samkomulag gert fyrr en í tímaþröng alveg í lokin. Ætli það verði ekki eins nú,“ segir Guðmundur. En Björt framtíð hafi verið að reyna að beita sér fyrir því að þessum vinnubrögðum verði breytt.
ESB-málið Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira