Svona gerist þegar lofað er lopapeysu á hvert barn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2014 21:15 Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn, því eftir að við sögðum ykkur í vetur frá barnasprengjunni í þessum fámenna hreppi hafa þrjú börn bæst við. Það var eins og allt væri morandi í börnum þegar við heimsóttum Reykhóla í vetur. Við sáum pabba með barnavagn og mömmu með barnavagn, og sveitarstjórinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir gladdist yfir tölunum: „Hérna í Reykhólaþorpinu eru um 25% íbúanna yngri en tíu ára. Við alveg skerum úr af sveitarfélögunum á Vestfjörðum,” sagði sveitarstjórinn.Mæðurnar komu saman með börnin ásamt oddvitanum í bókasafni Reykhólaskóla. Eitt barnanna ellefu vantar á myndina en það er flutt í annað sveitarfélag með foreldrum sínum.Sumir vildu meina að allt hefði farið á fullt með áheiti oddvitans, Andreu Björnsdóttur. „Ég lofaði upp í ermina á mér. Ég sá fram á að ekkert barn myndi fæðast og svona þjarmaði að einum sveitunga mínum og lofaði peysu. Ég náttúrlega verð að standa við það. Svo ákvað ég bara að halda því áfram,” sagði Andrea oddviti. Hún hamaðist við að prjóna, enda voru börnin orðin átta á einu ári, þegar Stöð 2 tók við hana viðtal í vetur. „Og von á fleirum. Þannig að það er gaman að þessu,” sagði Andrea.Andrea prjónaði líka sokka á börnin. Hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs sem oddviti.Já, þau voru fleiri á leiðinni og síðan viðtalið var tekið hafa þrjú bæst við. Þau eru orðin ellefu talsins á rúmu ári, þrefalt fleiri en landsmeðaltalið segir að fæðist árlega í 270 manna sveitarfélagi. Svo skemmtileg þykir þessi saga að mæðurnar ákváðu að hittast með barnaskarann í bókasafni grunnskólans á dögunum til að sýna oddvitanum hvernig peysurnar og sokkarnir færu börnunum þeirra en Andrea prjónaði einnig sokka á börnin. Meðfylgjandi myndir birtust á Reykhólavefnum. Andrea segist ekki vita hvort fleiri séu á leiðinni en segir það koma í hlut næsta oddvita að ákveða hvort einhverri slíkri hvatningu verði haldið áfram því hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs í kosningunum í lok mánaðarins. Fjallað var um fjörið í Reykhólasveit í þættinum „Um land allt" í febrúar. Kosningar 2014 Vestfirðir Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn, því eftir að við sögðum ykkur í vetur frá barnasprengjunni í þessum fámenna hreppi hafa þrjú börn bæst við. Það var eins og allt væri morandi í börnum þegar við heimsóttum Reykhóla í vetur. Við sáum pabba með barnavagn og mömmu með barnavagn, og sveitarstjórinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir gladdist yfir tölunum: „Hérna í Reykhólaþorpinu eru um 25% íbúanna yngri en tíu ára. Við alveg skerum úr af sveitarfélögunum á Vestfjörðum,” sagði sveitarstjórinn.Mæðurnar komu saman með börnin ásamt oddvitanum í bókasafni Reykhólaskóla. Eitt barnanna ellefu vantar á myndina en það er flutt í annað sveitarfélag með foreldrum sínum.Sumir vildu meina að allt hefði farið á fullt með áheiti oddvitans, Andreu Björnsdóttur. „Ég lofaði upp í ermina á mér. Ég sá fram á að ekkert barn myndi fæðast og svona þjarmaði að einum sveitunga mínum og lofaði peysu. Ég náttúrlega verð að standa við það. Svo ákvað ég bara að halda því áfram,” sagði Andrea oddviti. Hún hamaðist við að prjóna, enda voru börnin orðin átta á einu ári, þegar Stöð 2 tók við hana viðtal í vetur. „Og von á fleirum. Þannig að það er gaman að þessu,” sagði Andrea.Andrea prjónaði líka sokka á börnin. Hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs sem oddviti.Já, þau voru fleiri á leiðinni og síðan viðtalið var tekið hafa þrjú bæst við. Þau eru orðin ellefu talsins á rúmu ári, þrefalt fleiri en landsmeðaltalið segir að fæðist árlega í 270 manna sveitarfélagi. Svo skemmtileg þykir þessi saga að mæðurnar ákváðu að hittast með barnaskarann í bókasafni grunnskólans á dögunum til að sýna oddvitanum hvernig peysurnar og sokkarnir færu börnunum þeirra en Andrea prjónaði einnig sokka á börnin. Meðfylgjandi myndir birtust á Reykhólavefnum. Andrea segist ekki vita hvort fleiri séu á leiðinni en segir það koma í hlut næsta oddvita að ákveða hvort einhverri slíkri hvatningu verði haldið áfram því hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs í kosningunum í lok mánaðarins. Fjallað var um fjörið í Reykhólasveit í þættinum „Um land allt" í febrúar.
Kosningar 2014 Vestfirðir Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent