Körfubolti

Clippers fór létt með OKC á útivelli | Vandræði Indiana halda áfram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Oklahoma City Thunder, sem hafnaði í öðru sæti vesturdeildar NBA, steinlá fyrir LA Clippers, 122-105, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vestursins í nótt. Clippers hafnaði í þriðja sæti vesturdeildarinnar, nokkrum sigrum á eftir OKC.

Leikurinn var í raun aldrei spennandi í nótt en leikstjórnandinn ChrisPaul, sem fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir frammistöðuna í einvíginu gegn Golden State, fór hamförum og skoraði 32 stig en hann skoraði átta þriggja stiga körfur úr níu skotum.

Sjá má brot af skotum Chris Pauls í spilaranum hér að ofan.

Hjá Oklahoma City var RussellWestbrook með 29 stig en Clippers hélt KevinDurant niðri. Besti leikmaður deildarinnar skoraði 25 stig og tók 4 fráköst. Blake Griffin bætti við 23 stigum fyrir Clippers.

Tröllatroðsla Blake Griffins:


Topplið austurdeildarinnar, Indiana Pacers, sem rétt marði Atlanta Hawks í átta liða úrslitum, heldur áfram að spila undir getu en liðið tapaði fyrsta leiknum á heimavelli gegn Washington Wizards í nótt, 102-96.

Mikið og flott liðsframlag skilaði gestunum sigrinum en allir byrjunarliðsmennirnir skoruðu yfir tíu stig. BradleyBeal var stigahæstur með 25 stig en miðherjinn MarcinGortat var einnig mjög öflugur með 12 stig og 15 fráköst.

George Hill og Paul George skoruðu báðir 18 stig fyrir Indiana miðherjinn RoyHibbert heldur áfram að spila eins og hann kunni ekki körfubolta. Hann spilaði 18 mínútur í nótt án þess að skora stig eða taka frákast.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×