Körfubolti

Carter-Williams valinn nýliði ársins í NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Carter-Williams.
Michael Carter-Williams. Vísir/Getty
Michael Carter-Williams hjá Philadelphia 76ers var í dag útnefndur besti nýliði tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta en valið kom ekki mikið á óvart.

Carter-Williams var í vetur aðeins þriðji nýliðinn frá upphafi til að vera efstur í stigum (16,7 stig í leik), fráköstum (6,3) og stoðsendingum (6,2) en hann bættist þá í hóp með þeim Oscar Robertson (1960-61) og Alvan Adams (1975-76).

Þrátt fyrir góðar tölur hjá Carter-Williams þá gekk lítið hjá Philadelphia 76ers liðinu sem vann aðeins 19 af 82 leikjum og tapaði meðal annars 26 leikjum í röð sem var metjöfnun.

Carter-Williams fékk 104 af 124 atkvæðum í fyrsta sætið en í öðru sæti varð Victor Oladipo frá Orlando Magic en Trey Burke hjá Utah Jazz endaði í þriðja sætið í kjörinu.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×