Kristileg stjórnmálasamtök stofnuð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2014 20:45 Jón Valur Jensson. vísir/hari Stofnuð hafa verið kristileg stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Fjárhagur þeirra býður ekki uppá framboð þetta árið, en stefnt er að framboði í alþingiskosningum árið 2017 og sveitarstjórnarkosningum ári síðar. Fjórtán aðilar standa að baki samtakanna og er Jón Valur Jensson einn þeirra. „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna,“ segir Jón Valur. Stefnuskrá þeirra er í fimmtán liðum og nokkuð róttæk.Hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra „Það vantar algerlega framboð í borginni sem heilsteypt vill standa að vörn Reykjavíkurflugvallar í núverandi mynd og koma í veg fyrir niðurlagningu Fluggarða á næstu mánuðum, til óbætanlegs tjóns.“ Samtökin vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll. „Við stöndum með fullveldi landsins. Það er mjög hætt við því að Reykjavík geti misst þúsundi starfa ef Reykjavík missir flugvöllinn. Það fer þá að myndast ný hótelabyggð í Keflavík. Keflavík yrði aukahöfuðborg sem hefur það að forskoti að hafa innanlandsflugvöll.“ Jón Valur segir samtökin hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra í kristnum kirkjum „þar sem hún gengur gegn orði guðs og fyrirmælum frelsarans,“ eins og segir í stefnuskrá þeirra, sem er í fimmtán liðum. Þá segir einnig að stjórnmálasamtökin taki afstöðu gegn útgjöldum ríkis til kynbreytingar.Fóstureyðingar verði bannaðar Lífsverndarmál er einn liður í stefnuskrá þeirra. „Við viljum kappkosta að styðja lífsrétt hins ófædda barns eftir megni. Við viljum beita okkur fyrir raunhæfum tillögum til mikillar fækkunar s.k fóstureyðinga. Við gerum að tillögu okkar að ríkið, sem á hér jafnvel sjálft hagsmuna að gæta, hætti að vinna gegn ófæddum börnum og gegn sjálfu sér með kostun þessara aðgerða – nema hugsanlega í algerum undantekningartilfellum.“ Samtökin vilja tengja takmörkun fóstureyðinga við valkost ættleiðingar eða fóstrunar barna með áherslu á frumrétt kynmóður/foreldra barns til að afturkalla að gefa frá sér barn á fyrstu vikum eftir fæðingu þess. „Það á að vera hægt að gefa frá sér barn án þess að líða illa yfir því,“ segir Jón Valur. „Við erum einnig andvíg staðgöngumæðrun. Það leiðir til þess að ríka fólkið fer að láta fátæka fólkið bera börnin fyrir sig,“ segir Jón Valur.„ESB fæli í sér miklar fórnir“ Jón Valur segir jafnframt að flokkurinn sé alfarið á móti inngöngu í Evrópusambandið. „ESB inntöku lands og þjóðar höfnum við alfarið, nú og framvegis, vegna hinna miklu fórna sem það fæli í sér á sviði æðsta löggjafavalds, dóms- og framkvæmdavalds, sem og vegna fiskveiði og auðlindahagsmuna okkar. Við viljum að gerð verði krafa um 75-80% í þjóðaratkvæðagreiðslu til fullveldisframsals. Við stöndum með lýðveldinu.“Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel, er meðal þeirra sem standa bakvið samtökin. „Ég hef komið að þessu en lítið en styð þetta heilshugar. Kröftum mínum er þó best varið í trúargeiranum, að boða trú og vil helga mig þeim málaflokki,“ segir Snorri. Stefnuskrá flokksins má sjá í heild sinni í skjalinu hér að neðan. ESB-málið Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Stofnuð hafa verið kristileg stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Fjárhagur þeirra býður ekki uppá framboð þetta árið, en stefnt er að framboði í alþingiskosningum árið 2017 og sveitarstjórnarkosningum ári síðar. Fjórtán aðilar standa að baki samtakanna og er Jón Valur Jensson einn þeirra. „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna,“ segir Jón Valur. Stefnuskrá þeirra er í fimmtán liðum og nokkuð róttæk.Hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra „Það vantar algerlega framboð í borginni sem heilsteypt vill standa að vörn Reykjavíkurflugvallar í núverandi mynd og koma í veg fyrir niðurlagningu Fluggarða á næstu mánuðum, til óbætanlegs tjóns.“ Samtökin vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll. „Við stöndum með fullveldi landsins. Það er mjög hætt við því að Reykjavík geti misst þúsundi starfa ef Reykjavík missir flugvöllinn. Það fer þá að myndast ný hótelabyggð í Keflavík. Keflavík yrði aukahöfuðborg sem hefur það að forskoti að hafa innanlandsflugvöll.“ Jón Valur segir samtökin hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra í kristnum kirkjum „þar sem hún gengur gegn orði guðs og fyrirmælum frelsarans,“ eins og segir í stefnuskrá þeirra, sem er í fimmtán liðum. Þá segir einnig að stjórnmálasamtökin taki afstöðu gegn útgjöldum ríkis til kynbreytingar.Fóstureyðingar verði bannaðar Lífsverndarmál er einn liður í stefnuskrá þeirra. „Við viljum kappkosta að styðja lífsrétt hins ófædda barns eftir megni. Við viljum beita okkur fyrir raunhæfum tillögum til mikillar fækkunar s.k fóstureyðinga. Við gerum að tillögu okkar að ríkið, sem á hér jafnvel sjálft hagsmuna að gæta, hætti að vinna gegn ófæddum börnum og gegn sjálfu sér með kostun þessara aðgerða – nema hugsanlega í algerum undantekningartilfellum.“ Samtökin vilja tengja takmörkun fóstureyðinga við valkost ættleiðingar eða fóstrunar barna með áherslu á frumrétt kynmóður/foreldra barns til að afturkalla að gefa frá sér barn á fyrstu vikum eftir fæðingu þess. „Það á að vera hægt að gefa frá sér barn án þess að líða illa yfir því,“ segir Jón Valur. „Við erum einnig andvíg staðgöngumæðrun. Það leiðir til þess að ríka fólkið fer að láta fátæka fólkið bera börnin fyrir sig,“ segir Jón Valur.„ESB fæli í sér miklar fórnir“ Jón Valur segir jafnframt að flokkurinn sé alfarið á móti inngöngu í Evrópusambandið. „ESB inntöku lands og þjóðar höfnum við alfarið, nú og framvegis, vegna hinna miklu fórna sem það fæli í sér á sviði æðsta löggjafavalds, dóms- og framkvæmdavalds, sem og vegna fiskveiði og auðlindahagsmuna okkar. Við viljum að gerð verði krafa um 75-80% í þjóðaratkvæðagreiðslu til fullveldisframsals. Við stöndum með lýðveldinu.“Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel, er meðal þeirra sem standa bakvið samtökin. „Ég hef komið að þessu en lítið en styð þetta heilshugar. Kröftum mínum er þó best varið í trúargeiranum, að boða trú og vil helga mig þeim málaflokki,“ segir Snorri. Stefnuskrá flokksins má sjá í heild sinni í skjalinu hér að neðan.
ESB-málið Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?