Minnisblaðið vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. maí 2014 18:26 Hanna Birna Kristjánsdóttir vísir/gva Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að minnisblað í tengslum við lekamálið var vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins. Skrifstofustjóri sendi það með tölvupósti til ráðuneytisstjóra, ráðherra og tveggja aðstoðarmanna í nóvember 2013. RÚV greindi frá málinu í kvöld. Auk skrifstofustjórans og lögfræðingsins sem tók minnisblaðið saman lásu tveir aðrir lögfræðingar minnisblaðið yfir. Í skýrslum sem lögreglan hefur tekið af þessum starfsmönnum ráðuneytisins hefur ekkert komið fram um að aðrir en þeir sem að framan greinir hafi búið yfir vitneskju um minnisblaðið. Jafnframt bendir rannsókn lögreglunnar til þess að hverfandi líkur séu á því að minnisblaðið hafi verið sent frá ráðuneytinu í tölvupóstkerfi þess.Fréttastjóra ekki gert að svara spurningum Þá staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms í dag, sem hafði hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, um að fréttastjóra mbl.is yrði gert að svara spurningum um frétt sem birtist á vefmiðlinum mbl.is hinn 20. nóvember síðastliðinn. Lögregla vildi vita með hvaða hætti mbl.is hefði komist yfir minnisblaðið og frá hverjum það barst.Fram kemur í úrskurði Hæstaréttar að ekki hafi verið leitað allra þeirra leiða sem færar eru til þess að upplýsa málið áður en farið var fram á að varnaraðili svaraði spurningum lögreglu. „Þegar af þeirri ástæðu verður að telja að sóknaraðili hafi ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að nauðsyn beri til þess að grípa til þess úrræðis sem fram kemur í 3. mgr. 119. gr. laga nr. 88/2008. Kemur þá ekki frekari skoðunar hvort vegi þyngra að upplýsa brotið eða að trúnaður haldi,“ segir í úrskurðinum.Markmiðið að sverta mannorð hælisleitanda Þá segir að við þetta hagsmunamat hafi sérstaka þýðingu að upplýsingarnar, sem bárust með ólögmætum hætti frá innanríkisráðuneytinu, hafi ekki átt erindi til almennings. Þær hafi ekki haft þýðingu sem innlegg í almenna umræðu um málefni flóttamanna í landinu. Markmiðið með lekanum virðist fremur hafa verið að sverta mannorð eins brotaþola vegna yfirvofandi mótmæla við ráðuneytið vegna afgreiðslu þess á máli hans. Lekamálið Tengdar fréttir Mótmæli við innanríkisráðuneytið vegna hælisleitenda Krefjast mannréttinda fyrir hælisleitendurna frá Nígeríu. 20. nóvember 2013 12:39 Reynir segist hafa fengið „ógeðfelld símtöl“ frá Hönnu Birnu Reynir Traustason ritstjóri segir innanríkisráherra hafa reynt að hafa áhrif á fréttaflutning með ósæmilegum hætti. 17. janúar 2014 15:33 Hvatt til óháðrar rannsóknar á lekamálinu Innanríkisráðherra segir ítarlega rannsókn innan innanríkisráðuneytisins og stofnana þess sýna að minnisblað um hælisleitanda hafi ekki komið úr ráðuneytinu. Mörður Árnason er með minnisblaðið. 27. janúar 2014 20:48 Veit ekki hver lak minnisblaðinu Farið var yfir víðan völl í viðtalinu við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, í þættinum Mín skoðun í dag en meðal annars var fjallað um leka minnisblaðs úr innanríkisráðuneytinu sem vakið hefur undrun margra. 16. mars 2014 18:00 Leki sem snertir tugþúsundir einstaklinga Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina. 2. desember 2013 21:27 Máli Tony Omos enn frestað Eftir stutta fyrirtöku var máli hans frestað til 7.apríl næstkomandi. Taldi lögmaður hans að nauðsynlegt væri að bíða eftir niðurstöðum úr rannsókn lögreglu til frekari gagnaöflunar. 4. mars 2014 15:01 Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Hanna Birna Kristjánsdóttir var hvöss í ræðupúlti alþingis í umræðu um hælisleitendur og telur sig sitja ómaklega undir ásökunum. 27. janúar 2014 16:39 Tony Omos stefnir íslenska ríkinu Fyrirtöku í máli hælisleitandans Tony Omos um ógildingu á ákvörðun Útlendingastofnunar og úrskurði innanríkisráðuneytisins um synjun á hæli hér á landi var frestað í morgun. 18. febrúar 2014 11:35 Krefja Hönnu Birnu um svör varðandi lekamálið Alþingismennirnir Mörður Árnason og Valgerður Bjarnadóttir hafa sent Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, formlega fyrirspurn varðandi lekamálið. 30. janúar 2014 11:18 Mótmæli vegna lekamálsins Boðað hefur verið til mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu á morgun. 11. febrúar 2014 13:36 Innanríkisráðuneytið vill enn nánari skoðun vegna lekamálsins Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að öll tölvutæk gögn í lekamálinu verði rannsökuð með aðkomu Persónuverndar og sérstöku samþykki starfsmanna. 7. febrúar 2014 12:31 Ríkissaksóknari vill svör frá innanríkisráðuneytinu Ríkissaksóknari hefur óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu vegna kæru lögmanns Tony Omos sem sakar innanríkisráðuneytið um að hafa dreift gögnum um sig. 11. janúar 2014 16:45 Píratar vilja Hönnu Birnu fyrir þingnefnd vegna leka Jón Þór Ólafsson þingmaður Píratar óskar eftir því að að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri verði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. 25. nóvember 2013 13:20 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að minnisblað í tengslum við lekamálið var vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins. Skrifstofustjóri sendi það með tölvupósti til ráðuneytisstjóra, ráðherra og tveggja aðstoðarmanna í nóvember 2013. RÚV greindi frá málinu í kvöld. Auk skrifstofustjórans og lögfræðingsins sem tók minnisblaðið saman lásu tveir aðrir lögfræðingar minnisblaðið yfir. Í skýrslum sem lögreglan hefur tekið af þessum starfsmönnum ráðuneytisins hefur ekkert komið fram um að aðrir en þeir sem að framan greinir hafi búið yfir vitneskju um minnisblaðið. Jafnframt bendir rannsókn lögreglunnar til þess að hverfandi líkur séu á því að minnisblaðið hafi verið sent frá ráðuneytinu í tölvupóstkerfi þess.Fréttastjóra ekki gert að svara spurningum Þá staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms í dag, sem hafði hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, um að fréttastjóra mbl.is yrði gert að svara spurningum um frétt sem birtist á vefmiðlinum mbl.is hinn 20. nóvember síðastliðinn. Lögregla vildi vita með hvaða hætti mbl.is hefði komist yfir minnisblaðið og frá hverjum það barst.Fram kemur í úrskurði Hæstaréttar að ekki hafi verið leitað allra þeirra leiða sem færar eru til þess að upplýsa málið áður en farið var fram á að varnaraðili svaraði spurningum lögreglu. „Þegar af þeirri ástæðu verður að telja að sóknaraðili hafi ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að nauðsyn beri til þess að grípa til þess úrræðis sem fram kemur í 3. mgr. 119. gr. laga nr. 88/2008. Kemur þá ekki frekari skoðunar hvort vegi þyngra að upplýsa brotið eða að trúnaður haldi,“ segir í úrskurðinum.Markmiðið að sverta mannorð hælisleitanda Þá segir að við þetta hagsmunamat hafi sérstaka þýðingu að upplýsingarnar, sem bárust með ólögmætum hætti frá innanríkisráðuneytinu, hafi ekki átt erindi til almennings. Þær hafi ekki haft þýðingu sem innlegg í almenna umræðu um málefni flóttamanna í landinu. Markmiðið með lekanum virðist fremur hafa verið að sverta mannorð eins brotaþola vegna yfirvofandi mótmæla við ráðuneytið vegna afgreiðslu þess á máli hans.
Lekamálið Tengdar fréttir Mótmæli við innanríkisráðuneytið vegna hælisleitenda Krefjast mannréttinda fyrir hælisleitendurna frá Nígeríu. 20. nóvember 2013 12:39 Reynir segist hafa fengið „ógeðfelld símtöl“ frá Hönnu Birnu Reynir Traustason ritstjóri segir innanríkisráherra hafa reynt að hafa áhrif á fréttaflutning með ósæmilegum hætti. 17. janúar 2014 15:33 Hvatt til óháðrar rannsóknar á lekamálinu Innanríkisráðherra segir ítarlega rannsókn innan innanríkisráðuneytisins og stofnana þess sýna að minnisblað um hælisleitanda hafi ekki komið úr ráðuneytinu. Mörður Árnason er með minnisblaðið. 27. janúar 2014 20:48 Veit ekki hver lak minnisblaðinu Farið var yfir víðan völl í viðtalinu við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, í þættinum Mín skoðun í dag en meðal annars var fjallað um leka minnisblaðs úr innanríkisráðuneytinu sem vakið hefur undrun margra. 16. mars 2014 18:00 Leki sem snertir tugþúsundir einstaklinga Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina. 2. desember 2013 21:27 Máli Tony Omos enn frestað Eftir stutta fyrirtöku var máli hans frestað til 7.apríl næstkomandi. Taldi lögmaður hans að nauðsynlegt væri að bíða eftir niðurstöðum úr rannsókn lögreglu til frekari gagnaöflunar. 4. mars 2014 15:01 Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Hanna Birna Kristjánsdóttir var hvöss í ræðupúlti alþingis í umræðu um hælisleitendur og telur sig sitja ómaklega undir ásökunum. 27. janúar 2014 16:39 Tony Omos stefnir íslenska ríkinu Fyrirtöku í máli hælisleitandans Tony Omos um ógildingu á ákvörðun Útlendingastofnunar og úrskurði innanríkisráðuneytisins um synjun á hæli hér á landi var frestað í morgun. 18. febrúar 2014 11:35 Krefja Hönnu Birnu um svör varðandi lekamálið Alþingismennirnir Mörður Árnason og Valgerður Bjarnadóttir hafa sent Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, formlega fyrirspurn varðandi lekamálið. 30. janúar 2014 11:18 Mótmæli vegna lekamálsins Boðað hefur verið til mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu á morgun. 11. febrúar 2014 13:36 Innanríkisráðuneytið vill enn nánari skoðun vegna lekamálsins Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að öll tölvutæk gögn í lekamálinu verði rannsökuð með aðkomu Persónuverndar og sérstöku samþykki starfsmanna. 7. febrúar 2014 12:31 Ríkissaksóknari vill svör frá innanríkisráðuneytinu Ríkissaksóknari hefur óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu vegna kæru lögmanns Tony Omos sem sakar innanríkisráðuneytið um að hafa dreift gögnum um sig. 11. janúar 2014 16:45 Píratar vilja Hönnu Birnu fyrir þingnefnd vegna leka Jón Þór Ólafsson þingmaður Píratar óskar eftir því að að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri verði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. 25. nóvember 2013 13:20 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Sjá meira
Mótmæli við innanríkisráðuneytið vegna hælisleitenda Krefjast mannréttinda fyrir hælisleitendurna frá Nígeríu. 20. nóvember 2013 12:39
Reynir segist hafa fengið „ógeðfelld símtöl“ frá Hönnu Birnu Reynir Traustason ritstjóri segir innanríkisráherra hafa reynt að hafa áhrif á fréttaflutning með ósæmilegum hætti. 17. janúar 2014 15:33
Hvatt til óháðrar rannsóknar á lekamálinu Innanríkisráðherra segir ítarlega rannsókn innan innanríkisráðuneytisins og stofnana þess sýna að minnisblað um hælisleitanda hafi ekki komið úr ráðuneytinu. Mörður Árnason er með minnisblaðið. 27. janúar 2014 20:48
Veit ekki hver lak minnisblaðinu Farið var yfir víðan völl í viðtalinu við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, í þættinum Mín skoðun í dag en meðal annars var fjallað um leka minnisblaðs úr innanríkisráðuneytinu sem vakið hefur undrun margra. 16. mars 2014 18:00
Leki sem snertir tugþúsundir einstaklinga Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina. 2. desember 2013 21:27
Máli Tony Omos enn frestað Eftir stutta fyrirtöku var máli hans frestað til 7.apríl næstkomandi. Taldi lögmaður hans að nauðsynlegt væri að bíða eftir niðurstöðum úr rannsókn lögreglu til frekari gagnaöflunar. 4. mars 2014 15:01
Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Hanna Birna Kristjánsdóttir var hvöss í ræðupúlti alþingis í umræðu um hælisleitendur og telur sig sitja ómaklega undir ásökunum. 27. janúar 2014 16:39
Tony Omos stefnir íslenska ríkinu Fyrirtöku í máli hælisleitandans Tony Omos um ógildingu á ákvörðun Útlendingastofnunar og úrskurði innanríkisráðuneytisins um synjun á hæli hér á landi var frestað í morgun. 18. febrúar 2014 11:35
Krefja Hönnu Birnu um svör varðandi lekamálið Alþingismennirnir Mörður Árnason og Valgerður Bjarnadóttir hafa sent Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, formlega fyrirspurn varðandi lekamálið. 30. janúar 2014 11:18
Mótmæli vegna lekamálsins Boðað hefur verið til mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu á morgun. 11. febrúar 2014 13:36
Innanríkisráðuneytið vill enn nánari skoðun vegna lekamálsins Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að öll tölvutæk gögn í lekamálinu verði rannsökuð með aðkomu Persónuverndar og sérstöku samþykki starfsmanna. 7. febrúar 2014 12:31
Ríkissaksóknari vill svör frá innanríkisráðuneytinu Ríkissaksóknari hefur óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu vegna kæru lögmanns Tony Omos sem sakar innanríkisráðuneytið um að hafa dreift gögnum um sig. 11. janúar 2014 16:45
Píratar vilja Hönnu Birnu fyrir þingnefnd vegna leka Jón Þór Ólafsson þingmaður Píratar óskar eftir því að að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri verði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. 25. nóvember 2013 13:20