Framkvæmdaleyfi við Reykjavíkurflugvöll geti fengist á næstu vikum Hrund Þórsdóttir skrifar 2. maí 2014 20:00 Hjartað í Vatnsmýri hélt í morgun fréttamannafund á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar til að kynna það sem samtökin kalla gróf skref meirihluta borgarstjórnar síðustu vikur í átt að niðurrifi flugvallarins. Málið snýst fyrst og fremst um flugbrautina sem liggur í norð-austur, suð-vestur en hún er kölluð neyðarflugbrautin og til hennar er gripið við erfiðustu aðstæður. Samkvæmt nýju deiliskipulagi mun hún víkja. Deiliskipulagið var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði 26.mars síðastliðinn, degi síðar í borgarráði og fyrsta apríl í borgarstjórn. Málið fékk því hraða afgreiðslu og formenn Hjartans í Vatnsmýri segja meirihluta Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar í borgarstjórn, vanvirða samkomulag um sáttarferli flugvallarins frá því í fyrra. Um leið láti hann líta út fyrir að málið sé í farvegi nefndar Rögnu Árnadóttur sem koma á með tillögur um valkosti fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. „Það væri í raun hægt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir í kringum völlinn bara núna á næstu vikum og það gæti komið mjög niður á framtíðarmöguleikum og Vatnsmýrarvalkostinum innan Rögnunefndarinnar. Það er búið að þrengja mjög að þessu máli og almenningur er mjög illa upplýstur um það ferli sem hefur farið fram,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri. Samtökin eru ósátt við niðurrif fluggarða, sem Stöð 2 og Vísir hafa áður fjallað um og benda á að fyrirhuguð byggð við Hlíðarenda og í Skerjafirði eyðileggi neyðarbrautina. Völlurinn verði þá ófær til sjúkraflugs í verstu veðrum og lokunardögum fjölgi mjög, sem færi nýtingarhlutfall hans í ruslflokk. „Völlurinn fer raunverulega undir kröfur alþjóðaflugmálastjórnar um 95% nothæfisstuðul,“ segir Njáll. Hann segir um mikilvægt kosningamál að ræða. „Það skiptir okkur miklu máli að fólk viti að við erum þverpólitísk. Við styðjum alla sem styðja völlinn í Vatnsmýrinni.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna,“ segir Samfylkingarkonan Kristín Soffía Jónsdóttir. 2. maí 2014 14:32 Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hjartað í Vatnsmýri hélt í morgun fréttamannafund á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar til að kynna það sem samtökin kalla gróf skref meirihluta borgarstjórnar síðustu vikur í átt að niðurrifi flugvallarins. Málið snýst fyrst og fremst um flugbrautina sem liggur í norð-austur, suð-vestur en hún er kölluð neyðarflugbrautin og til hennar er gripið við erfiðustu aðstæður. Samkvæmt nýju deiliskipulagi mun hún víkja. Deiliskipulagið var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði 26.mars síðastliðinn, degi síðar í borgarráði og fyrsta apríl í borgarstjórn. Málið fékk því hraða afgreiðslu og formenn Hjartans í Vatnsmýri segja meirihluta Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar í borgarstjórn, vanvirða samkomulag um sáttarferli flugvallarins frá því í fyrra. Um leið láti hann líta út fyrir að málið sé í farvegi nefndar Rögnu Árnadóttur sem koma á með tillögur um valkosti fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. „Það væri í raun hægt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir í kringum völlinn bara núna á næstu vikum og það gæti komið mjög niður á framtíðarmöguleikum og Vatnsmýrarvalkostinum innan Rögnunefndarinnar. Það er búið að þrengja mjög að þessu máli og almenningur er mjög illa upplýstur um það ferli sem hefur farið fram,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri. Samtökin eru ósátt við niðurrif fluggarða, sem Stöð 2 og Vísir hafa áður fjallað um og benda á að fyrirhuguð byggð við Hlíðarenda og í Skerjafirði eyðileggi neyðarbrautina. Völlurinn verði þá ófær til sjúkraflugs í verstu veðrum og lokunardögum fjölgi mjög, sem færi nýtingarhlutfall hans í ruslflokk. „Völlurinn fer raunverulega undir kröfur alþjóðaflugmálastjórnar um 95% nothæfisstuðul,“ segir Njáll. Hann segir um mikilvægt kosningamál að ræða. „Það skiptir okkur miklu máli að fólk viti að við erum þverpólitísk. Við styðjum alla sem styðja völlinn í Vatnsmýrinni.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna,“ segir Samfylkingarkonan Kristín Soffía Jónsdóttir. 2. maí 2014 14:32 Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna,“ segir Samfylkingarkonan Kristín Soffía Jónsdóttir. 2. maí 2014 14:32
Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15