Björn Blöndal vill taka við borgarstjórastólnum Hjörtur Hjartarson skrifar 1. maí 2014 19:30 Oddviti Bjartrar Framtíðar í Reykjavík hefur ekki áhyggjur af því að flokkur hans mælist nú með þriðjungi minna fylgi en Besti flokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Björt framtíð myndi tapa tveimur borgarfulltrúum ef gengið yrði til kosninga nú en Samfylkingin bætti við sig einum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Fréttablaðsins. Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn á ný orðinn stærsti flokkur borgarinnar og mælist nú með 27 prósenta fylgi samanborið við 23 prósent í mars. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og bætir við sig manni ef fram heldur sem horfir. Björt Framtíð, sem reist var á grunni Besta flokksins fékk tæplega 35 prósenta fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum og sex borgarfulltrúa en mælist nú með 21 komma 6 prósent og fjóra borgarfulltrúa. Píratar myndu fá einn borgarfulltrúa og Vinstri Grænir halda sínum. Framsókn og Dögun ná ekki inn manni samkvæmt könnuninni. Björn Blöndal hefur ekki áhyggjur af stöðu mála en hann telur að fylgið muni aukast á ný þegar kjósendur fara yfir verk núverandi meirihluta. „Við höfum staðið fyrir mikilvægum breytingum hér í borginni. Við komum inn með gleði, baráttu og heiðarleika. Hvernig við tókum á málum Orkuveitunnar er gott dæmi um það,“ segir Björn.vísir/vilhelmBorgarstjóraefni Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson tekur í sama streng og segir ánægju borgarbúa eiga eftir að skila sér í auknu fylgi. „Það hefur gengið vel. Fólk vill frið og stöðugleika í borginni. Fólk veit hvað það hefur,“ segir Dagur sem nýtur stuðnings 57 prósent borgarbúa til að taka við af Jóni Gnarr. „Kjósendur ráða því algjörlega. Ef fólk vill að ég verði borgarstjóri verður það að kjósa Samfylkinguna.“ Björn Blöndal hefur líka áhuga á starfinu. „Ég er borgarstjóraefni flokksins og vissulega vildi ég að ég fengi umboð til þess. Ég ætla hinsvegar ekki að láta þessar vangaveltur trufla mig núna, um nóg annað er að hugsa næstu daga,“ segir Björn. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Oddviti Bjartrar Framtíðar í Reykjavík hefur ekki áhyggjur af því að flokkur hans mælist nú með þriðjungi minna fylgi en Besti flokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Björt framtíð myndi tapa tveimur borgarfulltrúum ef gengið yrði til kosninga nú en Samfylkingin bætti við sig einum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Fréttablaðsins. Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn á ný orðinn stærsti flokkur borgarinnar og mælist nú með 27 prósenta fylgi samanborið við 23 prósent í mars. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og bætir við sig manni ef fram heldur sem horfir. Björt Framtíð, sem reist var á grunni Besta flokksins fékk tæplega 35 prósenta fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum og sex borgarfulltrúa en mælist nú með 21 komma 6 prósent og fjóra borgarfulltrúa. Píratar myndu fá einn borgarfulltrúa og Vinstri Grænir halda sínum. Framsókn og Dögun ná ekki inn manni samkvæmt könnuninni. Björn Blöndal hefur ekki áhyggjur af stöðu mála en hann telur að fylgið muni aukast á ný þegar kjósendur fara yfir verk núverandi meirihluta. „Við höfum staðið fyrir mikilvægum breytingum hér í borginni. Við komum inn með gleði, baráttu og heiðarleika. Hvernig við tókum á málum Orkuveitunnar er gott dæmi um það,“ segir Björn.vísir/vilhelmBorgarstjóraefni Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson tekur í sama streng og segir ánægju borgarbúa eiga eftir að skila sér í auknu fylgi. „Það hefur gengið vel. Fólk vill frið og stöðugleika í borginni. Fólk veit hvað það hefur,“ segir Dagur sem nýtur stuðnings 57 prósent borgarbúa til að taka við af Jóni Gnarr. „Kjósendur ráða því algjörlega. Ef fólk vill að ég verði borgarstjóri verður það að kjósa Samfylkinguna.“ Björn Blöndal hefur líka áhuga á starfinu. „Ég er borgarstjóraefni flokksins og vissulega vildi ég að ég fengi umboð til þess. Ég ætla hinsvegar ekki að láta þessar vangaveltur trufla mig núna, um nóg annað er að hugsa næstu daga,“ segir Björn.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira