Oddvitaáskorunin - Vilja samtal milli íbúa og bæjarfulltrúa Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2014 11:01 Hér er selfie með mér og stuðningsmönnum, sonum mínum Freyr og Hrafni. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Viðar Helgason leiðir lista Bjartrar framtíðar í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Fyrir rúmum sjö árum fórum við hjónin, þá búsett í Reykjavík, í bíltúr á Stokkseyri. Eftir ferð í sundlaugina á staðnum, þar sem okkur var boðið kaffi í heita pottinn og guðdómlega humarsúpu á Fjöruborðinu var okkur ekki til setunnar boðið. Nokkrum mánuðum síðar höfðum við fest kaup á húsi við sjóinn og hér erum við alsæl, enda Árborg frábært sveitarfélag og hér eru endalausir möguleikar. Ég er húsasmiður að mennt og var í atvinnurekstri því tengdu í mörg ár. Ég hef einnig starfað sem sjómaður, við húsamálun en síðastliðin ár hef ég starfað sem fjallaleiðsögumaður. Ég er vel giftur og á fimm börn á aldrinum 3 – 24 ára, ásamt því að eiga fjögurra ára barnabarn. Ég er svo lánsamur að fá greitt fyrir að stunda helsta áhugamál mitt, sem er fjallamennska og útivist. Frítíma mínum eyði ég með fjölskyldunni minni og gjarnan í ferðalögum innanlands, en við erum miklir náttúruunnendur. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hornstrandir en þaðan er ég ættaður. Hundar eða kettir? Hundar Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna fimm og brúðkaupsdagurinn minn 5. júlí 2008. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautakjöt úr Holti í Flóa er á toppnum. Hvernig bíl ekur þú? Skoda Octavia. Besta minningin? Þær eru margar en Hornstrandarferð með pabba gamla árið 1992 er ofarlega. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já – hef dregið úr hraðanum síðan þá. Hverju sérðu mest eftir? Eftirsjá er tímasóun. Draumaferðalagið? Aftur í Hornstrandarferð með ástinni minni. Hefur þú migið í saltan sjó? Já margoft! Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Setið klæðalítill fyrir á dagatali hjá Ungmennafélagi Stokkseyrar. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, geri það reglulega. Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Árborg Tengdar fréttir Oddvitaáskorun - Stolt af árangri í lækkun skulda Ásta Stefánsdóttir, sem leiðir lista Sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg, tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 16:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Viðar Helgason leiðir lista Bjartrar framtíðar í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Fyrir rúmum sjö árum fórum við hjónin, þá búsett í Reykjavík, í bíltúr á Stokkseyri. Eftir ferð í sundlaugina á staðnum, þar sem okkur var boðið kaffi í heita pottinn og guðdómlega humarsúpu á Fjöruborðinu var okkur ekki til setunnar boðið. Nokkrum mánuðum síðar höfðum við fest kaup á húsi við sjóinn og hér erum við alsæl, enda Árborg frábært sveitarfélag og hér eru endalausir möguleikar. Ég er húsasmiður að mennt og var í atvinnurekstri því tengdu í mörg ár. Ég hef einnig starfað sem sjómaður, við húsamálun en síðastliðin ár hef ég starfað sem fjallaleiðsögumaður. Ég er vel giftur og á fimm börn á aldrinum 3 – 24 ára, ásamt því að eiga fjögurra ára barnabarn. Ég er svo lánsamur að fá greitt fyrir að stunda helsta áhugamál mitt, sem er fjallamennska og útivist. Frítíma mínum eyði ég með fjölskyldunni minni og gjarnan í ferðalögum innanlands, en við erum miklir náttúruunnendur. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hornstrandir en þaðan er ég ættaður. Hundar eða kettir? Hundar Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna fimm og brúðkaupsdagurinn minn 5. júlí 2008. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautakjöt úr Holti í Flóa er á toppnum. Hvernig bíl ekur þú? Skoda Octavia. Besta minningin? Þær eru margar en Hornstrandarferð með pabba gamla árið 1992 er ofarlega. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já – hef dregið úr hraðanum síðan þá. Hverju sérðu mest eftir? Eftirsjá er tímasóun. Draumaferðalagið? Aftur í Hornstrandarferð með ástinni minni. Hefur þú migið í saltan sjó? Já margoft! Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Setið klæðalítill fyrir á dagatali hjá Ungmennafélagi Stokkseyrar. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, geri það reglulega. Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Árborg Tengdar fréttir Oddvitaáskorun - Stolt af árangri í lækkun skulda Ásta Stefánsdóttir, sem leiðir lista Sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg, tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 16:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Oddvitaáskorun - Stolt af árangri í lækkun skulda Ásta Stefánsdóttir, sem leiðir lista Sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg, tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 16:28