Næsti BMW 7 úr koltrefjum Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2014 14:45 BMW 7 af árgerð 2015. Ytzone Næsta kynslóð stærsta fólksbíls BMW, þ.e. 7-línunnar kemur á markað á næsta ári. Mikið hefur verið rætt um að hann muni verða miklu léttari en núverandi sjöa og nýjustu heimildir skýra það út. Hann verður að miklu leiti smíðaður úr koltrefjum, líkt og nýjustu rafmagnsbílar BMW, i3 og i8. Með því mun hann léttast um 205 kíló, en einnig styrkjast. Fjöðrunarkerfi og hurðir bílsins verður úr áli, einnig til að minnka þyngd bílsins. Vélaframboðið inniheldur 6 strokka forþjöppuvél, 340 og 460 hestafla og BMW ætlar halda sig áfram við 12 strokka vélar í 760i gerðinni og verður hún 570 hestöfl. Tvær útgáfur með plug-in-hybrid búnaði verða fáanlegar og í þeim bílum verða öflugar fjögurra og sex strokka vélar í þeim, auk rafmótora. BMW 7-línan verður fyrsti bílinn fyrir utan hreinræktuðu rafbílana sem verða að mestu smíðaðir úr koltrefjum og búast má við að aðrir bílaframleiðendur fylgi í fótspor BMW, sérstaklega með sína stærri lúxusbíla. Heyrst hefur að felgur, stýri, drifskaft og grindur í sætum verði úr koltrefjum í nýju sjöunni og gengur þar BMW langt í noktun þessa létta og sterka efnis. BMW er þessa dagana að þrefalda koltrefjaframleiðslu sína til að mæta þeirri eftirspurn sem eftir þessum bílum er. Því má einnig búast við að BMW noti koltrefjar í minni bíla sína í kjölfarið. BMW hefur fjárfest fyrir 23 milljarða króna í þessa stækkun koltrefjaframleiðslunnar, en með henni verður BMW stærst bílaframleiðenda í koltrefjanotkun. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent
Næsta kynslóð stærsta fólksbíls BMW, þ.e. 7-línunnar kemur á markað á næsta ári. Mikið hefur verið rætt um að hann muni verða miklu léttari en núverandi sjöa og nýjustu heimildir skýra það út. Hann verður að miklu leiti smíðaður úr koltrefjum, líkt og nýjustu rafmagnsbílar BMW, i3 og i8. Með því mun hann léttast um 205 kíló, en einnig styrkjast. Fjöðrunarkerfi og hurðir bílsins verður úr áli, einnig til að minnka þyngd bílsins. Vélaframboðið inniheldur 6 strokka forþjöppuvél, 340 og 460 hestafla og BMW ætlar halda sig áfram við 12 strokka vélar í 760i gerðinni og verður hún 570 hestöfl. Tvær útgáfur með plug-in-hybrid búnaði verða fáanlegar og í þeim bílum verða öflugar fjögurra og sex strokka vélar í þeim, auk rafmótora. BMW 7-línan verður fyrsti bílinn fyrir utan hreinræktuðu rafbílana sem verða að mestu smíðaðir úr koltrefjum og búast má við að aðrir bílaframleiðendur fylgi í fótspor BMW, sérstaklega með sína stærri lúxusbíla. Heyrst hefur að felgur, stýri, drifskaft og grindur í sætum verði úr koltrefjum í nýju sjöunni og gengur þar BMW langt í noktun þessa létta og sterka efnis. BMW er þessa dagana að þrefalda koltrefjaframleiðslu sína til að mæta þeirri eftirspurn sem eftir þessum bílum er. Því má einnig búast við að BMW noti koltrefjar í minni bíla sína í kjölfarið. BMW hefur fjárfest fyrir 23 milljarða króna í þessa stækkun koltrefjaframleiðslunnar, en með henni verður BMW stærst bílaframleiðenda í koltrefjanotkun.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent