Ísland í dag: „Við gerum allt til að hjálpa henni“ 16. maí 2014 13:34 Þegar Hermann Helenuson skráði sig til leiks í Ísland got Talent á síðasta ári var ástæðan ekki sú að hann vildi slá í gegn og öðlast frægð. Hans æðsta ósk var að sigra og fá milljónirnar tíu til að geta hjálpað Karen stóru systur sinni sem greindist fyrir fjórum árum með alvarlega hryggskekkju. Í fyrstu var reynt að laga skekkjuna með því að láta Karen, sem er sextán ára, ganga í spelku í rúmt ár en hún er þriðji Íslendingurinn sem lýkur svo erfiðri spelkumeðferð. Þegar meðferðinni lauk kom í ljós að skekkjan hafði aukist úr 41 gráðu í 52 og verkir orðnir daglegt brauð. Stúlkan ótrúlega dreymir um að fara í aðgerð til að laga skekkjuna. „Ég vona að verkirnir minnki. Það er aðalatriðið,“ segir Karen. Fjölskyldan hefur þó ekki fundið lækni á Íslandi sem treystir sér til að gera aðgerðina. Þá var bara eitt í stöðunni - að fara til útlanda í aðgerð sem kostar 7 milljónir. Þau leituðu til sjúkratrygginga en fengu því miður neitun. „Það kom kona til mín á kassa í Bónus um daginn, ég er vinna þar. Hún sagði mér að systir sín væri með eins skekkju og ég. Systir hennar er í dag að nálgast fertugt og gengur með göngugrind því hún fékk ekki að fara í þessa aðgerð,“ segir Karen. Systkini Karenar þau Hermann og Lovísa berjast með – þrátt fyrir ungan aldur - vinna þau hörðum höndum við að sýna töfrabrögð víða um land. Og systkinin hafa nú skipulagt styrktarsýningu í Salnum í Kópavogi sem verður nú í kvöld klukkan hálf átta. „Við gerum allt til að hjálpa henni,“ segir Hermann. Nánari upplýsingar um sýninguna í kvöld og söfnunina má finna á Fésbókarsíðu Hermanns.Nánar verður fjallað um sögu Karenar og spjallað við systkini hennar í Íslandi í dag í kvöld klukkan 18.55, strax að loknum kvöldfréttum. Ísland Got Talent Ísland í dag Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Þegar Hermann Helenuson skráði sig til leiks í Ísland got Talent á síðasta ári var ástæðan ekki sú að hann vildi slá í gegn og öðlast frægð. Hans æðsta ósk var að sigra og fá milljónirnar tíu til að geta hjálpað Karen stóru systur sinni sem greindist fyrir fjórum árum með alvarlega hryggskekkju. Í fyrstu var reynt að laga skekkjuna með því að láta Karen, sem er sextán ára, ganga í spelku í rúmt ár en hún er þriðji Íslendingurinn sem lýkur svo erfiðri spelkumeðferð. Þegar meðferðinni lauk kom í ljós að skekkjan hafði aukist úr 41 gráðu í 52 og verkir orðnir daglegt brauð. Stúlkan ótrúlega dreymir um að fara í aðgerð til að laga skekkjuna. „Ég vona að verkirnir minnki. Það er aðalatriðið,“ segir Karen. Fjölskyldan hefur þó ekki fundið lækni á Íslandi sem treystir sér til að gera aðgerðina. Þá var bara eitt í stöðunni - að fara til útlanda í aðgerð sem kostar 7 milljónir. Þau leituðu til sjúkratrygginga en fengu því miður neitun. „Það kom kona til mín á kassa í Bónus um daginn, ég er vinna þar. Hún sagði mér að systir sín væri með eins skekkju og ég. Systir hennar er í dag að nálgast fertugt og gengur með göngugrind því hún fékk ekki að fara í þessa aðgerð,“ segir Karen. Systkini Karenar þau Hermann og Lovísa berjast með – þrátt fyrir ungan aldur - vinna þau hörðum höndum við að sýna töfrabrögð víða um land. Og systkinin hafa nú skipulagt styrktarsýningu í Salnum í Kópavogi sem verður nú í kvöld klukkan hálf átta. „Við gerum allt til að hjálpa henni,“ segir Hermann. Nánari upplýsingar um sýninguna í kvöld og söfnunina má finna á Fésbókarsíðu Hermanns.Nánar verður fjallað um sögu Karenar og spjallað við systkini hennar í Íslandi í dag í kvöld klukkan 18.55, strax að loknum kvöldfréttum.
Ísland Got Talent Ísland í dag Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira