Framboð Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi hafa dregið beiðni sína til baka um afhendingu lista yfir meðmælendur allra framboða í sveitarfélaginu. Tilkynntu þeir yfirkjörstjórn í Kópavogi þá ákvörðun sína í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá yfirkjörstjórn.
Við beiðni um afhendingu listans vísuðu framboðin í leiðbeiningar innanríkisráðuneytisins sem segja kjörstjórn skylt samkvæmt upplýsingalögum að afhenda lista yfir meðmælendur sé þess óskað. Píratar í Kópavogi mótmæltu afhendingu listans harðlega þar sem þeir töldu að meðmælendur mætti túlka sem stuðning við viðkomandi lista.
Töldu Píratar rétt einstaklinga til að halda stjórnmálalegum skoðunum sínum leyndum ganga framar ákvæðum upplýsingalaga. Næstbesti flokkurinn gagnrýndi einnig beiðnina og sagði aðgerðirnar í anda Austur-Þýsku leyniþjónustunnar, Stasi.
Yfirkjörstjórn í Kópavogi hefur í kjölfarið afturkallað beiðni sína til innanríkisráðherra að fjalla um málið að því er kemur fram í tilkynningu frá yfirkjörstjórn Kópavogs.
Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar.
Afturkölluðu beiðni um lista yfir meðmælendur
![Í Kópavogi.](https://www.visir.is/i/A41E96F5B9BA6F699D0EA1A9137B4E4D5FE7E817A1D32CBD1E54DBAE445AD451_713x0.jpg)
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/D33A7090CFC3408887399A202906A01B9B7DE45AA0AFBB26EEC0363BA4A19E91_308x200.jpg)
Hafnar ásökunum um Stasi-tilburði í Kópavogi
Næst besti flokkurinn í Kópavogi gagnrýnir að umboðsmaður Sjálfstæðisflokksins, Bragi Michaelsson, óski eftir því við kjörstjórn að fá meðmælendalista annarra framboða. Það lýsi miklu vantrausti á störf kjörstjórnar. Bragi segir sér skylt að rannsaka framboðin.
![](https://www.visir.is/i/8B1FC6FC15D9EEB9CB03392DD18F843AD6B19ED1FE9DA9EB8CCB6EEFBF89C164_308x200.jpg)
„Hér er á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi"
Bragi Mikaelsson, umboðsmaður framboðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, krafðist þess á fundi kjörstjórnar bæjarins að hann myndi fá afhent meðmælalista annarra framboða í bæjarfélagi.
![](https://www.visir.is/i/4C5CA3B47C3EBDC77619DCA8D277051F53B8E88DF2B069712B6555A5B36F4BEE_308x200.jpg)
Ósáttir við afhendingu gagna
Mikilvægt er að Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi upplýsi um hvaða skrár flokkurinn hefur unnið um stjórnmálaskoðanir bæjarbúa, að mati forsvarsmanna framboðs Pírata í bænum.