Unnið fyrir hjóli til að hjóla vinnuna Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 13. maí 2014 14:54 Nú stendur yfir hið frábæra framtak „Hjólað í vinnuna“. Það skemmtilegasta við hjólreiðar er hvað þær í einfaldleika sínum snerta á mörgum vandmálum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Hjólreiðar spara t.d. dýrmætan gjaldeyri en önnur hvor frétt um þessar mundir fjallar einmitt um vangetu þjóðarinnar til að standa við gjaldeyrisskuldbindingar. Hjólreiðar minnka mengun og bæta þannig loftgæði. Um leið minnkar útblástur gróðuhúsalofttegunda sem stuðla að óæskilegum loftslagsbreytingum. Hjólreiðar auka heilbrigði og draga úr offitu sem er að verða alvarleg heilsufarsógn með síhækkandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Hjólreiðar létta líka á buddunni með tilheyrandi efnahagsinnspýtingu þar sem hjólreiðar skapa svigrúm til að eyða peningum í eitthvað annað en bifreiðakostnað. Það er býsna skondin umræða sem víða á sér stað fyrir sveitarstjórnarkosningar, þar sem ákveðnir aðilar telja alvarlega vegið að einkabílnum með auknum áherslum á hjólreiðar. Undirritaður tekur einkabílinn allt of oft fram yfir hjólið en þakkar hinsvegar fyrir hvert hjól sem hann keyrir framhjá vitandi það að þar fer ökumaður sem ekki fyllir götur og bílastæði. Hjólreiðamenn eru með öðrum orðum að minnka líkur á að einkabíll lendi í umferðaröngþveiti eða finni ekki laust bílastæði. Hjólreiðar vega því ekki að einkabílnum heldur þjónusta hann með því að liðka fyrir umferð. Reiðhjól eru til í óteljandi útgáfum þar sem allir ættu að geta fundið hjól við sitt hæfi. Eitt eiga þessi hjól sameiginlegt en það er sú staðreynd að öll kosta þau peninga. Það getur verið erfitt að punga út 25 -250 þúsund krónum fyrir hinn almenna launamann en góðu fréttirnar eru þær að fjárfestingin skilar sér til baka í formi olíusparnaðar. Orkusetur hefur sett upp skemmtilega reiknivél þar sem hægt er að sjá hversu lengi þú ert að borga upp draumahjólið. Reiknivélin virkar þannig að þú setur inn bílnúmerið á bifreiðinni sem þú hyggst skilja eftir í stæðinu heima, síðan setur þú inn verðið á draumahjólinu. Niðurstaðan kemur fram sem fjöldi kílómetra sem hjóla þarf til að borga upp gripinn. Olía er glettilega dýr og það kemur mörgum á óvart hversu hratt fjárfestingin skilar sér. Miðað við langan líftíma hjóla má þó segja að á endanum verða öll hjól í raun ókeypis. Reiknivélina má finna hér á vef Orkusetursins.Svona lýtur hjólareiknirinn út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir hið frábæra framtak „Hjólað í vinnuna“. Það skemmtilegasta við hjólreiðar er hvað þær í einfaldleika sínum snerta á mörgum vandmálum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Hjólreiðar spara t.d. dýrmætan gjaldeyri en önnur hvor frétt um þessar mundir fjallar einmitt um vangetu þjóðarinnar til að standa við gjaldeyrisskuldbindingar. Hjólreiðar minnka mengun og bæta þannig loftgæði. Um leið minnkar útblástur gróðuhúsalofttegunda sem stuðla að óæskilegum loftslagsbreytingum. Hjólreiðar auka heilbrigði og draga úr offitu sem er að verða alvarleg heilsufarsógn með síhækkandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Hjólreiðar létta líka á buddunni með tilheyrandi efnahagsinnspýtingu þar sem hjólreiðar skapa svigrúm til að eyða peningum í eitthvað annað en bifreiðakostnað. Það er býsna skondin umræða sem víða á sér stað fyrir sveitarstjórnarkosningar, þar sem ákveðnir aðilar telja alvarlega vegið að einkabílnum með auknum áherslum á hjólreiðar. Undirritaður tekur einkabílinn allt of oft fram yfir hjólið en þakkar hinsvegar fyrir hvert hjól sem hann keyrir framhjá vitandi það að þar fer ökumaður sem ekki fyllir götur og bílastæði. Hjólreiðamenn eru með öðrum orðum að minnka líkur á að einkabíll lendi í umferðaröngþveiti eða finni ekki laust bílastæði. Hjólreiðar vega því ekki að einkabílnum heldur þjónusta hann með því að liðka fyrir umferð. Reiðhjól eru til í óteljandi útgáfum þar sem allir ættu að geta fundið hjól við sitt hæfi. Eitt eiga þessi hjól sameiginlegt en það er sú staðreynd að öll kosta þau peninga. Það getur verið erfitt að punga út 25 -250 þúsund krónum fyrir hinn almenna launamann en góðu fréttirnar eru þær að fjárfestingin skilar sér til baka í formi olíusparnaðar. Orkusetur hefur sett upp skemmtilega reiknivél þar sem hægt er að sjá hversu lengi þú ert að borga upp draumahjólið. Reiknivélin virkar þannig að þú setur inn bílnúmerið á bifreiðinni sem þú hyggst skilja eftir í stæðinu heima, síðan setur þú inn verðið á draumahjólinu. Niðurstaðan kemur fram sem fjöldi kílómetra sem hjóla þarf til að borga upp gripinn. Olía er glettilega dýr og það kemur mörgum á óvart hversu hratt fjárfestingin skilar sér. Miðað við langan líftíma hjóla má þó segja að á endanum verða öll hjól í raun ókeypis. Reiknivélina má finna hér á vef Orkusetursins.Svona lýtur hjólareiknirinn út.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun