Hafnaði öðru sæti á lista Bjartrar framtíðar Sveinn Arnarsson skrifar 13. maí 2014 12:19 Maríu Grétarsdóttur var boðið 2. sætið hjá BF sem hún hafnaði M-listi fólksins í bænum býður fram í Garðabæ í annað sinn. Oddviti framboðsins er María Grétarsdóttir en hún leiddi listann einnig fyrir fjórum árum og fékk framboðið einn mann í bæjarstjórn. Hún telur markmiðið vera að ná inn einum til tveimur mönnum í bæjarstjórn Garðabæjar. M-listinn fór í þá vegferð áður en framboðsfrestur rann út að kann samstarf við Bjarta framtíð um að vinna saman. Sú vegferð endaði á því að sumir einstaklingar úr M-listanum fóru yfir til bjartrar framtíðar en aðrir slitu sameiningarviðræðum og ákváðu að bjóða aftur fram undir merkjum M-lista. „Hópurinn fór í þá vegferð að fara í sameiningu við Bjarta framtíð, það er alveg rétt. Þetta var hugsað til að fækka framboðum í Garðabæ og bjóða fram einn sterkan lista. Eins og gerist í svona viðræðum þá vorum við að máta okkur saman við þetta nýja afl en það gekk ekki eftir,“ segir María Grétarsdóttir í samtali við vísi. Maríu var ekki boðið það sæti sem hún vildi og því fór sem fór „Björt framtíð lagði höfuðáherslu á að fara fram undir merkjum Bjartrar framtíðar og buðu mér annað sætið á lista þeirra. Ég gat ekki sætt mig við það, ég vildi leiða framboðið fyrst þau lögðu áherslu á að bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar.“ Markmið M-listans er að vinna að hagsmunum fólksins í bænum. „Það þarf mikið til að fella meirihlutann í Garðabæ, það væri skemmtilegt ef sá árangur næðist að fleiri flokkar og framboð kæmu að stjórnun bæjarfélagsins,“ segir María Grétarsdóttir. Að framboðinu standa Garðbæingar sem eru ekki bundnir við stjórnmálaflokka sem og aðrir sem koma úr mismunandi áttum. Framboðið er hvorki til hægri né vinstri og telur að svigrúm til hugmyndafræðilegs ágreinings sé ekki svo mikið í bæjarstjórn. „Við eigum öll að geta verið sammála um meginlínurnar,“ segir María, sem var áður átta ár varabæjarfulltrúi fyrir Sjáflstæðisflokkinn. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
M-listi fólksins í bænum býður fram í Garðabæ í annað sinn. Oddviti framboðsins er María Grétarsdóttir en hún leiddi listann einnig fyrir fjórum árum og fékk framboðið einn mann í bæjarstjórn. Hún telur markmiðið vera að ná inn einum til tveimur mönnum í bæjarstjórn Garðabæjar. M-listinn fór í þá vegferð áður en framboðsfrestur rann út að kann samstarf við Bjarta framtíð um að vinna saman. Sú vegferð endaði á því að sumir einstaklingar úr M-listanum fóru yfir til bjartrar framtíðar en aðrir slitu sameiningarviðræðum og ákváðu að bjóða aftur fram undir merkjum M-lista. „Hópurinn fór í þá vegferð að fara í sameiningu við Bjarta framtíð, það er alveg rétt. Þetta var hugsað til að fækka framboðum í Garðabæ og bjóða fram einn sterkan lista. Eins og gerist í svona viðræðum þá vorum við að máta okkur saman við þetta nýja afl en það gekk ekki eftir,“ segir María Grétarsdóttir í samtali við vísi. Maríu var ekki boðið það sæti sem hún vildi og því fór sem fór „Björt framtíð lagði höfuðáherslu á að fara fram undir merkjum Bjartrar framtíðar og buðu mér annað sætið á lista þeirra. Ég gat ekki sætt mig við það, ég vildi leiða framboðið fyrst þau lögðu áherslu á að bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar.“ Markmið M-listans er að vinna að hagsmunum fólksins í bænum. „Það þarf mikið til að fella meirihlutann í Garðabæ, það væri skemmtilegt ef sá árangur næðist að fleiri flokkar og framboð kæmu að stjórnun bæjarfélagsins,“ segir María Grétarsdóttir. Að framboðinu standa Garðbæingar sem eru ekki bundnir við stjórnmálaflokka sem og aðrir sem koma úr mismunandi áttum. Framboðið er hvorki til hægri né vinstri og telur að svigrúm til hugmyndafræðilegs ágreinings sé ekki svo mikið í bæjarstjórn. „Við eigum öll að geta verið sammála um meginlínurnar,“ segir María, sem var áður átta ár varabæjarfulltrúi fyrir Sjáflstæðisflokkinn. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira