SÍS hefur látið gera myndband til þess að vekja athygli á komandi kosningum. Myndböndin eiga að höfða sérstaklega til ungs fólks. Þar sem fólk er hvatt til þess að taka þátt í kosningum og hafa þar áhrif á hverjir stýra sveitarfélögunum á næsta kjörtímabili.
Í öðrum norrænum ríkjum hefur sama þróun átt sér stað að sífellt færri nýta sér kosningaréttinn. Þar hefur komið í ljós að yngri kjósendur og innflytjendur nýta sér kosningaréttinn síður en þeir sem eldri eru eða þeir sem eru innfæddir.
Slík skilgreining hefur ekki farið fram hér á landi á þátttöku í kosningum. Því er ekki hægt að fullyrða með neinni vissu að yngri kjósendur séu ekki að nýta sér kosningaréttinn. En samt má ætla að sama þróun sé hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum.
Hér að neðan má sjá myndböndin. En þau eru með íslenskum, enskum og pólskum texta.