Dekk með innbyggðri fjöðrun Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2014 11:45 Það er þónokkur draumsýn að aka um á bíl með enga fjöðrun í undirvagni, en það gæti orðið að veruleika. Fyrirtæki eitt í Ísrael hefur þróað dekk, sem reyndar var þróað fyrir reiðhjól og hjólastóla, sem fjaðrar svo vel að engin ástæða er fyrir annarri innbyggðri fjöðrun. Fjöðrun dekkjanna, sem fengið hafa heitið Softwheel, má stilla eftir þyngd þess sem ferðast um á þeim. Ísraelska fyrirtækið hefur kynnt þessa uppgötvun sína fyrir Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz og engum sögum fer af því hvort Benz hyggst reyna hana á bílum sínum. Sala á Softwheel dekkjunum hefst seinna á þessu ári, bæði til notkunar á reiðhjólum og hjólastólum, sem hingað til hafa fæstir verið búnir nokkurri fjöðrun. Verð dekkjanna verður 2.000 dollarar parið, eða um 225.000 krónur. Sjá má virkni hjólanna í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Það er þónokkur draumsýn að aka um á bíl með enga fjöðrun í undirvagni, en það gæti orðið að veruleika. Fyrirtæki eitt í Ísrael hefur þróað dekk, sem reyndar var þróað fyrir reiðhjól og hjólastóla, sem fjaðrar svo vel að engin ástæða er fyrir annarri innbyggðri fjöðrun. Fjöðrun dekkjanna, sem fengið hafa heitið Softwheel, má stilla eftir þyngd þess sem ferðast um á þeim. Ísraelska fyrirtækið hefur kynnt þessa uppgötvun sína fyrir Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz og engum sögum fer af því hvort Benz hyggst reyna hana á bílum sínum. Sala á Softwheel dekkjunum hefst seinna á þessu ári, bæði til notkunar á reiðhjólum og hjólastólum, sem hingað til hafa fæstir verið búnir nokkurri fjöðrun. Verð dekkjanna verður 2.000 dollarar parið, eða um 225.000 krónur. Sjá má virkni hjólanna í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent