Lífið

Vill taka þátt aftur í næstu viku

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Aðstandendur Eurovision-keppninnar eru búnir að taka saman stutt myndband þar sem keppendur lýsa ánægju sinni með sigurvegara Eurovision í ár, austurríska klæðskiptinginn Conchitu Wurst.

Meðal þeirra sem teknir eru tali eru Pollapönkararnir Óttarr Proppé og Arnar Þór Gíslason.

Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi eru þeir hæstánægðir með að Conchita hafi borið sigur úr býtum í gærkvöldi. Aðspurðir hvort þeir vilji taka aftur þátt í Eurovision segjast þeir vera meira en til.

„Kannski aftur í næstu viku,“ segir Alþingismaðurinn Óttarr Proppé sem er fyrsti þingmaðurinn til að keppa í Eurovision.


Tengdar fréttir

Evrópa er að átta sig á því að Pollapönk er ekki að grínast

Evrópa er að átta sig á því að Pollapönk er ekki að grínast. Þetta segir Snæbjörn Ragnarsson bakraddasöngvari Pollapönks sem flytur lagið Enga fordóma í Eurovision í Danmörku í kvöld. Íslensk keppnishópurinn kvartaði formlega yfir hljóðmistökum í dómararennsli í gær.

Púað á Rússana

Stigagjöf til Rússlands vekur ekki mikla lukku á Eurovision-hátíðinni.

Benedikt sextándi

Uppröðun á stigakynnum í Eurovision í kvöld hefur verið kynnt.

Svona skiptust stig Íslands

Íslendingar fengu 58 stig í Eurovision í kvöld. Mest fengum við 8 stig frá San Marínó.

,,Kallinn er í fáránlegu stuði''

Hraðfréttamaðurinn Benedikt Valsson sagðist vera í fáránlegu stuði er hann tilkynnti Evrópu að Ísland hefði gefið Hollendingum 12 stig.

Skera sig úr í fjöldanum

Pollapönk hefur hvarvetna vakið athygli í litríkum útpældum fatnaði í aðdraganda Eurovision síðustu daga og skera meðlimir hljómsveitarinnar sig svo sannarlega úr í fjöldanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×