Rory McIlroy í sérflokki á fyrsta hring á Memorial 29. maí 2014 22:13 Það virðist fátt stöðva Rory McIlroy þessa dagana. AP/Getty Rory McIlroy fór á kostum á fyrsta hring á Memorial mótinu sem hófst í dag en Norður-Írinn ungi lék á 63 höggum eða níu höggum undir pari. Hann leiðir mótið með þremur höggum og virðist McIlroy vera í banastuði þessa dagana en hann sigraði á BMW PGA meistaramótinu sem kláraðist í síðustu viku. Þrír kylfingar koma á eftir McIlroy jafnir í öðru sæti á sex höggum undir pari en það eru þeir Chris Kirk, Paul Casey og Masters meistarinn Bubba Watson. Memorial mótið er það mót á PGA-mótaröðinni Jack Nicklaus heldur ár hvert en hann hannaði einnig hinn glæsilega Muirfield völl sem leikið er á um helgina.Phil Mickelson átti ansi áhugaverðan hring í dag en eftir 15 holur var hann á fimm höggum undir pari eftir að hafa fengið tíu pör og fimm fugla. Hann endaði hringinn þó með því að fá skolla á 16. holu og tvöfaldan skolla á síðustu tvær holurnar sem þýddi að hann datt niður á parið. Ungstirnið Jordan Spieth var með Mickelson í holli en hann hóf mótið ágætlega og lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Besti kylfingur heims, Adam Scott, hóf einnig mótið með hring upp á 69 högg sem hefði getað verið mun betri ef pútterinn hefði verið heitari hjá honum. Allt stefnir því í spennandi keppni um helgina en annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:30 á morgun. Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy fór á kostum á fyrsta hring á Memorial mótinu sem hófst í dag en Norður-Írinn ungi lék á 63 höggum eða níu höggum undir pari. Hann leiðir mótið með þremur höggum og virðist McIlroy vera í banastuði þessa dagana en hann sigraði á BMW PGA meistaramótinu sem kláraðist í síðustu viku. Þrír kylfingar koma á eftir McIlroy jafnir í öðru sæti á sex höggum undir pari en það eru þeir Chris Kirk, Paul Casey og Masters meistarinn Bubba Watson. Memorial mótið er það mót á PGA-mótaröðinni Jack Nicklaus heldur ár hvert en hann hannaði einnig hinn glæsilega Muirfield völl sem leikið er á um helgina.Phil Mickelson átti ansi áhugaverðan hring í dag en eftir 15 holur var hann á fimm höggum undir pari eftir að hafa fengið tíu pör og fimm fugla. Hann endaði hringinn þó með því að fá skolla á 16. holu og tvöfaldan skolla á síðustu tvær holurnar sem þýddi að hann datt niður á parið. Ungstirnið Jordan Spieth var með Mickelson í holli en hann hóf mótið ágætlega og lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Besti kylfingur heims, Adam Scott, hóf einnig mótið með hring upp á 69 högg sem hefði getað verið mun betri ef pútterinn hefði verið heitari hjá honum. Allt stefnir því í spennandi keppni um helgina en annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:30 á morgun.
Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira