Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Stefán Árni Pálsson skrifar 29. maí 2014 12:22 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. visir/valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. Sigmundur hefur hingað til ekki viljað tjá sig um málið. Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita lista Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórnarkosningunum, hafa reynst afar umdeild, og hafa af mörgum verið túlkuð sem dekur við andúð á innflytjendum. Sveinbjörg sagði í viðtali við Vísi að hún vildi láta afturkalla lóð til Félags múslima. Sigmundur segir að eftir að hafa litið yfir umfjöllun undanfarinna daga finnist honum óhjákvæmilegt að skrifa nokkur orð um umræðuna. „Ljóst er að um sum mál virðist ómögulegt að ræða í samfélaginu af yfirvegun. Það á jafnvel enn frekar við á Íslandi en í nágrannalöndunum þar sem nálægðin er minni og menn hafa að einhverju leyti lært hversu varasamt það getur verið að bæla niður umræðu. Það er vísasta leiðin til að veita öfgahreyfingum hljómgrunn.“ Forsætisráðherrann segir það með ólíkindum hvað menn geti lagst lágt í tilraunum til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. „Þegar menn seilast svo langt að saka heilu hópana um kynþáttaníð að ósekju þá er það ekki bara alvarlegt mál fyrir þá sem fyrir því verða heldur fyrir samfélagið allt. Með því að misbeita slíkum ásökunum er verið að draga úr þeim mikilvæga þunga sem þarf að liggja að baki baráttu gegn kynþáttahyggju.“ Sigmundur skrifar að það sé svosem ekkert nýtt að andstæðingar framsóknarmanna reyni að setja samasemmerki milli þjóðrækni og öfgahreyfinga. „Hugsanlega vita þeir ekki að þjóðrækni spratt ekki hvað síst af frjálslyndishreyfingunni sem lagði áherslu á frelsi þjóða og mikilvægi menningararfs. Framsóknarflokkurinn er sprottinn úr þessari frjálslyndishreyfingu og framsóknarfólk er almennt stolt af landinu sínu, menningu þess og sögu. Irina Bokova, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, sem kom hingað í boði utanríkisráðherra og flutti hátíðarfyrirlestur í Háskóla Íslands á dögunum, undirstrikaði þar að ein af forsendum þess að þekkja og virða sögu og menningu annarra væri að þekkja sína eigin, það væri lykill að mannúð, víðsýni og mannréttindum, sem og þekkingu.“ Sigmundur segist vilja rökræða hluti og leyfa umræðu. Eðlileg niðurstaða sé þá alltaf sú að allir séu fæddir jafnréttháir enda endurspeglast það í stefnu flokksins. „Frá upphafi hefur Framsóknarflokkurinn verið í fararbroddi í eflingu almannahags og mannréttinda. Það er sama til hvaða hóps er litið, einkum ef litið er til þeirra sem hafa átt undir högg að sækja eða hafa þurft að berjast fyrir jöfnum réttindum, hvað eftir annað hefur Framsókn staðið fyrir úrbótum sem markað hafa tímamót.“ Formaður Framsóknarflokksins segir að það séu ekki frjálslyndir menn sem grípi til þess ráðs að ráðast á pólitíska andstæðinga með því að gera þeim upp þær skoðanir sem verstar þykja. „Þeir sem ganga fram með þeim hætti bera litla virðingu fyrir staðreyndum. Oft á tíðum er það vegna þess að þeir hafa sjálfir svo lítið fram að færa að þeir þurfa að búa sér til andstæðing til að réttlæta sjálfa sig. En þetta fólk leggur ekki í hvaða andstæðing sem er, það er ekki burðugra en svo að reynt er að festa á andstæðinginn stærsta skotmark sem völ er á.“ Innlegg by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill ekki tjá sig um moskumálið „Hann vill leyfa oddvitanum í Reykjavík að útskýra hvað hún á við,“ segir Jóhannes. 26. maí 2014 12:13 „Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn“ Sveinbjörg Birna vill einnig draga til baka lóðaúthlutun til Ásatrúarmanna. Hún segist virða tjáningarfrelsi utanríkisráðherra og þingflokkformanns. 27. maí 2014 16:26 Fordómarnir og tvískinnungurinn Framsóknarflokkurinn kastaði neti fyrir atkvæði á fremur ógeðfelldum miðum fordóma og útlendingahaturs þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, sagði í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóðir sem Félagi múslima á Íslandi og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hefur verið úthlutað fyrir helgidóma. 28. maí 2014 07:00 „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Sveinbjörg Birna kæmist í borgarstjórn Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sýna að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, kæmist í borgarstjórn. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem birtist síðan hún lét umdeild ummæli um mosku í Reykjavík falla. 28. maí 2014 17:16 „Átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum“ Formaður félags múslima á Íslandi segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. 26. maí 2014 20:00 Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00 Guðrún Bryndís um Framsóknarflokkinn: Moskan átti alltaf að vera kosningamál Guðrún Bryndís Karlsdóttir segir frá tíma sínum í Framsóknarflokknum í ítarlegri grein. 28. maí 2014 23:40 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Enn þegir Sigmundur Davíð Vaxandi óþol er gagnvart því að forysta Framsóknarflokksins taki ekki afgerandi um afstöðu til mjög svo umdeildrar afstöðu oddvita flokksins í Reykjavík sem túlkuð hefur verið sem andúð í garð innflytjenda. 28. maí 2014 13:51 Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46 Á að afturkalla lóðir trúfélaga? Nýr oddviti Framsóknar í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hefur nú lýst yfir þeirri afstöðu sinni að ekki beri að „úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna“. 27. maí 2014 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. Sigmundur hefur hingað til ekki viljað tjá sig um málið. Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita lista Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórnarkosningunum, hafa reynst afar umdeild, og hafa af mörgum verið túlkuð sem dekur við andúð á innflytjendum. Sveinbjörg sagði í viðtali við Vísi að hún vildi láta afturkalla lóð til Félags múslima. Sigmundur segir að eftir að hafa litið yfir umfjöllun undanfarinna daga finnist honum óhjákvæmilegt að skrifa nokkur orð um umræðuna. „Ljóst er að um sum mál virðist ómögulegt að ræða í samfélaginu af yfirvegun. Það á jafnvel enn frekar við á Íslandi en í nágrannalöndunum þar sem nálægðin er minni og menn hafa að einhverju leyti lært hversu varasamt það getur verið að bæla niður umræðu. Það er vísasta leiðin til að veita öfgahreyfingum hljómgrunn.“ Forsætisráðherrann segir það með ólíkindum hvað menn geti lagst lágt í tilraunum til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. „Þegar menn seilast svo langt að saka heilu hópana um kynþáttaníð að ósekju þá er það ekki bara alvarlegt mál fyrir þá sem fyrir því verða heldur fyrir samfélagið allt. Með því að misbeita slíkum ásökunum er verið að draga úr þeim mikilvæga þunga sem þarf að liggja að baki baráttu gegn kynþáttahyggju.“ Sigmundur skrifar að það sé svosem ekkert nýtt að andstæðingar framsóknarmanna reyni að setja samasemmerki milli þjóðrækni og öfgahreyfinga. „Hugsanlega vita þeir ekki að þjóðrækni spratt ekki hvað síst af frjálslyndishreyfingunni sem lagði áherslu á frelsi þjóða og mikilvægi menningararfs. Framsóknarflokkurinn er sprottinn úr þessari frjálslyndishreyfingu og framsóknarfólk er almennt stolt af landinu sínu, menningu þess og sögu. Irina Bokova, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, sem kom hingað í boði utanríkisráðherra og flutti hátíðarfyrirlestur í Háskóla Íslands á dögunum, undirstrikaði þar að ein af forsendum þess að þekkja og virða sögu og menningu annarra væri að þekkja sína eigin, það væri lykill að mannúð, víðsýni og mannréttindum, sem og þekkingu.“ Sigmundur segist vilja rökræða hluti og leyfa umræðu. Eðlileg niðurstaða sé þá alltaf sú að allir séu fæddir jafnréttháir enda endurspeglast það í stefnu flokksins. „Frá upphafi hefur Framsóknarflokkurinn verið í fararbroddi í eflingu almannahags og mannréttinda. Það er sama til hvaða hóps er litið, einkum ef litið er til þeirra sem hafa átt undir högg að sækja eða hafa þurft að berjast fyrir jöfnum réttindum, hvað eftir annað hefur Framsókn staðið fyrir úrbótum sem markað hafa tímamót.“ Formaður Framsóknarflokksins segir að það séu ekki frjálslyndir menn sem grípi til þess ráðs að ráðast á pólitíska andstæðinga með því að gera þeim upp þær skoðanir sem verstar þykja. „Þeir sem ganga fram með þeim hætti bera litla virðingu fyrir staðreyndum. Oft á tíðum er það vegna þess að þeir hafa sjálfir svo lítið fram að færa að þeir þurfa að búa sér til andstæðing til að réttlæta sjálfa sig. En þetta fólk leggur ekki í hvaða andstæðing sem er, það er ekki burðugra en svo að reynt er að festa á andstæðinginn stærsta skotmark sem völ er á.“ Innlegg by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill ekki tjá sig um moskumálið „Hann vill leyfa oddvitanum í Reykjavík að útskýra hvað hún á við,“ segir Jóhannes. 26. maí 2014 12:13 „Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn“ Sveinbjörg Birna vill einnig draga til baka lóðaúthlutun til Ásatrúarmanna. Hún segist virða tjáningarfrelsi utanríkisráðherra og þingflokkformanns. 27. maí 2014 16:26 Fordómarnir og tvískinnungurinn Framsóknarflokkurinn kastaði neti fyrir atkvæði á fremur ógeðfelldum miðum fordóma og útlendingahaturs þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, sagði í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóðir sem Félagi múslima á Íslandi og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hefur verið úthlutað fyrir helgidóma. 28. maí 2014 07:00 „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Sveinbjörg Birna kæmist í borgarstjórn Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sýna að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, kæmist í borgarstjórn. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem birtist síðan hún lét umdeild ummæli um mosku í Reykjavík falla. 28. maí 2014 17:16 „Átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum“ Formaður félags múslima á Íslandi segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. 26. maí 2014 20:00 Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00 Guðrún Bryndís um Framsóknarflokkinn: Moskan átti alltaf að vera kosningamál Guðrún Bryndís Karlsdóttir segir frá tíma sínum í Framsóknarflokknum í ítarlegri grein. 28. maí 2014 23:40 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Enn þegir Sigmundur Davíð Vaxandi óþol er gagnvart því að forysta Framsóknarflokksins taki ekki afgerandi um afstöðu til mjög svo umdeildrar afstöðu oddvita flokksins í Reykjavík sem túlkuð hefur verið sem andúð í garð innflytjenda. 28. maí 2014 13:51 Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46 Á að afturkalla lóðir trúfélaga? Nýr oddviti Framsóknar í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hefur nú lýst yfir þeirri afstöðu sinni að ekki beri að „úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna“. 27. maí 2014 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Sigmundur Davíð vill ekki tjá sig um moskumálið „Hann vill leyfa oddvitanum í Reykjavík að útskýra hvað hún á við,“ segir Jóhannes. 26. maí 2014 12:13
„Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn“ Sveinbjörg Birna vill einnig draga til baka lóðaúthlutun til Ásatrúarmanna. Hún segist virða tjáningarfrelsi utanríkisráðherra og þingflokkformanns. 27. maí 2014 16:26
Fordómarnir og tvískinnungurinn Framsóknarflokkurinn kastaði neti fyrir atkvæði á fremur ógeðfelldum miðum fordóma og útlendingahaturs þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, sagði í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóðir sem Félagi múslima á Íslandi og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hefur verið úthlutað fyrir helgidóma. 28. maí 2014 07:00
„Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15
Sveinbjörg Birna kæmist í borgarstjórn Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sýna að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, kæmist í borgarstjórn. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem birtist síðan hún lét umdeild ummæli um mosku í Reykjavík falla. 28. maí 2014 17:16
„Átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum“ Formaður félags múslima á Íslandi segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. 26. maí 2014 20:00
Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00
Guðrún Bryndís um Framsóknarflokkinn: Moskan átti alltaf að vera kosningamál Guðrún Bryndís Karlsdóttir segir frá tíma sínum í Framsóknarflokknum í ítarlegri grein. 28. maí 2014 23:40
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08
Enn þegir Sigmundur Davíð Vaxandi óþol er gagnvart því að forysta Framsóknarflokksins taki ekki afgerandi um afstöðu til mjög svo umdeildrar afstöðu oddvita flokksins í Reykjavík sem túlkuð hefur verið sem andúð í garð innflytjenda. 28. maí 2014 13:51
Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46
Á að afturkalla lóðir trúfélaga? Nýr oddviti Framsóknar í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hefur nú lýst yfir þeirri afstöðu sinni að ekki beri að „úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna“. 27. maí 2014 07:00