Sjáið fyrstu tónleika Rolling Stones eftir andlát L'Wren Scott Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. maí 2014 16:00 Hljómsveitin Rolling Stones spilaði í Telenor Arena nálægt Ósló í Noregi í gærkvöldi og voru það fyrstu tónleikar sveitarinnar síðan fatahönnuðurinn L'Wren Scott, kærasta söngvarans Mick Jagger, framdi sjálfsmorð. Sveitin eyddi viku í Ósló að æfa fyrir tónleikana en Mick minntist ekki einu orði á kærustu sína heitna á tónleikunum. Aðdáendur fengu að kjósa um eitt lag sem þeir vildu heyra á tónleikunum og það endaði með því að sveitin tók lagið Let's Spend the Night Together í fyrsta sinn síðan árið 2007. Rolling Stones hafði einmitt ekki spilað í Noregi síðan árið 2007 en gestir á tónleikunum í Telenor Arena voru alls 23 þúsund talsins. L'Wren fannst látin í íbúð sinni í New York um miðjan mars en þau Mick höfðu verið par síðan árið 2001. Í kjölfarið frestaði Rolling Stones sjö tónleikum í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi á tónleikaferðalagi sínu. Sveitin heldur tónleikana sem hún frestaði í október og nóvember á þessu ári. Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Rolling Stones spilaði í Telenor Arena nálægt Ósló í Noregi í gærkvöldi og voru það fyrstu tónleikar sveitarinnar síðan fatahönnuðurinn L'Wren Scott, kærasta söngvarans Mick Jagger, framdi sjálfsmorð. Sveitin eyddi viku í Ósló að æfa fyrir tónleikana en Mick minntist ekki einu orði á kærustu sína heitna á tónleikunum. Aðdáendur fengu að kjósa um eitt lag sem þeir vildu heyra á tónleikunum og það endaði með því að sveitin tók lagið Let's Spend the Night Together í fyrsta sinn síðan árið 2007. Rolling Stones hafði einmitt ekki spilað í Noregi síðan árið 2007 en gestir á tónleikunum í Telenor Arena voru alls 23 þúsund talsins. L'Wren fannst látin í íbúð sinni í New York um miðjan mars en þau Mick höfðu verið par síðan árið 2001. Í kjölfarið frestaði Rolling Stones sjö tónleikum í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi á tónleikaferðalagi sínu. Sveitin heldur tónleikana sem hún frestaði í október og nóvember á þessu ári.
Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira