Glæst innanrými Volvo XC90 Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2014 15:15 Ekki beint óvistlegur að innan hinn nýi Volvo XC90. Styttast fer í kynningu á nýja XC90 jeppanum frá Volvo og fyrirtækið birti í dag fyrstu myndir af innanrými hans. Það kemur kannski ekki mikið á óvart að þar ræður glæsileikinn ríkjum, en einnig sænsk naumhyggja. Hann er sannarlega sænskur og meira að segja er sænski fáninn bróderaður í sætin. Þurft hefur að höggva niður nokkur tré til að ljá innanrými hans glæsileika og sjálfskiptihnúðurinn er úr kristal frá Orrefors í Svíþjóð. Það er þó ekkert naumhyggjulegt við flennistóran snertiskjáinn fyrir miðju mælaborðsins. Hann er hærri en hann er breiður, líkt og í Tesla Model S, en það er sjaldséð í bílum. Mælaborðið sjálft er stafrænt að sjá. Þrjár sætaraðir eru í bílnum og stilla má hvert sæti fyrir sig í annarri sætaröðinni og fínt pláss á að vera fyrir farþega í þeirri öftustu. Volvo XC90 verður endanlega sýndur umheiminum í ágúst, en hætt er við því að Volvo eigi eftir að sýna meira af bílnum í hæfilegum skömmtum og þá ekki síst af endanlegu ytra útliti bílsins. Þrjár sætaraðir og vel á að fara um alla farþega. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent
Styttast fer í kynningu á nýja XC90 jeppanum frá Volvo og fyrirtækið birti í dag fyrstu myndir af innanrými hans. Það kemur kannski ekki mikið á óvart að þar ræður glæsileikinn ríkjum, en einnig sænsk naumhyggja. Hann er sannarlega sænskur og meira að segja er sænski fáninn bróderaður í sætin. Þurft hefur að höggva niður nokkur tré til að ljá innanrými hans glæsileika og sjálfskiptihnúðurinn er úr kristal frá Orrefors í Svíþjóð. Það er þó ekkert naumhyggjulegt við flennistóran snertiskjáinn fyrir miðju mælaborðsins. Hann er hærri en hann er breiður, líkt og í Tesla Model S, en það er sjaldséð í bílum. Mælaborðið sjálft er stafrænt að sjá. Þrjár sætaraðir eru í bílnum og stilla má hvert sæti fyrir sig í annarri sætaröðinni og fínt pláss á að vera fyrir farþega í þeirri öftustu. Volvo XC90 verður endanlega sýndur umheiminum í ágúst, en hætt er við því að Volvo eigi eftir að sýna meira af bílnum í hæfilegum skömmtum og þá ekki síst af endanlegu ytra útliti bílsins. Þrjár sætaraðir og vel á að fara um alla farþega.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent