Volkswagen íhugar fjöldaframleiðslu Golf R 400 Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2014 10:00 Volksdwagen Golf R 400 á bílasýningunni í Peking, þar sem hann var fyrst sýndur. Eina óleysta vandamál Volkswagen varðandi fjöldaframleiðslu á hinum ofuröfluga 400 hestafla Golf R 400 er að þeir eiga ekki í vopnabúri sínu skiptingu sem getur höndlað allt það afl sem frá öflugri vél bílsins kemur. Þarf þessi skipting að vera með tvöfalda kúplingu. Skiptingin sem er í hinum hefðbundna 300 hestafla Golf R er einmitt með tveimur kúplingum, en hún ræður ekki við allt það tog sem er í 400 hestafla vélinni. Volkswagen er að þróa 10 gíra skiptingu sem þolir 369 pund/fet af togi, en sú skipting er ætluð stærri lúxusbílum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Volkswagen Golf R kostar 34.000 dollara í Bandaríkjunum, eða um 3,8 milljónir króna en Golf R 400 verður talsvert dýrari bíll. Engu að síður telur Volkswagen að hann eigi erindi á markaðinn. Þeir þurfa bara að finna lausn á skiptingunni sem hæfir bílnum. Ef til vill leitar Volkswagen til annarra framleiðenda sem nú þegar búa að skiptingu sem þolir allt aflið. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Eina óleysta vandamál Volkswagen varðandi fjöldaframleiðslu á hinum ofuröfluga 400 hestafla Golf R 400 er að þeir eiga ekki í vopnabúri sínu skiptingu sem getur höndlað allt það afl sem frá öflugri vél bílsins kemur. Þarf þessi skipting að vera með tvöfalda kúplingu. Skiptingin sem er í hinum hefðbundna 300 hestafla Golf R er einmitt með tveimur kúplingum, en hún ræður ekki við allt það tog sem er í 400 hestafla vélinni. Volkswagen er að þróa 10 gíra skiptingu sem þolir 369 pund/fet af togi, en sú skipting er ætluð stærri lúxusbílum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Volkswagen Golf R kostar 34.000 dollara í Bandaríkjunum, eða um 3,8 milljónir króna en Golf R 400 verður talsvert dýrari bíll. Engu að síður telur Volkswagen að hann eigi erindi á markaðinn. Þeir þurfa bara að finna lausn á skiptingunni sem hæfir bílnum. Ef til vill leitar Volkswagen til annarra framleiðenda sem nú þegar búa að skiptingu sem þolir allt aflið.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent