Ósáttir í rússnesku umferðinni Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2014 10:46 Margt undarlegt gerist í rússneskri bílaumferð og þar eru hnefarnir gjarnan látnir útkljá málin. Í þessu myndskeiði sést þar sem ökumaður smábíls þvingar mótorhjólamann til að stöðva för sína er hann hyggst komast framhjá milli bíla. Við það brýst út mikil reiði mótorhjólamnnsins sem stekkur af hjóli sínu og uppá húdd bílsins. Þar réðist hann á bíl rangs ökumanns sem fer úr bíl sínum og slær hann niður eins og reyndur boxari. Aðrir vegfarendur horfa undrandi á aðfarirnar, en þora ekki að blandast í slagsmálin, enda ökumaður bílsins greinilega ekkert lamb að leika sér við. Ekki lætur ökumaður bílsins sér nægja að lumbra á mótorhjólamanninum, heldur leggur einnig til atlögu við mótorhjól hans og fær það sömu meðferð og bíll hans, þ.e. spörk sem ekki koma til með að fríkka hjól hans. Enn einu sinni næst það því á myndbandsvélar á mælaborði rússnesks bíls þegar deilumál er leyst með slagsmálum og virðist það ansi algent í rússneskri umferð. Því virðist ökumönnum þar mikil hætta búin er aðrir ökumenn reiðast ökulagi þeirra. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Margt undarlegt gerist í rússneskri bílaumferð og þar eru hnefarnir gjarnan látnir útkljá málin. Í þessu myndskeiði sést þar sem ökumaður smábíls þvingar mótorhjólamann til að stöðva för sína er hann hyggst komast framhjá milli bíla. Við það brýst út mikil reiði mótorhjólamnnsins sem stekkur af hjóli sínu og uppá húdd bílsins. Þar réðist hann á bíl rangs ökumanns sem fer úr bíl sínum og slær hann niður eins og reyndur boxari. Aðrir vegfarendur horfa undrandi á aðfarirnar, en þora ekki að blandast í slagsmálin, enda ökumaður bílsins greinilega ekkert lamb að leika sér við. Ekki lætur ökumaður bílsins sér nægja að lumbra á mótorhjólamanninum, heldur leggur einnig til atlögu við mótorhjól hans og fær það sömu meðferð og bíll hans, þ.e. spörk sem ekki koma til með að fríkka hjól hans. Enn einu sinni næst það því á myndbandsvélar á mælaborði rússnesks bíls þegar deilumál er leyst með slagsmálum og virðist það ansi algent í rússneskri umferð. Því virðist ökumönnum þar mikil hætta búin er aðrir ökumenn reiðast ökulagi þeirra.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent